Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu Andri Eysteinsson skrifar 29. apríl 2020 21:29 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar -stéttarfélags. Vísir/Vilhelm „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Fjórum skólum í Kópavogsbæ verður lokað 6. maí náist samningar ekki. Allt ræstingafólk skólanna eru félagsmenn Eflingar. Stúlka í níunda bekk í Kársnesskóla vakti athygli umboðsmanns barna á stöðu barna í Kópavogi vegna aðgerðanna og vísaði þar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sólveig svaraði bréfi umboðsmanns í dag og segir umboðsmann stilla upp rétti barna til að láta skoðanir sínar í ljós gegn lögvörðum rétti félagsmanna Eflingar til þess að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að sjá málið með þessum augum. Þarna er verið að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“ skrifar Sólveig Anna í pistli á Facebook-síðu sinni. Hér má nálgast bréfið sem umboðsmaður barna sendi Eflingu í gær. Sólveig segir ítrekað hafa reynt að funda með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, en það hafi ekki borið árangur. Þá hafi Efling verið heiðarleg og væri ljóst að verkfallsaðgerðir myndu hefjast að nýju um leið og samkomubanni yrði aflétt eða það mildað. Þó hafi Kópavogsbær ekki viljað funda með Eflingu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir „Mér finnst miður að umboðsmaður barna hafi reynt að hafa áhrif á baráttu þessa hóps, sem hefur ekki átt sér neina málsvara. Sem hefur verið jaðarsettur og í raun því sem næst ósýnilegur. Sem þarf að þola laun sem ekki er hægt að lifa af, og líka skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega sökum álags og erfiðleika þeirra sem fylgja endalausum fjárhagsáhyggjum,“ skrifar Sólveig. Í bréfi sínu til umboðsmanns barna skrifar Sólveig: „Ég tel að þú sýnir félagsmönnum mínum lítilsvirðingu og ég tel jafnframt í hæsta máta ósmekklegt hvernig þú spilar fram börnum til að grafa undan lögvarinni réttindabaráttu verkafólks.“ Sólveig segist í svari sínu svara erindi umboðsmanns á þann veg að hún mótmæli því að baráttu láglaunakvenna fyrir sæmandi sé stillt upp á móti hagsmunum barna og biðst hún undan frekari afskiptum af baráttu Eflingarfólks. Kópavogur Kjaramál Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Fjórum skólum í Kópavogsbæ verður lokað 6. maí náist samningar ekki. Allt ræstingafólk skólanna eru félagsmenn Eflingar. Stúlka í níunda bekk í Kársnesskóla vakti athygli umboðsmanns barna á stöðu barna í Kópavogi vegna aðgerðanna og vísaði þar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sólveig svaraði bréfi umboðsmanns í dag og segir umboðsmann stilla upp rétti barna til að láta skoðanir sínar í ljós gegn lögvörðum rétti félagsmanna Eflingar til þess að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að sjá málið með þessum augum. Þarna er verið að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“ skrifar Sólveig Anna í pistli á Facebook-síðu sinni. Hér má nálgast bréfið sem umboðsmaður barna sendi Eflingu í gær. Sólveig segir ítrekað hafa reynt að funda með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, en það hafi ekki borið árangur. Þá hafi Efling verið heiðarleg og væri ljóst að verkfallsaðgerðir myndu hefjast að nýju um leið og samkomubanni yrði aflétt eða það mildað. Þó hafi Kópavogsbær ekki viljað funda með Eflingu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir „Mér finnst miður að umboðsmaður barna hafi reynt að hafa áhrif á baráttu þessa hóps, sem hefur ekki átt sér neina málsvara. Sem hefur verið jaðarsettur og í raun því sem næst ósýnilegur. Sem þarf að þola laun sem ekki er hægt að lifa af, og líka skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega sökum álags og erfiðleika þeirra sem fylgja endalausum fjárhagsáhyggjum,“ skrifar Sólveig. Í bréfi sínu til umboðsmanns barna skrifar Sólveig: „Ég tel að þú sýnir félagsmönnum mínum lítilsvirðingu og ég tel jafnframt í hæsta máta ósmekklegt hvernig þú spilar fram börnum til að grafa undan lögvarinni réttindabaráttu verkafólks.“ Sólveig segist í svari sínu svara erindi umboðsmanns á þann veg að hún mótmæli því að baráttu láglaunakvenna fyrir sæmandi sé stillt upp á móti hagsmunum barna og biðst hún undan frekari afskiptum af baráttu Eflingarfólks.
Kópavogur Kjaramál Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira