Guðmundur: Fegnastur að enginn skyldi slasa sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 21:29 Guðmundur Guðmundsson var sáttur með sigurinn á Marokkó og að allir leikmenn Íslands kæmust heilir frá leiknum. epa/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna. „Þetta var nákvæmlega eins og ég bjóst við. Ég vissi að þetta yrði erfitt og það myndi taka okkur tíma að komast inn í leikinn og finna jafnvægi í sóknarleiknum. Það tók okkur smá tíma að hrista þetta af okkur en eftir það gekk þetta frábærlega í fyrri hálfleik. Við opnuðum þá ítrekað mjög vel,“ sagði Guðmundur við RÚV eftir leikinn. „Hvað vörnina varðar var þetta svipað og ég bjóst við. Þeir spila óvenjuleg leikkerfi og það er ofboðslegur hraði á þeim. Þetta er ekkert einfalt.“ Marokkómenn gengu hart fram og fengu þrjú rauð spjöld fyrir ruddabrot í leiknum í kvöld. „Ég er bara fegnastur að enginn skyldi slasa sig, af okkar leikmönnum. Þetta var hroðalega grófur leikur af þeirra hálfu. Ég bara feginn að enginn hafi meiðst,“ sagði Guðmundur. Stöðug vörn Þjálfarinn vildi sjá íslenska liðið skora meira úr hraðaupphlaupum í leiknum í kvöld. „Við erum með tiltölulega stöðuga vörn og verðum að gera það áfram. Sóknin hefur yfirleitt gengið mjög vel en auðvitað verða andstæðingarnir í milliriðli öðruvísi. En við þurfum að skora meira úr hröðum upphlaupum. Mér finnst vanta nokkur mörk þar í dag. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Guðmundur. Mjög gaman að sjá Donna hamra boltann upp í skeytin Hann kvaðst ánægður með framlag íslensku skyttanna í leiknum í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt og þetta er að dreifast vel. Við erum að fá mörk fyrir utan. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] setti tvö upp í vinkilinn. Það var sérstaklega ánægjulegt. Við stilltum upp fyrir hann í leikkerfinu. Það var mjög gaman að sjá hann hamra boltann upp í skeytin,“ sagði Guðmundur að lokum. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira
„Þetta var nákvæmlega eins og ég bjóst við. Ég vissi að þetta yrði erfitt og það myndi taka okkur tíma að komast inn í leikinn og finna jafnvægi í sóknarleiknum. Það tók okkur smá tíma að hrista þetta af okkur en eftir það gekk þetta frábærlega í fyrri hálfleik. Við opnuðum þá ítrekað mjög vel,“ sagði Guðmundur við RÚV eftir leikinn. „Hvað vörnina varðar var þetta svipað og ég bjóst við. Þeir spila óvenjuleg leikkerfi og það er ofboðslegur hraði á þeim. Þetta er ekkert einfalt.“ Marokkómenn gengu hart fram og fengu þrjú rauð spjöld fyrir ruddabrot í leiknum í kvöld. „Ég er bara fegnastur að enginn skyldi slasa sig, af okkar leikmönnum. Þetta var hroðalega grófur leikur af þeirra hálfu. Ég bara feginn að enginn hafi meiðst,“ sagði Guðmundur. Stöðug vörn Þjálfarinn vildi sjá íslenska liðið skora meira úr hraðaupphlaupum í leiknum í kvöld. „Við erum með tiltölulega stöðuga vörn og verðum að gera það áfram. Sóknin hefur yfirleitt gengið mjög vel en auðvitað verða andstæðingarnir í milliriðli öðruvísi. En við þurfum að skora meira úr hröðum upphlaupum. Mér finnst vanta nokkur mörk þar í dag. Við þurfum að fara yfir það,“ sagði Guðmundur. Mjög gaman að sjá Donna hamra boltann upp í skeytin Hann kvaðst ánægður með framlag íslensku skyttanna í leiknum í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt og þetta er að dreifast vel. Við erum að fá mörk fyrir utan. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] setti tvö upp í vinkilinn. Það var sérstaklega ánægjulegt. Við stilltum upp fyrir hann í leikkerfinu. Það var mjög gaman að sjá hann hamra boltann upp í skeytin,“ sagði Guðmundur að lokum.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28 Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira
Síðan fæ ég högg beint í smettið Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes. 18. janúar 2021 21:28
Twitter á meðan Ísland vann Marokkó: Útsendingastjóri mótsins óvinsæll og grófir mótherjar Íslenska landsliðið vann sinn annan leik í röð á HM í handbolta er það lagði Marokkó með átta marka mun í kvöld, lokatölur 31-23. 18. janúar 2021 21:10
Leik lokið: Ísland - Marokkó 31-23 | Öruggt gegn grófum mótherjum Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að vinna Marokkó, 31-23, í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Þar með fer Ísland með tvö stig áfram í milliriðla mótsins. 18. janúar 2021 22:08