Farið í yfir 60 verkefni í aftakaveðri á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2021 18:33 Björgunarsveitarmenn að störfum á Djúpavogi. Landsbjörg Nær allar björgunarsveitir á svæðinu milli Þórshafnar og Djúpavogs hafa verið kallaðar út á einhverjum tímapunkti í dag vegna óveðurs. Voru verkefnin orðin ríflega 60 talsins á Austurlandi um klukkan 16 í dag. Aftakaveður hefur verið í landshlutanum og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar bárust fyrstu útköll á svæðinu um klukkan 8 í morgun á Neskaupsstað og var þó nokkuð mikið af verkefnum á borði björgunarsveitarinnar þar fyrir hádegi. Í kringum hádegi fjölgaði svo verulega útköllum hjá björgunarsveitum á Austurlandi og höfðu nánast allar sveitirnar svæðinu verið kallaðar út til að sinna verkefnum. Búist er við því að veðrið taki að lægja á Austurlandi eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður. Klukkan 15 lokaði lögreglan vestanverðum Neskaupsstað fyrir umferð vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Einhver verkefni þurft að bíða „Flest útköll hafa borist á Seyðisfirði, Norðfirði og Djúpavogi, mikið er um fok á þakplötum og nokkuð um rúður sem hafa brotnað í bílum og íbúðarhúsum. Björgunarsveitarfólk hefur víða farið í eftirlitsferðir um bæi og sinn fjölda verkefna vegna foks á lausamunum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Á Seyðisfirði var björgunarsveitarfólk kallað út klukkan 10 í morgun vegna rúðu sem brotnað hafði í veðurofsanum. Í framhaldi fóru að berast tilkynningar um fok á braki, lausamunum og stórum hlutum í bænum. Eftir hádegi fjölgaði verkefnum mikið. Björgunarsveitarfólk hefur náð að sinna flestum verkefnum en einhver verkefni hafa þurft að bíða þar sem fyllsta öryggis er gætt enda mikið um brak á svæðinu, er segir í tilkynningu. Staðan á Djúpavogi fyrr í dag. Landsbjörg Fór að hægjast um klukkan 14 Á Neskaupstað í Norðfirði hafði björgunarsveitarfólk sinnt yfir 20 útköllum á fjórða tímanum í dag frá klukkan 07:56 í morgun. Þar hefur verið mikið um fok á lausamunum og gluggar og tré hafa brotnað. Það tók að hægast um hjá björgunarsveitinni um klukkan 14 í dag en eftir að Norðfjarðarvegi var lokað fóru að berast fleiri tilkynningar til björgunarsveitar um fok og báta sem voru að losna frá bryggju. Á Djúpavogi hefur björgunarsveitin verið að störfum síðan 11 í morgun þegar fyrsta útkallið barst vegna foks á lausamunum. Óvenju mikill vindur hefur verið í bænum og hafa margar tilkynningar borist um fok á lausamunum um allan bæinn, að sögn Landsbjargar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55 Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05 Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar bárust fyrstu útköll á svæðinu um klukkan 8 í morgun á Neskaupsstað og var þó nokkuð mikið af verkefnum á borði björgunarsveitarinnar þar fyrir hádegi. Í kringum hádegi fjölgaði svo verulega útköllum hjá björgunarsveitum á Austurlandi og höfðu nánast allar sveitirnar svæðinu verið kallaðar út til að sinna verkefnum. Búist er við því að veðrið taki að lægja á Austurlandi eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður. Klukkan 15 lokaði lögreglan vestanverðum Neskaupsstað fyrir umferð vegna hættu á fjúkandi þakplötum. Einhver verkefni þurft að bíða „Flest útköll hafa borist á Seyðisfirði, Norðfirði og Djúpavogi, mikið er um fok á þakplötum og nokkuð um rúður sem hafa brotnað í bílum og íbúðarhúsum. Björgunarsveitarfólk hefur víða farið í eftirlitsferðir um bæi og sinn fjölda verkefna vegna foks á lausamunum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Á Seyðisfirði var björgunarsveitarfólk kallað út klukkan 10 í morgun vegna rúðu sem brotnað hafði í veðurofsanum. Í framhaldi fóru að berast tilkynningar um fok á braki, lausamunum og stórum hlutum í bænum. Eftir hádegi fjölgaði verkefnum mikið. Björgunarsveitarfólk hefur náð að sinna flestum verkefnum en einhver verkefni hafa þurft að bíða þar sem fyllsta öryggis er gætt enda mikið um brak á svæðinu, er segir í tilkynningu. Staðan á Djúpavogi fyrr í dag. Landsbjörg Fór að hægjast um klukkan 14 Á Neskaupstað í Norðfirði hafði björgunarsveitarfólk sinnt yfir 20 útköllum á fjórða tímanum í dag frá klukkan 07:56 í morgun. Þar hefur verið mikið um fok á lausamunum og gluggar og tré hafa brotnað. Það tók að hægast um hjá björgunarsveitinni um klukkan 14 í dag en eftir að Norðfjarðarvegi var lokað fóru að berast fleiri tilkynningar til björgunarsveitar um fok og báta sem voru að losna frá bryggju. Á Djúpavogi hefur björgunarsveitin verið að störfum síðan 11 í morgun þegar fyrsta útkallið barst vegna foks á lausamunum. Óvenju mikill vindur hefur verið í bænum og hafa margar tilkynningar borist um fok á lausamunum um allan bæinn, að sögn Landsbjargar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55 Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05 Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. 9. janúar 2021 12:55
Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. 9. janúar 2021 10:05
Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. 8. janúar 2021 13:57