Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 07:03 Þessi mynd er tekin þann 19. desember, daginn eftir að gríðarstór aurskriða féll á Seyðisfjörð. Í kjölfarið var allur bærinn rýmdur. Vísir/Egill Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð. Á viðvörunarvef Veðurstofunnar segir að í ljósi aðstæðna sé Seyðisfjörður viðkvæmur fyrir rigningu og Eskifjörður að einhverju leyti einnig en eins og flestum ætti að vera í fersku minni féllu gríðarstórar aurskriður á Seyðisfirði í desember með tilheyrandi eignatjóni. Aurskriðurnar féllu eftir miklar rigningar í bænum og var úrkomumet slegið. Á fimm daga tímabili, frá 14. til 18. desember mældist rigningin 570 mm en aldrei áður hafði sést svo áköf úrkoma á fimm dögum hér á landi. Meðalúrkoma í Reykjavík á heilu ári er til samanburðar 860 mm. Í spá og viðvörun Veðurstofunnar nú er ekki gert ráð fyrir eins mikilli rigningu á sólarhring og var í desember. Í viðvöruninni segir að spáð sé 50 mm uppsafnaðri úrkomu á Seyðisfirði á þeim tíma sem viðvörunin gildir. Úrkoman byrji mögulega sem slydda fyrsta klukkutímann en síðan hlýnar heldur: „[…] megnið af tímanum slydda í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli og snjókoma yfir 300 m. Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína þá væntanlega upp í 800-900 m. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar um 50-100 m hærri en á Seyðisfirði,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverð rigning austantil, en annars víða slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægari um tíma síðdegis á morgun og dregur úr úrkomu fyrir austan. Norðvestan 10-18 annað kvöld og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, en vestlægari á sunnanverðu landinu. Víða dálítil rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma til fjalla. Talsverð rigning austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Ásunnudag: Norðan 10-18 m/s, en hægari vindur austanlands. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnantil. Hiti kringum frostmark. Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, en þurrt að mestu og bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost. Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Á viðvörunarvef Veðurstofunnar segir að í ljósi aðstæðna sé Seyðisfjörður viðkvæmur fyrir rigningu og Eskifjörður að einhverju leyti einnig en eins og flestum ætti að vera í fersku minni féllu gríðarstórar aurskriður á Seyðisfirði í desember með tilheyrandi eignatjóni. Aurskriðurnar féllu eftir miklar rigningar í bænum og var úrkomumet slegið. Á fimm daga tímabili, frá 14. til 18. desember mældist rigningin 570 mm en aldrei áður hafði sést svo áköf úrkoma á fimm dögum hér á landi. Meðalúrkoma í Reykjavík á heilu ári er til samanburðar 860 mm. Í spá og viðvörun Veðurstofunnar nú er ekki gert ráð fyrir eins mikilli rigningu á sólarhring og var í desember. Í viðvöruninni segir að spáð sé 50 mm uppsafnaðri úrkomu á Seyðisfirði á þeim tíma sem viðvörunin gildir. Úrkoman byrji mögulega sem slydda fyrsta klukkutímann en síðan hlýnar heldur: „[…] megnið af tímanum slydda í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli og snjókoma yfir 300 m. Hlýnar svo eftir hádegi á laugardag og fer snjólína þá væntanlega upp í 800-900 m. Á Eskifirði er spáð uppsafnaðri úrkomu um 35 mm meðan viðvörunin gildir og slyddu- og snjólína þar um 50-100 m hærri en á Seyðisfirði,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Gengur í austan 13-20 sunnanlands eftir hádegi með rigningu eða slyddu. Mun hægari vindur og lengst af þurrt á norðurhelmingi landsins. Norðaustan 10-18 í nótt og í fyrramálið. Talsverð rigning austantil, en annars víða slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til fjalla. Hægari um tíma síðdegis á morgun og dregur úr úrkomu fyrir austan. Norðvestan 10-18 annað kvöld og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, en vestlægari á sunnanverðu landinu. Víða dálítil rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma til fjalla. Talsverð rigning austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Ásunnudag: Norðan 10-18 m/s, en hægari vindur austanlands. Slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, en úrkomulítið sunnantil. Hiti kringum frostmark. Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, en þurrt að mestu og bjart með köflum sunnan heiða. Víða vægt frost.
Veður Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent