Trump náðaði Steve Bannon Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 06:45 Steve Bannon var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í embætti forseta. Getty/Jabin Botsford Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var að náða Steve Bannon sem var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í Hvíta húsinu. Bannon hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröflunina We Build the Wall. Fólk lét fé af hendi rakna í gegnum netið en fjáröflunin var fyrir umdeildan landamæravegg Trumps við Mexíkó. Var Bannon sakaður um að blekkja fólk til þess að gefa fé í verkefnið. Að því er segir í frétt New York Times mun Trump einnig hafa náðað Elliott Broidy en hann stóð fyrir mikið af fjáröflunum fyrir Trump. Broidy hefur viðurkennt að hafa unnið ólöglega að því að bandaríska ríkisstjórnin myndi hætta rannsókn sinni á hinum malasíska 1MDB-skandal, einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Þá er einnig talið að forsetinn hafi náðað rapparana Lil Wayne og Kodak Black sem báðir höfðu hlotið dóm fyrir brot á vopnalögum. Einnig mun Trump hafa náðað fyrrverandi borgarstjóra Detroit, Kwame Kilpatrick, sem var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir spillingu. Náðun Bannons gerir það að verkum að ákærurnar á hendur honum falla niður. Náðunin er óvenjuleg að því leyti að réttarhöld yfir Bannon áttu enn eftir að fara fram. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra náðana sem forsetar Bandaríkjanna hafa veitt í gegnum tíðina hefur verið til einstaklinga sem hafa verið dæmdir. Að því er segir í frétt New York Times reyndu fjölmargir að hafa áhrif á það að Trump myndi náða Bannon, þar á meðal Bannon sjálfur. Hvíta húsið ætlaði að gefa út lista yfir það hverjir yrðu náðaðir seint í gærkvöldi. Umræðan um hvort náða skyldi Bannon frestaði því hins vegar. Síðdegis í gær töldu ráðgjafar forsetans að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir náðun Bannons en um klukkan níu um kvöldið hafði Trump enn einu sinni skipt um skoðun. Trump og Bannon ræddu saman í síma í gær á meðan forsetinn var að velta náðuninni fyrir sér. Bandamenn Bannons munu hafa lagt hart að Trump að náða sinn fyrrverandi ráðgjafa á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir það. Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á hádegi í dag að staðartíma eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Skömmu áður verður Kamala Harris svarin inn sem varaforseti landsins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Bannon hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröflunina We Build the Wall. Fólk lét fé af hendi rakna í gegnum netið en fjáröflunin var fyrir umdeildan landamæravegg Trumps við Mexíkó. Var Bannon sakaður um að blekkja fólk til þess að gefa fé í verkefnið. Að því er segir í frétt New York Times mun Trump einnig hafa náðað Elliott Broidy en hann stóð fyrir mikið af fjáröflunum fyrir Trump. Broidy hefur viðurkennt að hafa unnið ólöglega að því að bandaríska ríkisstjórnin myndi hætta rannsókn sinni á hinum malasíska 1MDB-skandal, einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Þá er einnig talið að forsetinn hafi náðað rapparana Lil Wayne og Kodak Black sem báðir höfðu hlotið dóm fyrir brot á vopnalögum. Einnig mun Trump hafa náðað fyrrverandi borgarstjóra Detroit, Kwame Kilpatrick, sem var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir spillingu. Náðun Bannons gerir það að verkum að ákærurnar á hendur honum falla niður. Náðunin er óvenjuleg að því leyti að réttarhöld yfir Bannon áttu enn eftir að fara fram. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra náðana sem forsetar Bandaríkjanna hafa veitt í gegnum tíðina hefur verið til einstaklinga sem hafa verið dæmdir. Að því er segir í frétt New York Times reyndu fjölmargir að hafa áhrif á það að Trump myndi náða Bannon, þar á meðal Bannon sjálfur. Hvíta húsið ætlaði að gefa út lista yfir það hverjir yrðu náðaðir seint í gærkvöldi. Umræðan um hvort náða skyldi Bannon frestaði því hins vegar. Síðdegis í gær töldu ráðgjafar forsetans að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir náðun Bannons en um klukkan níu um kvöldið hafði Trump enn einu sinni skipt um skoðun. Trump og Bannon ræddu saman í síma í gær á meðan forsetinn var að velta náðuninni fyrir sér. Bandamenn Bannons munu hafa lagt hart að Trump að náða sinn fyrrverandi ráðgjafa á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir það. Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á hádegi í dag að staðartíma eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Skömmu áður verður Kamala Harris svarin inn sem varaforseti landsins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09