Stefnuleysi í málefnum stóriðju ekki í boði Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 31. janúar 2021 15:30 Gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað í orkugeiranum úti um allan heim. Samkeppnishæfni Íslands er að breytast sömuleiðis á ótrúlega miklum hraða. Verð á umhverfisvænum orkugjöfum er að lækka mikið og hratt, sér í lagi á sólar- og vindorku sem breytir allri samkeppnishæfni Íslands á örskömmum tíma. Sem dæmi hafa vindorkugarðar í sjó í Norður-Atlantshafi nú þegar lækkað raforkuverð á því svæði og áætlað er að lækkunin muni nema um 60% á næstunni samkvæmt færustu sérfræðingum. Árið 2030 er á næsta leiti og fjölmörg lönd hafa sett sér gríðarlega metnaðarfull markmið varðandi samdrátt í útblæstri það ár miðað við árið 1990. Það er því miður dapurleg staðreynd að Ísland er ekki í hópi metnaðarfyllstu landa þegar kemur að viðmiðum í samdrætti í útblæstri, en þar skipta stóriðja, iðnaður og samgöngur langmestu máli. Það þarf nauðsynlega nýja nálgun af hálfu stjórnvalda í raforkuframleiðslu okkar Íslendinga og þar skiptir öllu máli að hugsa skapandi, vera óhrædd við hraðar breytingar og halda ekki í horfna tíma. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni okkar tíma og komandi kynslóða. Orkukerfin eru í lykilhlutverki þegar tekist er á við loftslagsvána. Fulltrúar Landsvirkjunar, stærsta orkufyrirtækis landsins, hafa sem betur fer talað fyrir nýjum og enn umhverfisvænni nálgunum en áður í orkugeiranum hér á landi og er það vel. Í orkustefnu fyrir Ísland, sem kynnt var og lögð fram í október síðastliðnum, eru mörg góð viðmið þegar kemur að umhverfismálunum og loftslagsmálunum, en í orkustefnunni er líka forðast alfarið við að takast á við erfiðar og krefjandi pólitískar spurningar á borð við stöðu og framtíð stóriðjunnar eða möguleika á útflutningi á hreinni raforku. Höfum sjálf stjórn á aðstæðum Það verður að vera til skýr stefna um framtíð raforkuframleiðslu og um stóriðjuna til að við sjálf höfum stjórn á aðstæðunum sem eru að breytast hratt, en ekki láta erlend stórfyrirtæki ráð för, á borð við Rio Tinto sem nýlega hótaði að leggja niður álverið í Straumsvík með nánast einu pennastriki. Skýr stefna og sýn stjórnvalda í málefnum stóriðju er ekki bara bráðnauðsynleg út frá stöðunni í loftslagsmálum heldur líka út frá atvinnustefnu yfirvalda á tímum atvinnuþrenginga. Við þurfum að skapa ný, græn störf til að vera viðbúin þessari byltingu í framleiðslu á raforku, en ekki að lengja í hengingaról mengandi stóriðju sem er að verða hratt hluti af fortíðinni en ekki partur af framtíðinni. Það er ekki bara óboðlegt að vera stefnulaus gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist í loftslagsmálum, heldur – og ekki síður - gagnvart þeim hundruð starfsmanna sem vinna í stóriðju og afleiddum störfum sem þurfa að fá að heyra og vita að þau verða gripin og að framtíðaratvinnumöguleikar þeirra geti breyst og þróast en ekki horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Stóriðja Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað í orkugeiranum úti um allan heim. Samkeppnishæfni Íslands er að breytast sömuleiðis á ótrúlega miklum hraða. Verð á umhverfisvænum orkugjöfum er að lækka mikið og hratt, sér í lagi á sólar- og vindorku sem breytir allri samkeppnishæfni Íslands á örskömmum tíma. Sem dæmi hafa vindorkugarðar í sjó í Norður-Atlantshafi nú þegar lækkað raforkuverð á því svæði og áætlað er að lækkunin muni nema um 60% á næstunni samkvæmt færustu sérfræðingum. Árið 2030 er á næsta leiti og fjölmörg lönd hafa sett sér gríðarlega metnaðarfull markmið varðandi samdrátt í útblæstri það ár miðað við árið 1990. Það er því miður dapurleg staðreynd að Ísland er ekki í hópi metnaðarfyllstu landa þegar kemur að viðmiðum í samdrætti í útblæstri, en þar skipta stóriðja, iðnaður og samgöngur langmestu máli. Það þarf nauðsynlega nýja nálgun af hálfu stjórnvalda í raforkuframleiðslu okkar Íslendinga og þar skiptir öllu máli að hugsa skapandi, vera óhrædd við hraðar breytingar og halda ekki í horfna tíma. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni okkar tíma og komandi kynslóða. Orkukerfin eru í lykilhlutverki þegar tekist er á við loftslagsvána. Fulltrúar Landsvirkjunar, stærsta orkufyrirtækis landsins, hafa sem betur fer talað fyrir nýjum og enn umhverfisvænni nálgunum en áður í orkugeiranum hér á landi og er það vel. Í orkustefnu fyrir Ísland, sem kynnt var og lögð fram í október síðastliðnum, eru mörg góð viðmið þegar kemur að umhverfismálunum og loftslagsmálunum, en í orkustefnunni er líka forðast alfarið við að takast á við erfiðar og krefjandi pólitískar spurningar á borð við stöðu og framtíð stóriðjunnar eða möguleika á útflutningi á hreinni raforku. Höfum sjálf stjórn á aðstæðum Það verður að vera til skýr stefna um framtíð raforkuframleiðslu og um stóriðjuna til að við sjálf höfum stjórn á aðstæðunum sem eru að breytast hratt, en ekki láta erlend stórfyrirtæki ráð för, á borð við Rio Tinto sem nýlega hótaði að leggja niður álverið í Straumsvík með nánast einu pennastriki. Skýr stefna og sýn stjórnvalda í málefnum stóriðju er ekki bara bráðnauðsynleg út frá stöðunni í loftslagsmálum heldur líka út frá atvinnustefnu yfirvalda á tímum atvinnuþrenginga. Við þurfum að skapa ný, græn störf til að vera viðbúin þessari byltingu í framleiðslu á raforku, en ekki að lengja í hengingaról mengandi stóriðju sem er að verða hratt hluti af fortíðinni en ekki partur af framtíðinni. Það er ekki bara óboðlegt að vera stefnulaus gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist í loftslagsmálum, heldur – og ekki síður - gagnvart þeim hundruð starfsmanna sem vinna í stóriðju og afleiddum störfum sem þurfa að fá að heyra og vita að þau verða gripin og að framtíðaratvinnumöguleikar þeirra geti breyst og þróast en ekki horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun