Skutu flugeldum á endurnar á Tjörninni Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2021 13:59 Ungir menn hafa gert sér það að leik að undanförnu að skjóta flugeldum og kínverjum að fuglunum sem hafa fundið sér athvarf á Tjörninni í miðborg Reykjavíkur. vísir/hanna Íbúum við Tjörnina er brugðið en ungir menn hafa sést þar við þann ljóta leik að kveikja á flugeldum og kínverjum og beina að fuglalífi sem þar er. Vísir ræddi við einn þeirra sem býr í grennd við Tjörnina sem segir að þetta hafi hent nokkrum sinnum að undanförnu. Í gærkvöldi hafi þrír menn undir tvítugu komið á fínum Lexus-bíl, ekið á móti umferð, stokkið út og leikið þennan leik. Viðmælandi Vísis segist hafa tilkynnt þetta til lögreglu en ekki er um málið getið í dagbók hennar nú í morgun. Íbúinn segir afar sorglegt að horfa uppá þetta sem megi heita nöturleg tómstundariðja og megi jafnvel flokka sem einskonar dýraníð. Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir hafi með athæfi sínu náð að meiða fuglana, sem oftast eru kallaðir endurnar á Tjörninni, þó þar finnist fleiri tegundir svo sem svanir og gæsir, en ljóst er að mikil styggð hefur við þennan hávaða og eldglæringar komist í fuglahópinn sem á sér einskis ills von. Að sögn lögreglunnar barst tilkynning um atvik af þessu tagi klukkan rúmlega eitt í nótt. Þegar lögreglu bar að var engin ummerki að sjá og hinir meintu dýraplagar á bak og burt. Í samtali við Vísi segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu nokkuð um tilkynningar þessa efnis; að menn séu að fara gáleysislega með eldfæri en í dag er Þrettándinn og við búið að hrollur sé í skotglöðum. Dýr Flugeldar Lögreglumál Reykjavík Fuglar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Vísir ræddi við einn þeirra sem býr í grennd við Tjörnina sem segir að þetta hafi hent nokkrum sinnum að undanförnu. Í gærkvöldi hafi þrír menn undir tvítugu komið á fínum Lexus-bíl, ekið á móti umferð, stokkið út og leikið þennan leik. Viðmælandi Vísis segist hafa tilkynnt þetta til lögreglu en ekki er um málið getið í dagbók hennar nú í morgun. Íbúinn segir afar sorglegt að horfa uppá þetta sem megi heita nöturleg tómstundariðja og megi jafnvel flokka sem einskonar dýraníð. Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir hafi með athæfi sínu náð að meiða fuglana, sem oftast eru kallaðir endurnar á Tjörninni, þó þar finnist fleiri tegundir svo sem svanir og gæsir, en ljóst er að mikil styggð hefur við þennan hávaða og eldglæringar komist í fuglahópinn sem á sér einskis ills von. Að sögn lögreglunnar barst tilkynning um atvik af þessu tagi klukkan rúmlega eitt í nótt. Þegar lögreglu bar að var engin ummerki að sjá og hinir meintu dýraplagar á bak og burt. Í samtali við Vísi segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu nokkuð um tilkynningar þessa efnis; að menn séu að fara gáleysislega með eldfæri en í dag er Þrettándinn og við búið að hrollur sé í skotglöðum.
Dýr Flugeldar Lögreglumál Reykjavík Fuglar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35
Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58