„Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 11:51 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Hún segist fyrst hafa hugsað með sér að hún þyrfti ekki að svara grein Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss, þar sem hann sagði talsmenn félagsins nota sömu aðferðir og Trump. Elliði hafi hins vegar ekki verið eini Sjálfstæðismaðurinn sem hafi dregið upp þennan samanburð, líkt og Vísir fjallaði um á mánudag, og kveðst Katrín þá hafa hugsað með sér að þetta væri smjörklípa. Hún ræddi þetta mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði orðið „smjörklípu“ útskýra vel ákveðna tækni í stjórnmálum. Það mætti rekja til ömmu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hefði ekki nennt að hlusta á köttinn mjálma eftir mat. Þakkaði Elliða fyrir að búa til þennan tjáningarglugga „Þá setti hún smá smjör í feldinn og hann fór að sleikja feldinn og gleymdi því algjörlega að hann væri svangur. Þá þarf ég að spyrja mig núna „Nenni ég hérna að sleikja á mér feldinn og tala um það að ég sé alls ekki eins og Trump?““ Hvað ef það er eitthvað fólk þarna úti sem hefur ekki forsendur til að meta það og sjá í gegnum þessa lygi? Þá fer ég að hugsa „Já, það þarf að svara þessu,““ sagði Katrín. Hún sagðist þakka Elliða fyrir að búa til þennan tjáningarglugga fyrir hana til þess að tala um stjórnarskrána og lýðræðið þar sem henni þætti mjög gaman að tala um stjórnarskrárbaráttuna. Þá sagði hún að ef hún ætti að svara Elliða í einni setningu þá væri það með eftirfarandi hætti: „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur.“ Katrín listaði síðan upp nokkrar spurningar sem hún svaraði, meðal annars hvort framið hefði verið valdarán á Íslandi árið 2008. Svarið við því væri nei og vísaði hún í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir níumenningunum svokölluðu sem sýknaði þá fyrir árás á Alþingi. Hún spurði einnig hvort framið hefði verið valdarán á Íslandi árið 2012 þegar það fram fór þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá. „Öll barátta stjórnarskrársinna er friðsöm“ „Að vissu leyti er hægt að segja já við því, því eftir lögmæta þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána lögðust Sjálfstæðismenn í málþóf til að stöðva það að málið kæmist til atkvæðagreiðslu í þinginu og allar götur síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn því að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar nái fram að ganga í þessu risavaxna máli. Samt er þjóðin stjórnarskrárgjafinn. Ef að Elliða þykir svona vænt um leikreglur lýðræðisins þá ætti hann í raun að spegla sig í þessari staðreynd á hverjum einasta morgni á meðan hann rakar sig,“ sagði Katrín. Þá væri svarið við þeirri spurningu hvort hægt væri að tengja baráttuaðferðir Stjórnarskrárfélagsins við aðferðir Trump einfalt nei. „Svarið við þeirri spurningu er mjög einfalt nei. Hvorki Nýja stjórnarskráin né Stjórnarskrárfélagið voru til árið 2008 þegar ég lét þessi orð falla. Ég krafðist fyrst og fremst kosninga. Það hentar hins vegar ekki fólki sem viðhefur þennan málflutning að taka það fram. Það er ákveðið „fake news“ sem blikkar þegar verið er að stilla þessu svona upp hlið við hlið vegna þess að öll barátta stjórnarskrársinna er friðsöm og hvorki Elliði né nokkur annar á nokkur dæmi um annað,“ sagði Katrín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Stjórnarskrá Bítið Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Hún segist fyrst hafa hugsað með sér að hún þyrfti ekki að svara grein Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss, þar sem hann sagði talsmenn félagsins nota sömu aðferðir og Trump. Elliði hafi hins vegar ekki verið eini Sjálfstæðismaðurinn sem hafi dregið upp þennan samanburð, líkt og Vísir fjallaði um á mánudag, og kveðst Katrín þá hafa hugsað með sér að þetta væri smjörklípa. Hún ræddi þetta mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði orðið „smjörklípu“ útskýra vel ákveðna tækni í stjórnmálum. Það mætti rekja til ömmu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hefði ekki nennt að hlusta á köttinn mjálma eftir mat. Þakkaði Elliða fyrir að búa til þennan tjáningarglugga „Þá setti hún smá smjör í feldinn og hann fór að sleikja feldinn og gleymdi því algjörlega að hann væri svangur. Þá þarf ég að spyrja mig núna „Nenni ég hérna að sleikja á mér feldinn og tala um það að ég sé alls ekki eins og Trump?““ Hvað ef það er eitthvað fólk þarna úti sem hefur ekki forsendur til að meta það og sjá í gegnum þessa lygi? Þá fer ég að hugsa „Já, það þarf að svara þessu,““ sagði Katrín. Hún sagðist þakka Elliða fyrir að búa til þennan tjáningarglugga fyrir hana til þess að tala um stjórnarskrána og lýðræðið þar sem henni þætti mjög gaman að tala um stjórnarskrárbaráttuna. Þá sagði hún að ef hún ætti að svara Elliða í einni setningu þá væri það með eftirfarandi hætti: „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur.“ Katrín listaði síðan upp nokkrar spurningar sem hún svaraði, meðal annars hvort framið hefði verið valdarán á Íslandi árið 2008. Svarið við því væri nei og vísaði hún í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir níumenningunum svokölluðu sem sýknaði þá fyrir árás á Alþingi. Hún spurði einnig hvort framið hefði verið valdarán á Íslandi árið 2012 þegar það fram fór þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá. „Öll barátta stjórnarskrársinna er friðsöm“ „Að vissu leyti er hægt að segja já við því, því eftir lögmæta þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána lögðust Sjálfstæðismenn í málþóf til að stöðva það að málið kæmist til atkvæðagreiðslu í þinginu og allar götur síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn því að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar nái fram að ganga í þessu risavaxna máli. Samt er þjóðin stjórnarskrárgjafinn. Ef að Elliða þykir svona vænt um leikreglur lýðræðisins þá ætti hann í raun að spegla sig í þessari staðreynd á hverjum einasta morgni á meðan hann rakar sig,“ sagði Katrín. Þá væri svarið við þeirri spurningu hvort hægt væri að tengja baráttuaðferðir Stjórnarskrárfélagsins við aðferðir Trump einfalt nei. „Svarið við þeirri spurningu er mjög einfalt nei. Hvorki Nýja stjórnarskráin né Stjórnarskrárfélagið voru til árið 2008 þegar ég lét þessi orð falla. Ég krafðist fyrst og fremst kosninga. Það hentar hins vegar ekki fólki sem viðhefur þennan málflutning að taka það fram. Það er ákveðið „fake news“ sem blikkar þegar verið er að stilla þessu svona upp hlið við hlið vegna þess að öll barátta stjórnarskrársinna er friðsöm og hvorki Elliði né nokkur annar á nokkur dæmi um annað,“ sagði Katrín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Stjórnarskrá Bítið Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent