Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:00 Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn vinna nú með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar hafa sagt að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Greinendur sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru á sama máli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair.Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins segir það gríðarlega mikilvægt. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Ríkið ætti núna að lýsa yfir að það ætli að styðja félagið með myndarlegum hætti án skilyrða því hagsmunir sem eru í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf eru einfaldlega það miklir,“ segir Jón Þór. Stjórnvöld lýstu í gær yfir að þau muni greiða uppsagnarfrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Það á við um Icelandair. Jón Þór segir þetta ekki nægan stuðning fyrir félagið. „Þetta er tímabundið úrræði fyrir Icelandair og starfsmenn og ef menn missa niður þessa innviði er erfiðara að snúa til baka,“ segir hann. Icelandair sagði upp tvöþúsund manns í gær og hafa 96% flugmanna þar misst vinnuna. „Þetta eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður og það er mín skoðun að þarna hafi verið skorið inn að beini og jafnvel hreyft við þar,“ segir hann. Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær.Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra flugmanna sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær en hún hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2005. „Þetta er gríðarlega erfitt maður hélt að maður væri búin með þennan pakka. Við flugmenn höfum getað leitað í það að leita annað en það er ekki hægt í dag vegna ástandsins í heiminum. Þetta er högg mikið högg,“ segir hún að lokum. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn vinna nú með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar hafa sagt að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Greinendur sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru á sama máli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair.Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins segir það gríðarlega mikilvægt. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Ríkið ætti núna að lýsa yfir að það ætli að styðja félagið með myndarlegum hætti án skilyrða því hagsmunir sem eru í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf eru einfaldlega það miklir,“ segir Jón Þór. Stjórnvöld lýstu í gær yfir að þau muni greiða uppsagnarfrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Það á við um Icelandair. Jón Þór segir þetta ekki nægan stuðning fyrir félagið. „Þetta er tímabundið úrræði fyrir Icelandair og starfsmenn og ef menn missa niður þessa innviði er erfiðara að snúa til baka,“ segir hann. Icelandair sagði upp tvöþúsund manns í gær og hafa 96% flugmanna þar misst vinnuna. „Þetta eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður og það er mín skoðun að þarna hafi verið skorið inn að beini og jafnvel hreyft við þar,“ segir hann. Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær.Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra flugmanna sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær en hún hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2005. „Þetta er gríðarlega erfitt maður hélt að maður væri búin með þennan pakka. Við flugmenn höfum getað leitað í það að leita annað en það er ekki hægt í dag vegna ástandsins í heiminum. Þetta er högg mikið högg,“ segir hún að lokum.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
„Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10