„Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2020 10:39 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki. Mikilvægt sé að hafa hér flugfélag sem sé með höfuðstöðvar á Íslandi. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Hún kveðst ekki hafa útilokað þann möguleika að ríkið eignist hlut í Icelandair. Fyrir liggur að rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður um þessar mundir, líkt og rekstur flestra ef ekki allra annarra flugfélaga í heiminum, þar sem flugsamgöngur liggja að mestu niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Icelandair vinnur nú að því að tryggja félaginu allt að 29 milljarða í nýtt hlutafé og hefur ríkisstjórnin sagt að ríkið sé tilbúið að aðstoða félagið ef sú fjármögnun gengur upp með annað hvort láni eða ríkisábyrgð á láni. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars stöðu Icelandair við þáttastjórnendur. „Auðvitað er það mjög erfitt að reka flugfélag þegar mjög fáir eru að fljúga, eðli máls samkvæmt þá er það ekki öfundsverð staða að vera í. En það breytir því ekki að við vitum að það er ekki eilíft ástand. Það sem við höfum sagt, okkar markmið hlýtur að vera að tryggja flugsamgöngur, ekki síst því við erum eyja, okkar markmið er að hér sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti,“ sagði Katrín. Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki Aðspurð hvort henni fyndist að ríkið ætti að eiga hlut í félaginu kvaðst forsætisráðherra ekki útiloka þann möguleika. „En það sem við höfum ákveðið að gera er að Icelandair er sjálft búið að gera sínar áætlanir. Þarna eru stórir hluthafar, það eru lífeyrissjóðir, það erum við almenningur, og síðan þessi bandaríski sjóður, þetta eru stærstu hluthafarnir. Þau hafa ákveðið að fara í það verkefni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá vegferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðubúið að koma að með lánalínu eða einhvers konar ríkisábyrgð.“ Katrín sagði slíka aðstoð háða einhverjum tilteknum skilyrðum. Skoða þyrfti hver væri besta leiðin í þeim málum. Þá benti Katrín jafnframt á að þótt flugrekstur væri mjög áhættusamur rekstur þá væri hann um leið mjög mikilvægur. „Við höfum sagt að þetta sé kerfislega mikilvægt fyrirtæki, við erum ekki með lestarsamgöngur hér við önnur ríki eins og til dæmis öll Evrópuríki. Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag og ef á þarf að halda að ríkið stígi inn í það þá er það eitthvað sem ríkið á að gera. En þarna finnst mér að við eigum að láta skynsemina ráða för í þessum efnum,“ sagði Katrín en hlusta má á viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Fréttir af flugi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Hún kveðst ekki hafa útilokað þann möguleika að ríkið eignist hlut í Icelandair. Fyrir liggur að rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður um þessar mundir, líkt og rekstur flestra ef ekki allra annarra flugfélaga í heiminum, þar sem flugsamgöngur liggja að mestu niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Icelandair vinnur nú að því að tryggja félaginu allt að 29 milljarða í nýtt hlutafé og hefur ríkisstjórnin sagt að ríkið sé tilbúið að aðstoða félagið ef sú fjármögnun gengur upp með annað hvort láni eða ríkisábyrgð á láni. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars stöðu Icelandair við þáttastjórnendur. „Auðvitað er það mjög erfitt að reka flugfélag þegar mjög fáir eru að fljúga, eðli máls samkvæmt þá er það ekki öfundsverð staða að vera í. En það breytir því ekki að við vitum að það er ekki eilíft ástand. Það sem við höfum sagt, okkar markmið hlýtur að vera að tryggja flugsamgöngur, ekki síst því við erum eyja, okkar markmið er að hér sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti,“ sagði Katrín. Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki Aðspurð hvort henni fyndist að ríkið ætti að eiga hlut í félaginu kvaðst forsætisráðherra ekki útiloka þann möguleika. „En það sem við höfum ákveðið að gera er að Icelandair er sjálft búið að gera sínar áætlanir. Þarna eru stórir hluthafar, það eru lífeyrissjóðir, það erum við almenningur, og síðan þessi bandaríski sjóður, þetta eru stærstu hluthafarnir. Þau hafa ákveðið að fara í það verkefni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá vegferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðubúið að koma að með lánalínu eða einhvers konar ríkisábyrgð.“ Katrín sagði slíka aðstoð háða einhverjum tilteknum skilyrðum. Skoða þyrfti hver væri besta leiðin í þeim málum. Þá benti Katrín jafnframt á að þótt flugrekstur væri mjög áhættusamur rekstur þá væri hann um leið mjög mikilvægur. „Við höfum sagt að þetta sé kerfislega mikilvægt fyrirtæki, við erum ekki með lestarsamgöngur hér við önnur ríki eins og til dæmis öll Evrópuríki. Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag og ef á þarf að halda að ríkið stígi inn í það þá er það eitthvað sem ríkið á að gera. En þarna finnst mér að við eigum að láta skynsemina ráða för í þessum efnum,“ sagði Katrín en hlusta má á viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Fréttir af flugi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira