Afar mjótt á munum í aukakosningunum í Georgíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 03:04 Kosið í Dunbar-hverfismiðstöðinni í Atlanta. epa/Tannen Maury Afar mjótt er á munum milli frambjóðenda Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í aukakosningunum sem fram fóru í Georgíu í dag. Í húfi eru tvö þingsæti í öldungadeild Bandaríska þingsins. Úrslit aukakosningana munu ráða því hvor flokkurinn fer með meirihluta í efri deildinni og þar með hversu erfitt eða auðvelt nýr forseti mun eiga með að koma stefnumálum sínum í gegn. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru demókratarnir, Raphael Warnock og Jon Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku repúblikanarnir, Kelly Loeffler og David Perdue, forskotið. Þegar þetta er skrifað hafa um 80 prósent atkvæða verið talin og er staðan sú að Perdue hefur um 50 þúsund atkvæða forystu á Ossoff og Loeffler um 28 þúsund atkvæða forystu á Warnock. Mikið vantraust meðal repúblikana Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þrír fjórðu kjósenda frambjóðenda Repúblikanaflokksins sögðust ekki treysta kosningaferlinu. Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump meðal annars úr því skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna söguð hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Kosningarnar gengu almennt vel fyrir sig og var biðtíminn eftir að kjósa hvergi lengri en 20 mínútur. Útgönguspár gáfu til kynna að demókrötunum hefði gengið betur meðal minnihlutahópa heldur en í kosningunum í nóvember. Uppfært kl. 03.23: Perdue og Loeffler hafa enn naumt forskot á andstæðinga sína þegar um 600 þúsund atkvæði eru ótalin. Samkvæmt New York Times eru flest atkvæðanna hins vegar í þéttbýlinu í kringum Atlanta og því spáir miðillinn því eins og stendur að Ossoff og Warnock muni hafa betur. Ef úrslit ráðast með 0,5 prósent mun eða minna, er hægt að fara fram á endurtalningu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Úrslit aukakosningana munu ráða því hvor flokkurinn fer með meirihluta í efri deildinni og þar með hversu erfitt eða auðvelt nýr forseti mun eiga með að koma stefnumálum sínum í gegn. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru demókratarnir, Raphael Warnock og Jon Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku repúblikanarnir, Kelly Loeffler og David Perdue, forskotið. Þegar þetta er skrifað hafa um 80 prósent atkvæða verið talin og er staðan sú að Perdue hefur um 50 þúsund atkvæða forystu á Ossoff og Loeffler um 28 þúsund atkvæða forystu á Warnock. Mikið vantraust meðal repúblikana Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þrír fjórðu kjósenda frambjóðenda Repúblikanaflokksins sögðust ekki treysta kosningaferlinu. Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump meðal annars úr því skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna söguð hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Kosningarnar gengu almennt vel fyrir sig og var biðtíminn eftir að kjósa hvergi lengri en 20 mínútur. Útgönguspár gáfu til kynna að demókrötunum hefði gengið betur meðal minnihlutahópa heldur en í kosningunum í nóvember. Uppfært kl. 03.23: Perdue og Loeffler hafa enn naumt forskot á andstæðinga sína þegar um 600 þúsund atkvæði eru ótalin. Samkvæmt New York Times eru flest atkvæðanna hins vegar í þéttbýlinu í kringum Atlanta og því spáir miðillinn því eins og stendur að Ossoff og Warnock muni hafa betur. Ef úrslit ráðast með 0,5 prósent mun eða minna, er hægt að fara fram á endurtalningu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira