„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 08:30 Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. Í umfjölluninni kom fram að mál hefðu komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem grunur léki á heiðurstengdu ofbeldi. Rætt var við sérfræðinga hjá lögreglunni og Reykjavíkurborg sem gagnrýna aðgerðarleysi í málaflokknum og því m.a. velt upp hvort viðleitni okkar til að bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum spili þar inn í. Á Íslandi búum við við þau forréttindi að staða mannréttinda er góð í alþjóðlegum samanburði. Það á við um flest ríki í hinum vestræna heimi, þótt sums staðar hafi nýlega orðið bakslag. Í þessum ríkjum höfum við fest í sessi grunngildi og mannréttindi eins og frelsi, jafnrétti og virðingu fyrir náunganum. Það eigum við að þakka langri og strangri baráttu þeirra sem ruddu brautina fyrir okkur. Hins vegar er hætt við að við sofnum á verðinum þegar þar er komið; að við verðum of værukær og tökum þessum mikilsverðu réttindum okkar sem sjálfsögðum. Heiðurstengt ofbeldi tíðkast í samfélögum þar sem feðraveldi ríkir og réttindi kvenna eru takmörkuð. En í kringum fimm þúsund konur eru fórnarlömb heiðursmorða á hverju ári. Í þessum samfélögum er við lýði sú skaðlega menningarhefð að það sé hlutverk karlmanna að vernda „hreinleika“ og ímynd kvenna í fjölskyldunni. Þær kröfur eru sjaldnast meitlaðar í stein heldur byggja á tilfinningum og skynjun karlmannanna. Þessi hefð er ekki bundin við ákveðinn heimshluta þótt hún sé útbreiddust í Miðausturlöndum og Suður-Asíu. Slíkt ofbeldi er nú orðið vel þekkt t.a.m. í Bretlandi og á Norðurlöndunum þangað sem innflytjendur hafa borið hefðirnar með sér. Í fyrrgreindri umfjöllun kemur fram að ofbeldið hér sé síður en svo bundið við fólk sem er nýkomið hingað frá öðrum menningarheimum heldur nægi að sterk tengsl séu við upprunalandið. Héðan þekkjum við allflest eldri landsþekkt dæmi um slíkt. Þessi umfjöllun er brýn og þörf áminning. Hér eiga allir að fá sömu skilaboðin um að kynbundið ofbeldi sé ekki liðið. Við höfum haft mikið fyrir að komast á þann stað að mannréttindi séu talin algild og ófrávíkjanleg. Við megum aldrei gefa afslátt af þeim, síst í nafni umburðarlyndis. Enda ekkert umburðarlyndi í því fólgið að umbera kúgun og afbrot gegn öðrum. Þvert á móti. Slíkt „umburðarlyndi“ er þegar betur er að gáð ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mannréttindi Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. Í umfjölluninni kom fram að mál hefðu komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þar sem grunur léki á heiðurstengdu ofbeldi. Rætt var við sérfræðinga hjá lögreglunni og Reykjavíkurborg sem gagnrýna aðgerðarleysi í málaflokknum og því m.a. velt upp hvort viðleitni okkar til að bera virðingu fyrir ólíkum menningarheimum spili þar inn í. Á Íslandi búum við við þau forréttindi að staða mannréttinda er góð í alþjóðlegum samanburði. Það á við um flest ríki í hinum vestræna heimi, þótt sums staðar hafi nýlega orðið bakslag. Í þessum ríkjum höfum við fest í sessi grunngildi og mannréttindi eins og frelsi, jafnrétti og virðingu fyrir náunganum. Það eigum við að þakka langri og strangri baráttu þeirra sem ruddu brautina fyrir okkur. Hins vegar er hætt við að við sofnum á verðinum þegar þar er komið; að við verðum of værukær og tökum þessum mikilsverðu réttindum okkar sem sjálfsögðum. Heiðurstengt ofbeldi tíðkast í samfélögum þar sem feðraveldi ríkir og réttindi kvenna eru takmörkuð. En í kringum fimm þúsund konur eru fórnarlömb heiðursmorða á hverju ári. Í þessum samfélögum er við lýði sú skaðlega menningarhefð að það sé hlutverk karlmanna að vernda „hreinleika“ og ímynd kvenna í fjölskyldunni. Þær kröfur eru sjaldnast meitlaðar í stein heldur byggja á tilfinningum og skynjun karlmannanna. Þessi hefð er ekki bundin við ákveðinn heimshluta þótt hún sé útbreiddust í Miðausturlöndum og Suður-Asíu. Slíkt ofbeldi er nú orðið vel þekkt t.a.m. í Bretlandi og á Norðurlöndunum þangað sem innflytjendur hafa borið hefðirnar með sér. Í fyrrgreindri umfjöllun kemur fram að ofbeldið hér sé síður en svo bundið við fólk sem er nýkomið hingað frá öðrum menningarheimum heldur nægi að sterk tengsl séu við upprunalandið. Héðan þekkjum við allflest eldri landsþekkt dæmi um slíkt. Þessi umfjöllun er brýn og þörf áminning. Hér eiga allir að fá sömu skilaboðin um að kynbundið ofbeldi sé ekki liðið. Við höfum haft mikið fyrir að komast á þann stað að mannréttindi séu talin algild og ófrávíkjanleg. Við megum aldrei gefa afslátt af þeim, síst í nafni umburðarlyndis. Enda ekkert umburðarlyndi í því fólgið að umbera kúgun og afbrot gegn öðrum. Þvert á móti. Slíkt „umburðarlyndi“ er þegar betur er að gáð ekkert annað en yfirlæti eða mannfyrirlitning. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun