Telja ógerning að virða tveggja metra reglu á flugvöllum Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 19:00 Farþegar gætu þurft að gangast undir hitamælingu og ganga með grímu þegar slakað verður á takmörkunum á ferðalögum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/EPA Forstjóri Heathrow-flugvallar telur „líkamlega ómögulegt“ að virða reglur um félagsforðun á flugvöllum. Flugvellir þurfi að grípa til skimana og farþegar þurfi að ganga með grímur þegar flugsamgöngur færast aftur í aukana. Félagsforðun, þar sem fólki er ráðlagt að halda tveggja metra fjarlægð í næsta mann, er á meðal lykilaðgerða sem stjórnvöld um allan heim hafa skipað fyrir um til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Talsmenn verkalýðsfélags flugvallarstarfsmanna á Heathrow segja að gæta þurfi að félagsforðun á flugvellinum til að tryggja öryggi starfsfólks og farþegar. Þrír flugvallarstarfsmenn hafa þegar látið lífið vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það segir John Holland-Kaye, forstjóri flugvallarins, ómögulegt. „Félagsforðun virkar ekki á neinn hátt í almenningssamgöngum, hvað þá í flugi. Það er bara líkamlega ómögulegt að halda félagsforðun á milli nokkurs fjölda farþega á flugvelli,“ segir hann. Þegar farþegaflug getur hafist aftur verði helsta vandamálið ekki hversu margir farþegar komast fyrir í flugvél heldur hversu mörgum sé hægt að koma í gegnum flugvellina á öruggan hátt. Þar til bóluefni kemur til sögunnar verði flugvellir að grípa til aðgerða til að takmarka hættu á smiti. „Þar á meðal gæti verið einhvers konar heilbrigðisskimun þegar fólk kemur á flugvöllinn þannig að ef þú ert með háan hita færðu kannski ekki að fljúga. Þegar þú ferð um flugvöllinn verður fólk líklega með andlitsmaska eins og fólk frá Asíu hefur gert frá því að Sars-veiran blossaði upp,“ segir Holland-Kaye. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira
Forstjóri Heathrow-flugvallar telur „líkamlega ómögulegt“ að virða reglur um félagsforðun á flugvöllum. Flugvellir þurfi að grípa til skimana og farþegar þurfi að ganga með grímur þegar flugsamgöngur færast aftur í aukana. Félagsforðun, þar sem fólki er ráðlagt að halda tveggja metra fjarlægð í næsta mann, er á meðal lykilaðgerða sem stjórnvöld um allan heim hafa skipað fyrir um til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Talsmenn verkalýðsfélags flugvallarstarfsmanna á Heathrow segja að gæta þurfi að félagsforðun á flugvellinum til að tryggja öryggi starfsfólks og farþegar. Þrír flugvallarstarfsmenn hafa þegar látið lífið vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það segir John Holland-Kaye, forstjóri flugvallarins, ómögulegt. „Félagsforðun virkar ekki á neinn hátt í almenningssamgöngum, hvað þá í flugi. Það er bara líkamlega ómögulegt að halda félagsforðun á milli nokkurs fjölda farþega á flugvelli,“ segir hann. Þegar farþegaflug getur hafist aftur verði helsta vandamálið ekki hversu margir farþegar komast fyrir í flugvél heldur hversu mörgum sé hægt að koma í gegnum flugvellina á öruggan hátt. Þar til bóluefni kemur til sögunnar verði flugvellir að grípa til aðgerða til að takmarka hættu á smiti. „Þar á meðal gæti verið einhvers konar heilbrigðisskimun þegar fólk kemur á flugvöllinn þannig að ef þú ert með háan hita færðu kannski ekki að fljúga. Þegar þú ferð um flugvöllinn verður fólk líklega með andlitsmaska eins og fólk frá Asíu hefur gert frá því að Sars-veiran blossaði upp,“ segir Holland-Kaye.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Sjá meira