Fjörutíu prósent koma ítrekað á bráðamóttöku með áverka eftir heimilisofbeldi: Tíu prósent teknar kyrkingartaki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 19:00 Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Þetta er umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi sem gerð hefur verið á Íslandi. Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að að meðaltali eru hundrað og fimmtíu komur á Landspítalann á hverju ári þar sem kona kemur með áverka eftir heimilisofbeldi. Stór hluti kemur ítrekað. „Þrjátíu og átta prósent af þeim voru að koma aftur og það er þá ekki aftur eins og að koma eftir viku í saumatöku eða eftirfylgni af fyrri komu, heldur ný koma. Þannig ég kem á mánudeg og svo kem ég aftur í næsta mánuði með nýtt og nýtt atvik, semsagt ný líkamsárás. Þannig að fjörutíu prósent af þessum konum voru í þeirri stöðu,“ segir Drífa. Tíu prósent tekin hálstaki Sú sem hafði komið oftast með áverka eftir heimilisofbeldi, hafði komið sjö sinnum. „Það er verið að slá og kýla og berja en það er líka verið að sparka og hrinda og draga um á hárinu og svo þessar kyrkingar,“ segir Drífa. Tíu prósent kvennanna höfðu verið teknar hálstaki. Þrjátíu og sjö prósent voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi, átta prósent með áverka á brjóstkassa, fimm prósent með áverka á hrygg og tíu prósent með dreifða áverka. „Það er alveg stór hluti, tíu prósent, sem eru að segja að þær hafi verið teknar kyrkingartaki í síðustu líkamsárás sem er náttúrulega mikið áhyggjuefni. Það er stórhættulegt,“ segir Drífa. Um þrjú prósent kvennanna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Meðalaldur kvennanna sem leituðu á spítalann eru 34 ár. Drífa telur að talsvert fleiri konur komi á spítala með áverka eftir heimilisofbeldi. „Konur segja ekkert alltaf frá og þetta er svona bara toppurinn á ísjakanum. Þær geta líka farið á aðrar heilbrigðisstofnanir. Kannski kemur makinn með þeim og þá geta þær ekki sagt frá að hann gerði þetta, þær segjast bara hafa dottið og svona,“ segir Drífa. Heimilisofbeldi Landspítalinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Fjörutíu prósent kvenna sem leita á Landspítala með áverka eftir heimilsofbeldi koma ítrekað á spítalann vegna ofbeldis. Þetta sýnir ný rannsókn. Algengastir eru áverkar á höfði, í andliti og á hálsi. Ein af hverjum tíu hafði verið tekin kyrkingartaki. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Þetta er umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi sem gerð hefur verið á Íslandi. Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar sýna að að meðaltali eru hundrað og fimmtíu komur á Landspítalann á hverju ári þar sem kona kemur með áverka eftir heimilisofbeldi. Stór hluti kemur ítrekað. „Þrjátíu og átta prósent af þeim voru að koma aftur og það er þá ekki aftur eins og að koma eftir viku í saumatöku eða eftirfylgni af fyrri komu, heldur ný koma. Þannig ég kem á mánudeg og svo kem ég aftur í næsta mánuði með nýtt og nýtt atvik, semsagt ný líkamsárás. Þannig að fjörutíu prósent af þessum konum voru í þeirri stöðu,“ segir Drífa. Tíu prósent tekin hálstaki Sú sem hafði komið oftast með áverka eftir heimilisofbeldi, hafði komið sjö sinnum. „Það er verið að slá og kýla og berja en það er líka verið að sparka og hrinda og draga um á hárinu og svo þessar kyrkingar,“ segir Drífa. Tíu prósent kvennanna höfðu verið teknar hálstaki. Þrjátíu og sjö prósent voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi, átta prósent með áverka á brjóstkassa, fimm prósent með áverka á hrygg og tíu prósent með dreifða áverka. „Það er alveg stór hluti, tíu prósent, sem eru að segja að þær hafi verið teknar kyrkingartaki í síðustu líkamsárás sem er náttúrulega mikið áhyggjuefni. Það er stórhættulegt,“ segir Drífa. Um þrjú prósent kvennanna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Meðalaldur kvennanna sem leituðu á spítalann eru 34 ár. Drífa telur að talsvert fleiri konur komi á spítala með áverka eftir heimilisofbeldi. „Konur segja ekkert alltaf frá og þetta er svona bara toppurinn á ísjakanum. Þær geta líka farið á aðrar heilbrigðisstofnanir. Kannski kemur makinn með þeim og þá geta þær ekki sagt frá að hann gerði þetta, þær segjast bara hafa dottið og svona,“ segir Drífa.
Heimilisofbeldi Landspítalinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira