Gjöfult sprotaumhverfi á frumkvöðlasetrum Karl Friðriksson og Sigríður Ingvarsdóttir skrifa 18. janúar 2021 15:00 Með fyrirhugaðri lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lýkur ákveðnum kafla í sögu frumkvöðlasetra á Íslandi. Reynslan hefur sýnt að faglegur stuðningur á fyrstu stigum reksturs sprotafyrirtækja skiptir sköpum. Fyrir þó nokkru var ákveðið, að gera úttekt á umfangi og árangri frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ákveðið var að ljúka þessu verkefni núna, ekki síst vegna þeirra vatnaskila sem nú eiga sér stað gagnvart þjónustu við frumkvöðla hér á landi. Niðurstaða verkefnisins er nýlegt rit þar sem skoður árangur frumkvöðlasetrana sem fyrirrennari Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Iðntæknistofnun Íslands, setti af stað árið 1999. Höfundur ritsins dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor hjá Háskóla Íslands, vann það verkefni út frá tilgreindum rannsóknarspurningum sem hann setti fram. Runólfur Smári rekur sögu setranna, skoðar nokkrar lykiltölur, og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið og dregur saman niðurstöður úr viðtölum, annars vegar við starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og svo nokkra fulltrúa úr flóru þeirra fyrirtækja sem hófu rekstur eða fengu þjónustu setranna í upphafi starfsemi sinnar. Ritið er aðgengilegt án endurgalds á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is. Leiðarljós við stofnun og rekstur frumkvöðlasetranna hefur alltaf verið að efla frumkvöðla- og sprotaumhverfi og þar með nýsköpun hér á landi. Að mati stjórnenda miðstöðvarinnar hafa framangreind atriði verið lykilframlag í að byggja upp samkeppnishæft atvinnulíf. Þau skipta hundruðum fyrirtækin sem hafa nýtt aðstöðu á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gegnum tíðina. Frumkvöðlarnir hafa komið þar inn, stofnað fyrirtæki sem hafa stundað rannsóknir og þróun, stefnt að háleitum markmiðum, vaxið, dafnað og haft áhrif á samfélagið hér með ýmsum hætti. Fyrirtækin sem hafa stigið sín fyrstu skref á frumkvöðlasetrunum eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að byggja á hugviti og stunda nýsköpun. Þegar litið er í baksýnisspegilinn og rýnt í tölfræði og árangur þeirra fyrirtækja sem hafa verið á setrunum og útskrifast þaðan má glöggt sjá að þarna er um gríðarlega mikilvægan ávinning að ræða sem hefur áhrif á hagtölur landsins. Það er staðreynd að þau verðmætu fyrirtæki sem byggja á hugviti geta verið staðsett hvar sem er í heiminum og frumkvöðlar velja fyrirtækjum sínum stað þar sem umhverfið er hagfellt með tilliti til opinbers stuðnings og aðgangs að mannauði, góðu og stöðugu rekstrarumhverfi og góðri aðstöðu. Faglegur og fjárhagslegur stuðningur auk aðstoðar á fyrstu stigunum í fyrirtækjarekstri og þróun viðskiptahugmynda er lykilatriði. Hver svo sem málalok verða með Nýsköpunarmiðstöð Íslands þá þarf áfram að hlúa vel að frumkvöðlum, skapa þeim gott vinnuumhverfi og auðveldan aðgang að upplýsingum og faglegri aðstoð. Það er þjóðarhagur að bjóða frumkvöðlum og fyrirtækjum umhverfi sem er fullkomlega samkeppnishæft við það sem best gerist annars staðar í heiminum. Íslensk yfirvöld geta ekki treyst á að það gerist af sjálfu sér í framtíðinni frekar en hingað til. Karl Friðriksson er deildarstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Með fyrirhugaðri lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lýkur ákveðnum kafla í sögu frumkvöðlasetra á Íslandi. Reynslan hefur sýnt að faglegur stuðningur á fyrstu stigum reksturs sprotafyrirtækja skiptir sköpum. Fyrir þó nokkru var ákveðið, að gera úttekt á umfangi og árangri frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ákveðið var að ljúka þessu verkefni núna, ekki síst vegna þeirra vatnaskila sem nú eiga sér stað gagnvart þjónustu við frumkvöðla hér á landi. Niðurstaða verkefnisins er nýlegt rit þar sem skoður árangur frumkvöðlasetrana sem fyrirrennari Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Iðntæknistofnun Íslands, setti af stað árið 1999. Höfundur ritsins dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor hjá Háskóla Íslands, vann það verkefni út frá tilgreindum rannsóknarspurningum sem hann setti fram. Runólfur Smári rekur sögu setranna, skoðar nokkrar lykiltölur, og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið og dregur saman niðurstöður úr viðtölum, annars vegar við starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og svo nokkra fulltrúa úr flóru þeirra fyrirtækja sem hófu rekstur eða fengu þjónustu setranna í upphafi starfsemi sinnar. Ritið er aðgengilegt án endurgalds á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is. Leiðarljós við stofnun og rekstur frumkvöðlasetranna hefur alltaf verið að efla frumkvöðla- og sprotaumhverfi og þar með nýsköpun hér á landi. Að mati stjórnenda miðstöðvarinnar hafa framangreind atriði verið lykilframlag í að byggja upp samkeppnishæft atvinnulíf. Þau skipta hundruðum fyrirtækin sem hafa nýtt aðstöðu á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gegnum tíðina. Frumkvöðlarnir hafa komið þar inn, stofnað fyrirtæki sem hafa stundað rannsóknir og þróun, stefnt að háleitum markmiðum, vaxið, dafnað og haft áhrif á samfélagið hér með ýmsum hætti. Fyrirtækin sem hafa stigið sín fyrstu skref á frumkvöðlasetrunum eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að byggja á hugviti og stunda nýsköpun. Þegar litið er í baksýnisspegilinn og rýnt í tölfræði og árangur þeirra fyrirtækja sem hafa verið á setrunum og útskrifast þaðan má glöggt sjá að þarna er um gríðarlega mikilvægan ávinning að ræða sem hefur áhrif á hagtölur landsins. Það er staðreynd að þau verðmætu fyrirtæki sem byggja á hugviti geta verið staðsett hvar sem er í heiminum og frumkvöðlar velja fyrirtækjum sínum stað þar sem umhverfið er hagfellt með tilliti til opinbers stuðnings og aðgangs að mannauði, góðu og stöðugu rekstrarumhverfi og góðri aðstöðu. Faglegur og fjárhagslegur stuðningur auk aðstoðar á fyrstu stigunum í fyrirtækjarekstri og þróun viðskiptahugmynda er lykilatriði. Hver svo sem málalok verða með Nýsköpunarmiðstöð Íslands þá þarf áfram að hlúa vel að frumkvöðlum, skapa þeim gott vinnuumhverfi og auðveldan aðgang að upplýsingum og faglegri aðstoð. Það er þjóðarhagur að bjóða frumkvöðlum og fyrirtækjum umhverfi sem er fullkomlega samkeppnishæft við það sem best gerist annars staðar í heiminum. Íslensk yfirvöld geta ekki treyst á að það gerist af sjálfu sér í framtíðinni frekar en hingað til. Karl Friðriksson er deildarstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar