Brim dæmt til að greiða fyrrverandi háseta fjórar milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2021 15:13 Brim hefur verið dæmt til að greiða manni sem fór í meðferð staðgengilslaun. Guðmundur Kristjánsson hefur, eftir nokkur hlé, tekið við forstjórataumunum þar á ný. vísir/vilhelm Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur verið dæmt til að greiða háseta sem fór í meðferð í Svíþjóð tæpar fjórar milljónir króna í svokölluð staðgengilslaun fyrir tveggja mánaða tímabil. Sjómaðurinn sem stefndi Brim starfaði sem háseti hjá fyrirtækinu. Stefna hans byggir á því að í veiðiferð frystitogarans sem hann starfaði á hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Hásetinn segist hafa komið óvinnufær í land og hafði þá samband við heimilislækni sinn. Hásetinn fyrrverandi höfðar málið til innheimtu á „staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Mætti ekki vegna vímuefnavanda Lögmaður Brims mótmælti því ekki að hásetinn hefði að öllu jöfnu átt rétt á staðgengilslaunum í tvo mánuði. Hins vegar vill Brim ekki fallast á að greiða hásetanum staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt sé að eftir að hann kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni. Stefnandi átti samkvæmt því að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og annarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að hásetinn hafi neyðst til að hætta sjómennsku vegna þunglyndis og kvíða auk gruns um geðhvarfasjúkdóm. Þar kemur fram að stefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér og verið óvinnfær. Alkóhólismi ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar Lögmaður Brims vakti meðal annars athygli á því að neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar sé ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar. Og að stefnandi hafi vanrækt að tilkynna vinnuveitanda um að hann væri óvinnufær. Á það féllst dómari ekki. Í dómsorði, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, telur Arnaldur Hjartarson héraðsdómari að taka beri kröfu hásetans fyrrverandi um tveggja mánaða laun til greina. Þar segir meðal annars að málsástæða stefnda, sem ekki sé studd haldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við, komi ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ekki sé uppi ágreiningur um fjárhæðir, greiða beri stefnanda 2,706 krónur með dráttavöxtum frá 15. júní 2019. Og málskostnað sem þykir hæfilegur 950.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sjávarútvegur Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sjómaðurinn sem stefndi Brim starfaði sem háseti hjá fyrirtækinu. Stefna hans byggir á því að í veiðiferð frystitogarans sem hann starfaði á hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Hásetinn segist hafa komið óvinnufær í land og hafði þá samband við heimilislækni sinn. Hásetinn fyrrverandi höfðar málið til innheimtu á „staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Mætti ekki vegna vímuefnavanda Lögmaður Brims mótmælti því ekki að hásetinn hefði að öllu jöfnu átt rétt á staðgengilslaunum í tvo mánuði. Hins vegar vill Brim ekki fallast á að greiða hásetanum staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt sé að eftir að hann kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni. Stefnandi átti samkvæmt því að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og annarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að hásetinn hafi neyðst til að hætta sjómennsku vegna þunglyndis og kvíða auk gruns um geðhvarfasjúkdóm. Þar kemur fram að stefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér og verið óvinnfær. Alkóhólismi ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar Lögmaður Brims vakti meðal annars athygli á því að neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar sé ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar. Og að stefnandi hafi vanrækt að tilkynna vinnuveitanda um að hann væri óvinnufær. Á það féllst dómari ekki. Í dómsorði, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, telur Arnaldur Hjartarson héraðsdómari að taka beri kröfu hásetans fyrrverandi um tveggja mánaða laun til greina. Þar segir meðal annars að málsástæða stefnda, sem ekki sé studd haldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við, komi ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ekki sé uppi ágreiningur um fjárhæðir, greiða beri stefnanda 2,706 krónur með dráttavöxtum frá 15. júní 2019. Og málskostnað sem þykir hæfilegur 950.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Sjávarútvegur Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði