Sorgarsaga Brynjar Níelsson skrifar 22. janúar 2021 11:06 Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vísar sérstaklega til mikilvægi þess að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þurfi í því sambandi að gæta að hagsmunum lántakenda. Bæði ASÍ og BSRB hafa sent þingmönnum erindi þar sem margs konar aðfinnslur eru við fyrirhugaða sölu hluts ríkisins í bankanum. Í ósvífni sinni kalla þau það álit sérfræðingahóps ASÍ og BSRB en er í raun bara pólitískar skoðanir fyrirsvarsmanna þessara samtaka. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp að ríkið er nú þegar með aðkomu að fjármálamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð (nú ÍL sjóður), auk þess að eiga tvo af þremur stóru bönkunum, og væri ef til vill fróðlegt að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri sjóðsins að halda uppi samfélagslegum sjónarmiðum, stuðla að endurreisn efnahagslífsins og gæta að hagsmunum lántakenda. Starfsemi Íbúðalánasjóðs laut að því að veita einstaklingum lán til húsnæðiskaupa. Almennt eru slík lán talin með áhættuminnstu lánveitingum sem völ er á. Þrátt fyrir það var gríðarlegt tap á rekstri sjóðsins í kjölfar hrunsins, sem ríkisjóður varð að leysa til sín. Á sama tíma varð ríkissjóður að leggja til verulegar fjárhæðir til föllnu bankanna. Ríkissjóður náði hins vegar að endurheimta þá fjármuni og gott betur. Endurgreiðslur vegna bankanna sem náðust í gegnum stöðugleikaframlögin voru notuð til að gera upp skuldir ríkissjóðs sem fóru úr því að vera 90% af landsframleiðslu í að vera innan við 30%. Þessi viðsnúningur var alger forsenda þess að ríkissjóður getur nú veitt stuðning í þeim efnhagsþrengingum sem hafa komið til vegna kórónuveirunnar. Það er því ekki að ósekju að þessir samningar hafi stundum verið kallaðir samningar aldarinnar. Eignarhlutur ríksins í Íslandsbanka hf., sem til stendur að selja, er hluti af þessum stöðugleikaframlögum. Með fyrirhugaðri sölu á hlut ríksins er ekki verið að einkavæða banka sem við byggðum upp með blóð, svita og tárum, eins og sumir virðast halda. Þar að auki stóð aldrei til að ríkið eignaðist bankann á sínum tíma þótt forsvarsmenn ASÍ og BSRB hefðu gjarnan viljað að ríkið keypti alla bankana. Ólíkt þeim fjármunum sem ríkissjóður þurfti að leggja til hinna föllnu banka, hafa þessir fjármunir sem lagðir voru til Íbúðalánasjóðs ekki verið endurgreiddir og raunar hefur sigið verulega á ógæfuhliðina í þeim efnum. Að öllu óbreyttu stefnir í að tap sjóðsins verði allt að 270 milljörðum króna, sem skattgreiðendur verða að taka á sig. Rekstur Íbúðalánasjóðs hefur því reynst myllusteinn um hálsinn á þjóðinni í þeim efnhagsþrengingum sem íslenskt samfélag tekst nú á við. Hugsanlega væri nú að einhverju leyti hægt að réttlæta þetta ef Íbúðalánasjóður væri sérstaklega að taka tillit til lántakenda. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur um uppgreiðslugjald sjóðsins. Niðurstaða dómsins er sú að Íbúðalánasjóður hafi áskilið sér alltof háa þóknun í viðskiptum sínum við lántakendur. Í forsendum dómsins kemur meðal annars fram að þóknun Íbúðalánasjóðs sé ekki neinu samræmi við aðrar lánastofnar, sem taki í hæsta lagi tvö til þrjú prósent af uppgreiðsluvirði, á meðan uppgreiðsluþóknun Íbúðalánsjóðs geti numið tugum prósentna. Ákvæði gjaldskrár sjóðsins sé ógagnsætt og erfitt fyrir almenna lántakendur að átta sig á með hvaða hætti uppgreiðsluþóknunin er ákvörðuð og hversu há hún getur orðið. Jafnvel þó Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir viðskiptahættir væru í samræmi við lög eða að niðurstaða Hæstaréttar verði á annan veg, breytir það ekki því að þessir viðskiptahættir verða seint taldir lýsa sanngirni eða tillitsemi gagnvart lántakendum. Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Brynjar Níelsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vísar sérstaklega til mikilvægi þess að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þurfi í því sambandi að gæta að hagsmunum lántakenda. Bæði ASÍ og BSRB hafa sent þingmönnum erindi þar sem margs konar aðfinnslur eru við fyrirhugaða sölu hluts ríkisins í bankanum. Í ósvífni sinni kalla þau það álit sérfræðingahóps ASÍ og BSRB en er í raun bara pólitískar skoðanir fyrirsvarsmanna þessara samtaka. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp að ríkið er nú þegar með aðkomu að fjármálamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð (nú ÍL sjóður), auk þess að eiga tvo af þremur stóru bönkunum, og væri ef til vill fróðlegt að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri sjóðsins að halda uppi samfélagslegum sjónarmiðum, stuðla að endurreisn efnahagslífsins og gæta að hagsmunum lántakenda. Starfsemi Íbúðalánasjóðs laut að því að veita einstaklingum lán til húsnæðiskaupa. Almennt eru slík lán talin með áhættuminnstu lánveitingum sem völ er á. Þrátt fyrir það var gríðarlegt tap á rekstri sjóðsins í kjölfar hrunsins, sem ríkisjóður varð að leysa til sín. Á sama tíma varð ríkissjóður að leggja til verulegar fjárhæðir til föllnu bankanna. Ríkissjóður náði hins vegar að endurheimta þá fjármuni og gott betur. Endurgreiðslur vegna bankanna sem náðust í gegnum stöðugleikaframlögin voru notuð til að gera upp skuldir ríkissjóðs sem fóru úr því að vera 90% af landsframleiðslu í að vera innan við 30%. Þessi viðsnúningur var alger forsenda þess að ríkissjóður getur nú veitt stuðning í þeim efnhagsþrengingum sem hafa komið til vegna kórónuveirunnar. Það er því ekki að ósekju að þessir samningar hafi stundum verið kallaðir samningar aldarinnar. Eignarhlutur ríksins í Íslandsbanka hf., sem til stendur að selja, er hluti af þessum stöðugleikaframlögum. Með fyrirhugaðri sölu á hlut ríksins er ekki verið að einkavæða banka sem við byggðum upp með blóð, svita og tárum, eins og sumir virðast halda. Þar að auki stóð aldrei til að ríkið eignaðist bankann á sínum tíma þótt forsvarsmenn ASÍ og BSRB hefðu gjarnan viljað að ríkið keypti alla bankana. Ólíkt þeim fjármunum sem ríkissjóður þurfti að leggja til hinna föllnu banka, hafa þessir fjármunir sem lagðir voru til Íbúðalánasjóðs ekki verið endurgreiddir og raunar hefur sigið verulega á ógæfuhliðina í þeim efnum. Að öllu óbreyttu stefnir í að tap sjóðsins verði allt að 270 milljörðum króna, sem skattgreiðendur verða að taka á sig. Rekstur Íbúðalánasjóðs hefur því reynst myllusteinn um hálsinn á þjóðinni í þeim efnhagsþrengingum sem íslenskt samfélag tekst nú á við. Hugsanlega væri nú að einhverju leyti hægt að réttlæta þetta ef Íbúðalánasjóður væri sérstaklega að taka tillit til lántakenda. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur um uppgreiðslugjald sjóðsins. Niðurstaða dómsins er sú að Íbúðalánasjóður hafi áskilið sér alltof háa þóknun í viðskiptum sínum við lántakendur. Í forsendum dómsins kemur meðal annars fram að þóknun Íbúðalánasjóðs sé ekki neinu samræmi við aðrar lánastofnar, sem taki í hæsta lagi tvö til þrjú prósent af uppgreiðsluvirði, á meðan uppgreiðsluþóknun Íbúðalánsjóðs geti numið tugum prósentna. Ákvæði gjaldskrár sjóðsins sé ógagnsætt og erfitt fyrir almenna lántakendur að átta sig á með hvaða hætti uppgreiðsluþóknunin er ákvörðuð og hversu há hún getur orðið. Jafnvel þó Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir viðskiptahættir væru í samræmi við lög eða að niðurstaða Hæstaréttar verði á annan veg, breytir það ekki því að þessir viðskiptahættir verða seint taldir lýsa sanngirni eða tillitsemi gagnvart lántakendum. Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar