Nýtt upphaf - froðusnakk eða alvöru stöff? Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 4. janúar 2021 15:00 Áður en heimsfaraldur skall á heimsbyggðina var ljóst að hefðbundnar hugmyndir okkar um verðmætasköpun hefðu ekki skilað okkur sjálfbærum samfélögum og stabílum framtíðarhorfum. Við höfum reynt á þolmörk jarðar og dregið úr getu náttúrunnar til að endurnýja sig, orsakað hamfarahlýnun, aukið ójöfnuð og stuðlað að misskiptingu auðs. Að auki hefur skammsýni í viðskiptum og skortur á þverfaglegri þekkingarsköpun verið á kostnað langtímahugsunar og frjós ímyndarafls sem stuðlar að sjálfbærni. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Í grein í byrjun árs 2020 vísaði ég í stofnanda og formann Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) þar sem hann sagði að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á síðastliðnum 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Þessi skilningur er grunnur sjálfbærs reksturs. Með öðrum orðum þá eiga rekstrarhagsmunir að ná til hagaðila í víðum skilningi, en ekki einungis hluthafa. Þar skiptir til að mynda máli starfsfólk í allri virðiskeðjunni, viðskiptavinir, nærsamfélag og umgengni um náttúruauðlindir. Tíminn er núna Samfara því að heimsfaraldurinn hefur sett alþjóðlegar og innlendar áskoranir á stera, hefur ofangreindum áherslum vaxið ásmegin, enda engin vanþörf á. Árið 2020 kom mörgum okkar í skilning um að við þurfum að endurræsa kerfin okkar til að skapa bjarta framtíð. Okkur má vera ljóst að ef við gerum ekki róttækar breytingar er framtíðin ekki björt. Og rétti tíminn fyrir breytingar er núna. Nýtt upphaf Endurræsingin hefur hlotið yfirskriftina Nýtt upphaf, eða The Great Reset á ensku. Þetta sjáum við í áherslum á sjálfbæra uppbyggingu eftir COVID-19 hjá Evrópusambandinu, Norðurlandaþjóðunum, forstjórum leiðandi fyrirtækja víða um heim og hópi alþjóðlegra fjárfesta. Þá hafa leiðtogar ríkja kallað eftir því að fjárfestar taki af skarið og leggi áherslur á sjálfbærar fjárfestingar. Á Íslandi tók ríkisstjórnin og aðilar sem fara fyrir yfir 80% af eignum á fjármálamarkaði höndum saman og lýstu yfir ásetningi um sjálfbærar fjárfestingar. Ávöxtun til lengri tíma er betur tryggð með sjálfbærum fjárfestingum. Viljum við sjálfbæran eða ósjálfbæran rekstur? ,,Rekstur ríkisins er ósjálfbær," skrifaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í nýlegri grein í Kjarnanum. ,,… til þess að við náum aftur fyrri styrk þarf tvennt að gerast: Atvinnulífið þarf að fá tækifæri til að skapa meiri verðmæti og í öðru lagi þurfum við að hugsa verkefni ríkisins upp á nýtt." ,,Nýtt upphaf" felur í sér að þetta tvennt hafi sjálfbærni, - jafnvægi milli efnahags, samfélags og náttúru, að grunnforsendu. Að hafa styrk og þor Árið 2020 kenndi okkur að við getum breytt hratt. Áður en COVID-19 kom til sögunnar hafði átt sér stað mikilvæg vinna við að leggja drög að því hvernig framtíð við viljum á Íslandi, t.d. í ljósi fjórðu iðnbyltingarinnar og samfélagslegar áskoranir. Áhersla á nýsköpun og samfélagslegar áskoranir má t.d. sjá í Vísinda- og tæknistefnu Íslands fyrir árin 2020-2022. Í færslu sinni á facebook í upphafi árs komst Jenny Ruth Hrafnsdóttir, ein af stofnendum fjárfestingasjóðsins Crowberry Capital, vel að orði: ,,Nú þegar 2020 hefur fært okkur 2021 er ekki seinna vænna að ræða hvort við ætlum að byggja framtíðarsamfélagið upp með jafn mikilli vissu og öryggi og brugðist var við í faraldrinum. (...) Þegar 2021 gefur okkur frelsi til athafna, þá er mikilvægt ađ hafa styrk og þor til ađ taka nýjar, djarfar og framúrstefnulegar ákvarðanir. Skiljum við í raun hvert verkefnið er? Víðtæk áhrif COVID-19 hafa hrikt í grunnstoðum og í grundvallaratriðum breytt því hvernig við tökum ákvarðanir. ,,Við stöndum á tímamótum, og leiðtogar reyna að finna jafnvægi á milli aðkallandi verkefna annars vegar og óvissu til lengri tíma litið hins vegar," segir á heimasíðu Alþjóðaefnahagsráðsins sem er tileinkuð Nýju upphafi (e. The Great Reset). Um þessi áramót merkjum við mikilvægan slagkraft. Að nú sé rétti tíminn til að gera róttækar breytingar og móta atvinnulíf, samfélagssáttmála og efla tækifæri komandi kynslóða. Stóra spurningin er, skiljum við í raun hvert verkefnið er? Höfum við ímyndunarafl til að setja okkur fyrir sjónir hvert þessi sýn getur leitt okkur? Hvert er þitt hlutverk? Hvað þurfum við að varast á leiðinni? Eigum við okkur yfir höfuð sýn um sjálfbæra framtíð? Hvort er þessi ásetningur um ,,Nýtt upphaf" eintómt froðusnakk eða alvöru stöff? Janúarráðstefna Festu Á Janúarráðstefnu Festu, sem verður send út á helstu vefmiðlum landsins fimmtudaginn 28. janúar nk., milli kl. 9-12, verður fjallað um þetta ,,Nýja upphaf" í íslensku samhengi. Á tíu ára afmælisári Festu lítum við í baksýnisspegilinn, áratug aftur í tímann. Við ætlum líka að horfa áratug fram á við. Hvaða tæki, tól og hugmyndir þurfum við að hafa í farteskinu til þess að taka á móti nýjum, krefjandi og spennandi tímum? Við fáum til okkar einvalalið úr íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi til þess að ræða hið Nýja upphafi. Ráðstefnan er ykkur öllum opin. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Áður en heimsfaraldur skall á heimsbyggðina var ljóst að hefðbundnar hugmyndir okkar um verðmætasköpun hefðu ekki skilað okkur sjálfbærum samfélögum og stabílum framtíðarhorfum. Við höfum reynt á þolmörk jarðar og dregið úr getu náttúrunnar til að endurnýja sig, orsakað hamfarahlýnun, aukið ójöfnuð og stuðlað að misskiptingu auðs. Að auki hefur skammsýni í viðskiptum og skortur á þverfaglegri þekkingarsköpun verið á kostnað langtímahugsunar og frjós ímyndarafls sem stuðlar að sjálfbærni. Hlutverk fyrirtækja hefur breyst Í grein í byrjun árs 2020 vísaði ég í stofnanda og formann Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) þar sem hann sagði að “leiðandi aðilar bæði í einka- og opinberum geira þurfa að gera sér grein fyrir því að hlutverk fyrirtækja hefur breyst á síðastliðnum 50 árum. Árið 1970, þegar nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman talaði fyrir því að hagsmunir hluthafa ættu að tróna efst, þá annað hvort gerðu fyrirtæki sér ekki grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum, eða voru of lítil til að hafa áhrif á félagslegt og efnahagslegt jafnvægi.” Þessi skilningur er grunnur sjálfbærs reksturs. Með öðrum orðum þá eiga rekstrarhagsmunir að ná til hagaðila í víðum skilningi, en ekki einungis hluthafa. Þar skiptir til að mynda máli starfsfólk í allri virðiskeðjunni, viðskiptavinir, nærsamfélag og umgengni um náttúruauðlindir. Tíminn er núna Samfara því að heimsfaraldurinn hefur sett alþjóðlegar og innlendar áskoranir á stera, hefur ofangreindum áherslum vaxið ásmegin, enda engin vanþörf á. Árið 2020 kom mörgum okkar í skilning um að við þurfum að endurræsa kerfin okkar til að skapa bjarta framtíð. Okkur má vera ljóst að ef við gerum ekki róttækar breytingar er framtíðin ekki björt. Og rétti tíminn fyrir breytingar er núna. Nýtt upphaf Endurræsingin hefur hlotið yfirskriftina Nýtt upphaf, eða The Great Reset á ensku. Þetta sjáum við í áherslum á sjálfbæra uppbyggingu eftir COVID-19 hjá Evrópusambandinu, Norðurlandaþjóðunum, forstjórum leiðandi fyrirtækja víða um heim og hópi alþjóðlegra fjárfesta. Þá hafa leiðtogar ríkja kallað eftir því að fjárfestar taki af skarið og leggi áherslur á sjálfbærar fjárfestingar. Á Íslandi tók ríkisstjórnin og aðilar sem fara fyrir yfir 80% af eignum á fjármálamarkaði höndum saman og lýstu yfir ásetningi um sjálfbærar fjárfestingar. Ávöxtun til lengri tíma er betur tryggð með sjálfbærum fjárfestingum. Viljum við sjálfbæran eða ósjálfbæran rekstur? ,,Rekstur ríkisins er ósjálfbær," skrifaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í nýlegri grein í Kjarnanum. ,,… til þess að við náum aftur fyrri styrk þarf tvennt að gerast: Atvinnulífið þarf að fá tækifæri til að skapa meiri verðmæti og í öðru lagi þurfum við að hugsa verkefni ríkisins upp á nýtt." ,,Nýtt upphaf" felur í sér að þetta tvennt hafi sjálfbærni, - jafnvægi milli efnahags, samfélags og náttúru, að grunnforsendu. Að hafa styrk og þor Árið 2020 kenndi okkur að við getum breytt hratt. Áður en COVID-19 kom til sögunnar hafði átt sér stað mikilvæg vinna við að leggja drög að því hvernig framtíð við viljum á Íslandi, t.d. í ljósi fjórðu iðnbyltingarinnar og samfélagslegar áskoranir. Áhersla á nýsköpun og samfélagslegar áskoranir má t.d. sjá í Vísinda- og tæknistefnu Íslands fyrir árin 2020-2022. Í færslu sinni á facebook í upphafi árs komst Jenny Ruth Hrafnsdóttir, ein af stofnendum fjárfestingasjóðsins Crowberry Capital, vel að orði: ,,Nú þegar 2020 hefur fært okkur 2021 er ekki seinna vænna að ræða hvort við ætlum að byggja framtíðarsamfélagið upp með jafn mikilli vissu og öryggi og brugðist var við í faraldrinum. (...) Þegar 2021 gefur okkur frelsi til athafna, þá er mikilvægt ađ hafa styrk og þor til ađ taka nýjar, djarfar og framúrstefnulegar ákvarðanir. Skiljum við í raun hvert verkefnið er? Víðtæk áhrif COVID-19 hafa hrikt í grunnstoðum og í grundvallaratriðum breytt því hvernig við tökum ákvarðanir. ,,Við stöndum á tímamótum, og leiðtogar reyna að finna jafnvægi á milli aðkallandi verkefna annars vegar og óvissu til lengri tíma litið hins vegar," segir á heimasíðu Alþjóðaefnahagsráðsins sem er tileinkuð Nýju upphafi (e. The Great Reset). Um þessi áramót merkjum við mikilvægan slagkraft. Að nú sé rétti tíminn til að gera róttækar breytingar og móta atvinnulíf, samfélagssáttmála og efla tækifæri komandi kynslóða. Stóra spurningin er, skiljum við í raun hvert verkefnið er? Höfum við ímyndunarafl til að setja okkur fyrir sjónir hvert þessi sýn getur leitt okkur? Hvert er þitt hlutverk? Hvað þurfum við að varast á leiðinni? Eigum við okkur yfir höfuð sýn um sjálfbæra framtíð? Hvort er þessi ásetningur um ,,Nýtt upphaf" eintómt froðusnakk eða alvöru stöff? Janúarráðstefna Festu Á Janúarráðstefnu Festu, sem verður send út á helstu vefmiðlum landsins fimmtudaginn 28. janúar nk., milli kl. 9-12, verður fjallað um þetta ,,Nýja upphaf" í íslensku samhengi. Á tíu ára afmælisári Festu lítum við í baksýnisspegilinn, áratug aftur í tímann. Við ætlum líka að horfa áratug fram á við. Hvaða tæki, tól og hugmyndir þurfum við að hafa í farteskinu til þess að taka á móti nýjum, krefjandi og spennandi tímum? Við fáum til okkar einvalalið úr íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi til þess að ræða hið Nýja upphafi. Ráðstefnan er ykkur öllum opin. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun