Ekki ýkja mörg hótelherbergi til skiptanna á landsbyggðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:00 Hér sést hótelið Hótel Framtíð sem er á Djúpavogi á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Ef það verði einhver verulegur áhugi hjá þjóðinni að ferðast innanlands geti herbergin verið fljót að fyllast. Rætt var við Jón Bjarka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en hann hefur lagst yfir hótelmarkaðinn hér á landi og tölfræði tengda honum. „Það sem kemur í ljós í tölunum er að Íslendingar voru þó tíundi hver hótelgestur í fyrra og það er misskipt eftir landsvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall bara sjö prósent en úti á landi er þetta töluvert,“ sagði Jón Bjarki. Vegna kórónuveirufaraldursins má gera ráð fyrir því að fáir, ef einhverjir, erlendir ferðamenn komi hingað í sumar en að sama skapi munu Íslendingar lítið sem ekkert fara til útlanda í frí. Spurningin er hvort fólk ferðist meira innanlands en verið hefur og hvort að Íslendingar muni þá gista meira á hótelum. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur Hrafnkell „Nú ferðumst við auðvitað öðruvísi innanlands og það verður að taka tillit til þess en með góðum vilja og þessu átaki sem á að ráðast í í sumar þá er nú samt hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu í gistingunni. Þannig að ég var að gefa mér að þetta gæti orðið jafnvel eitthvað á annað hundrað þúsund gistinætur sem bættust við hérna innanlands og Íslendingar væru þá að gista á innlendum hótelum í sumar, þetta 200 upp í 280 þúsund gistinætur,“ sagði Jón Bjarki. Í fyrra voru gistinætur yfir sumartímann 1,4 milljónir og gistinætur Íslendinga, verði þær allt að 280 þúsund, fylla það skarð ekki nema að litlum hluta. „Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta dreifist svo mismunandi á milli landshluta. Hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum búa 70 prósent landsmanna og væntanlega eru þeir ekkert svakalega spenntir að fara nánast í eigin bakgarð þegar þeir fá loksins frí og vilja breyta til. Þá erum við einmitt komin að þessu að víða úti á landi, til dæmis á Austurlandi, þar eru bara fjögur prósent hótelherbergja landsins og íbúar fjögur prósent landsmanna þannig að allur þorri landsmanna getur örugglega alveg hugsað sér að breyta til og fara austur, eða að minnsta kosti hafa það á radarnum, og þar eru ekkert svakalega mörg herbergi til skiptanna. Þetta er líka staðan í minni mæli á Norðurlandi og í rauninni að hluta til á Suðurlandi og Vesturlandi líka,“ sagði Jón Bjarki. Verði ferðavilji landsmanna því mikill til að ferðast um landið gæti það hreinlega gert gæfumuninn fyrir landsbyggðina. Yfir helmingur hótelherbergja sé á suðvesturhorninu, um 20 prósent á Suðurlandi og töluvert af því sem eftir stendur á Akureyri og í nágrenni. Það séu því ekki ýkja mörg hótelpláss til að mynda á Norðvesturlandi og Austurlandi. Hlusta má á viðtalið við Jón Bjarka í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15 Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12 Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Ef það verði einhver verulegur áhugi hjá þjóðinni að ferðast innanlands geti herbergin verið fljót að fyllast. Rætt var við Jón Bjarka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en hann hefur lagst yfir hótelmarkaðinn hér á landi og tölfræði tengda honum. „Það sem kemur í ljós í tölunum er að Íslendingar voru þó tíundi hver hótelgestur í fyrra og það er misskipt eftir landsvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall bara sjö prósent en úti á landi er þetta töluvert,“ sagði Jón Bjarki. Vegna kórónuveirufaraldursins má gera ráð fyrir því að fáir, ef einhverjir, erlendir ferðamenn komi hingað í sumar en að sama skapi munu Íslendingar lítið sem ekkert fara til útlanda í frí. Spurningin er hvort fólk ferðist meira innanlands en verið hefur og hvort að Íslendingar muni þá gista meira á hótelum. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur Hrafnkell „Nú ferðumst við auðvitað öðruvísi innanlands og það verður að taka tillit til þess en með góðum vilja og þessu átaki sem á að ráðast í í sumar þá er nú samt hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu í gistingunni. Þannig að ég var að gefa mér að þetta gæti orðið jafnvel eitthvað á annað hundrað þúsund gistinætur sem bættust við hérna innanlands og Íslendingar væru þá að gista á innlendum hótelum í sumar, þetta 200 upp í 280 þúsund gistinætur,“ sagði Jón Bjarki. Í fyrra voru gistinætur yfir sumartímann 1,4 milljónir og gistinætur Íslendinga, verði þær allt að 280 þúsund, fylla það skarð ekki nema að litlum hluta. „Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta dreifist svo mismunandi á milli landshluta. Hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum búa 70 prósent landsmanna og væntanlega eru þeir ekkert svakalega spenntir að fara nánast í eigin bakgarð þegar þeir fá loksins frí og vilja breyta til. Þá erum við einmitt komin að þessu að víða úti á landi, til dæmis á Austurlandi, þar eru bara fjögur prósent hótelherbergja landsins og íbúar fjögur prósent landsmanna þannig að allur þorri landsmanna getur örugglega alveg hugsað sér að breyta til og fara austur, eða að minnsta kosti hafa það á radarnum, og þar eru ekkert svakalega mörg herbergi til skiptanna. Þetta er líka staðan í minni mæli á Norðurlandi og í rauninni að hluta til á Suðurlandi og Vesturlandi líka,“ sagði Jón Bjarki. Verði ferðavilji landsmanna því mikill til að ferðast um landið gæti það hreinlega gert gæfumuninn fyrir landsbyggðina. Yfir helmingur hótelherbergja sé á suðvesturhorninu, um 20 prósent á Suðurlandi og töluvert af því sem eftir stendur á Akureyri og í nágrenni. Það séu því ekki ýkja mörg hótelpláss til að mynda á Norðvesturlandi og Austurlandi. Hlusta má á viðtalið við Jón Bjarka í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15 Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12 Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Sjá meira
Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15
Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12