Brim dæmt til að greiða fyrrverandi háseta fjórar milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2021 15:13 Brim hefur verið dæmt til að greiða manni sem fór í meðferð staðgengilslaun. Guðmundur Kristjánsson hefur, eftir nokkur hlé, tekið við forstjórataumunum þar á ný. vísir/vilhelm Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur verið dæmt til að greiða háseta sem fór í meðferð í Svíþjóð tæpar fjórar milljónir króna í svokölluð staðgengilslaun fyrir tveggja mánaða tímabil. Sjómaðurinn sem stefndi Brim starfaði sem háseti hjá fyrirtækinu. Stefna hans byggir á því að í veiðiferð frystitogarans sem hann starfaði á hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Hásetinn segist hafa komið óvinnufær í land og hafði þá samband við heimilislækni sinn. Hásetinn fyrrverandi höfðar málið til innheimtu á „staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Mætti ekki vegna vímuefnavanda Lögmaður Brims mótmælti því ekki að hásetinn hefði að öllu jöfnu átt rétt á staðgengilslaunum í tvo mánuði. Hins vegar vill Brim ekki fallast á að greiða hásetanum staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt sé að eftir að hann kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni. Stefnandi átti samkvæmt því að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og annarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að hásetinn hafi neyðst til að hætta sjómennsku vegna þunglyndis og kvíða auk gruns um geðhvarfasjúkdóm. Þar kemur fram að stefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér og verið óvinnfær. Alkóhólismi ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar Lögmaður Brims vakti meðal annars athygli á því að neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar sé ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar. Og að stefnandi hafi vanrækt að tilkynna vinnuveitanda um að hann væri óvinnufær. Á það féllst dómari ekki. Í dómsorði, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, telur Arnaldur Hjartarson héraðsdómari að taka beri kröfu hásetans fyrrverandi um tveggja mánaða laun til greina. Þar segir meðal annars að málsástæða stefnda, sem ekki sé studd haldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við, komi ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ekki sé uppi ágreiningur um fjárhæðir, greiða beri stefnanda 2,706 krónur með dráttavöxtum frá 15. júní 2019. Og málskostnað sem þykir hæfilegur 950.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sjávarútvegur Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Sjómaðurinn sem stefndi Brim starfaði sem háseti hjá fyrirtækinu. Stefna hans byggir á því að í veiðiferð frystitogarans sem hann starfaði á hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Hásetinn segist hafa komið óvinnufær í land og hafði þá samband við heimilislækni sinn. Hásetinn fyrrverandi höfðar málið til innheimtu á „staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Mætti ekki vegna vímuefnavanda Lögmaður Brims mótmælti því ekki að hásetinn hefði að öllu jöfnu átt rétt á staðgengilslaunum í tvo mánuði. Hins vegar vill Brim ekki fallast á að greiða hásetanum staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt sé að eftir að hann kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni. Stefnandi átti samkvæmt því að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og annarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að hásetinn hafi neyðst til að hætta sjómennsku vegna þunglyndis og kvíða auk gruns um geðhvarfasjúkdóm. Þar kemur fram að stefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér og verið óvinnfær. Alkóhólismi ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar Lögmaður Brims vakti meðal annars athygli á því að neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar sé ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar. Og að stefnandi hafi vanrækt að tilkynna vinnuveitanda um að hann væri óvinnufær. Á það féllst dómari ekki. Í dómsorði, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, telur Arnaldur Hjartarson héraðsdómari að taka beri kröfu hásetans fyrrverandi um tveggja mánaða laun til greina. Þar segir meðal annars að málsástæða stefnda, sem ekki sé studd haldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við, komi ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ekki sé uppi ágreiningur um fjárhæðir, greiða beri stefnanda 2,706 krónur með dráttavöxtum frá 15. júní 2019. Og málskostnað sem þykir hæfilegur 950.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Sjávarútvegur Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira