Reyndi að brjótast inn hjá Gilbert úrsmið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2021 18:04 Þjófurinn greip til myndarlegrar gangstéttahellu í von um að brjóta rúðuglerið hjá Gilbert úrsmið. Það gekk ekki betur en svo að sprungur mynduðust í glerinu. Vísir/Tumi Tilraun var gerð til að brjótast inn í verslun Gilberts úrsmiðs á Laugaveginum á mánudagsmorgunn. Þjófnum gekk ekki betur en svo að hann náði að brjóta rúðuna, sem er skotheld, að hluta áður en þjófavarnakerfið fór í gang og hrakti hann á brott. Gilbert Ó Guðjónsson, úrsmiður og eigandi verslunarinnar, segir í samtali við fréttastofunni að maðurinn hafi gert tvær tilraunir til að brjóta glerið. „Hann kom tvisvar. Þetta var hálf sjö að morgni. Það er voðalega skrítið að menn séu að reyna svona á þessum tíma dags. Það er komin hreyfing á borgina. Við horfðum á því í vídeói að hann tók sér einhverja pásu á meðan hjólreiðamaður fór þarna fram hjá og annan mann ganga fram hjá,“ segir Gilbert. Glerið er ansi sterkt, enda skothelt, og segir Gilbert að keyra þyrfti á glerið til þess að það brotnaði.Vísir/Tumi „Kerfið fór svo í gang þegar hann kom aftur. Í fyrra skiptið setti hann ekki einu sinni kerfið í gang, það var ekki meiri kraftur í honum en það að kerfið fór ekki í gang. Svo kom hann í seinna skiptið með ágætis gangstéttarhellu sem hann henti í rúðuna og þá kom stærra brot en ekki nóg. Þetta er skothelt gler og þolir ansi mikið,“ segir Gilbert. Málið er nú til skoðunar hjá lögreglunni en að sögn Gilberts þekkti lögreglufólkið manninn, en hann náðist á mynd í öryggismyndavélum búðarinnar. Þetta er annað skiptið á árinu sem tilraun hefur verið gerð til að brjótast inn í úrverslun Gilberts. Fyrst var það í september, en Gilbert segir að innbrotum í skartgripa- og úrverslanir á Laugavegi hafi fjölgað á liðnu ári, þau séu um fimmtán eða sextán talsins. Hann telur að rekja megi það til þess að minna líf sé í miðborginni og færri á ferli, sem gefi óprúttnum aðilum tækifæri til þess að athafna sig. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. 5. desember 2020 07:20 Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. 23. október 2020 10:52 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Gilbert Ó Guðjónsson, úrsmiður og eigandi verslunarinnar, segir í samtali við fréttastofunni að maðurinn hafi gert tvær tilraunir til að brjóta glerið. „Hann kom tvisvar. Þetta var hálf sjö að morgni. Það er voðalega skrítið að menn séu að reyna svona á þessum tíma dags. Það er komin hreyfing á borgina. Við horfðum á því í vídeói að hann tók sér einhverja pásu á meðan hjólreiðamaður fór þarna fram hjá og annan mann ganga fram hjá,“ segir Gilbert. Glerið er ansi sterkt, enda skothelt, og segir Gilbert að keyra þyrfti á glerið til þess að það brotnaði.Vísir/Tumi „Kerfið fór svo í gang þegar hann kom aftur. Í fyrra skiptið setti hann ekki einu sinni kerfið í gang, það var ekki meiri kraftur í honum en það að kerfið fór ekki í gang. Svo kom hann í seinna skiptið með ágætis gangstéttarhellu sem hann henti í rúðuna og þá kom stærra brot en ekki nóg. Þetta er skothelt gler og þolir ansi mikið,“ segir Gilbert. Málið er nú til skoðunar hjá lögreglunni en að sögn Gilberts þekkti lögreglufólkið manninn, en hann náðist á mynd í öryggismyndavélum búðarinnar. Þetta er annað skiptið á árinu sem tilraun hefur verið gerð til að brjótast inn í úrverslun Gilberts. Fyrst var það í september, en Gilbert segir að innbrotum í skartgripa- og úrverslanir á Laugavegi hafi fjölgað á liðnu ári, þau séu um fimmtán eða sextán talsins. Hann telur að rekja megi það til þess að minna líf sé í miðborginni og færri á ferli, sem gefi óprúttnum aðilum tækifæri til þess að athafna sig.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. 5. desember 2020 07:20 Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. 23. október 2020 10:52 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Tvær líkamsárásir og innbrot í skartgripaverslun Tvær líkamsárásir, innbrot í skartgripaverslun og tilkynningar um fimm heimilisofbeldismál voru á meðal þess sem kom til kasta lögreglu á erilsamri nótt. 5. desember 2020 07:20
Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu. 23. október 2020 10:52
Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði