Bleikt eða blátt? Ingveldur L. Gröndal skrifar 25. apríl 2020 21:51 Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur, en þær halda foreldrar ófædda barnsins fyrir fjölskyldu og vini og oftar en ekki er litaþema í veislunni háð kyni barnsins. Bleikt ef barnið er stúlka og blátt ef barnið er drengur. Vert er að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvers vegna þróuðust þessir tveir litir til þess að tengja við þessi tvö kyn? Hvað ef ófædda barnið upplifir sig síðar meir ekki sem dreng eða stúlku? Er strax verið að þvinga fóstur til þess að passa inn í eitthvað ómeðvitað bleikt eða blátt box með tilheyrandi kynjahlutverkum sem tengd eru við „stereótýpur“ með því að skreyta veisluna með lit sem á að segja til um hvaða kyn barnið er? Hvers vegna eru börn sett vísvitandi í föt í öðrum hvorum litnum og gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hegðun og áhugamáli allt eftir því hvaða kynfæri barnið fæðist með? Eða segir orðið kyn okkur eitthvað meira en hvaða kynfæri viðkomandi er með? Hjallastefnan hefur svipaðar pælingar bak við eyrað með stefnu í leik- og grunnskólum sínum. Þar vinna þau markvisst gegn því að börnin séu ómeðvitað þvinguð í einhverja ákveðna átt eftir kyni sínu eða, líkt og áður kom fram, bleika og bláa boxið. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við Jensínu Eddu Hermannsdóttur, skólastjóra leikskólans Laufásborgar, og spurði hana um mikilvægi jafnréttishugsunar í leikskólastarfinu. „Hjallastefnan hefur sýnt það á undanförnum 30 árum að hún skiptir máli og hefur áhrif í jafnréttismálum,“ segir Jensína. Reynslan hefur kennt okkur að æfingin skapar meistarann. Það að gefa börnunum tækifæri til að æfa og iðka alla eiginleika óháð kyni styrkir sjálfsmynd barna. Líka þegar kynin eru saman í kennslustund með kennurum upplifa þau jákvætt viðhorf til gagnstæða kyn síns. Kynjaskiptingin er leið að því markmiði að kynin hafi jákvætt viðhorf til hvors annars og velji sér verkefni og leiðir í lífinu út frá áhuga en ekki kyni. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna og iðka jafnrétti þannig að börnin læra jafnréttishugsun.“ Þetta er góð hvatning fyrir okkur öll til að hugsa út í þessa hluti. Gerum við okkur grein fyrir þessu? Hvernig tölum við saman þegar kemur að kynjum, kynhlutverkum, kynhneigðum o.s.frv. Að sjálfsögðu er í lagi að klæðast öllum litum óháð því hver þú ert. Fullt af drengjum dýrka allt blátt og sömuleiðis er fullt af stúlkum sem dýrka allt bleikt, en er það í raun og veru þeirra val eða ólust þau upp við það að vera alltaf ómeðvitað beint í þá átt? Það er ef til vill mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir að gefa börnum strax frá upphafi fjölbreytta valkosti svo þau finni hver þau eru sem einstaklingar. Að þau hafi val um hverju þau klæðast, hvað þau gera og hafi möguleika á að rækta alla sína eiginleika óháð því af hvaða kyni þau eru og upplifa sig sem. Höfundur er háskólanemi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Greinin birtist í Stúdentablaðinu nú í apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mars er mánuður árvekni um ristilkrabbamein Agnes Smáradóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur, en þær halda foreldrar ófædda barnsins fyrir fjölskyldu og vini og oftar en ekki er litaþema í veislunni háð kyni barnsins. Bleikt ef barnið er stúlka og blátt ef barnið er drengur. Vert er að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvers vegna þróuðust þessir tveir litir til þess að tengja við þessi tvö kyn? Hvað ef ófædda barnið upplifir sig síðar meir ekki sem dreng eða stúlku? Er strax verið að þvinga fóstur til þess að passa inn í eitthvað ómeðvitað bleikt eða blátt box með tilheyrandi kynjahlutverkum sem tengd eru við „stereótýpur“ með því að skreyta veisluna með lit sem á að segja til um hvaða kyn barnið er? Hvers vegna eru börn sett vísvitandi í föt í öðrum hvorum litnum og gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hegðun og áhugamáli allt eftir því hvaða kynfæri barnið fæðist með? Eða segir orðið kyn okkur eitthvað meira en hvaða kynfæri viðkomandi er með? Hjallastefnan hefur svipaðar pælingar bak við eyrað með stefnu í leik- og grunnskólum sínum. Þar vinna þau markvisst gegn því að börnin séu ómeðvitað þvinguð í einhverja ákveðna átt eftir kyni sínu eða, líkt og áður kom fram, bleika og bláa boxið. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við Jensínu Eddu Hermannsdóttur, skólastjóra leikskólans Laufásborgar, og spurði hana um mikilvægi jafnréttishugsunar í leikskólastarfinu. „Hjallastefnan hefur sýnt það á undanförnum 30 árum að hún skiptir máli og hefur áhrif í jafnréttismálum,“ segir Jensína. Reynslan hefur kennt okkur að æfingin skapar meistarann. Það að gefa börnunum tækifæri til að æfa og iðka alla eiginleika óháð kyni styrkir sjálfsmynd barna. Líka þegar kynin eru saman í kennslustund með kennurum upplifa þau jákvætt viðhorf til gagnstæða kyn síns. Kynjaskiptingin er leið að því markmiði að kynin hafi jákvætt viðhorf til hvors annars og velji sér verkefni og leiðir í lífinu út frá áhuga en ekki kyni. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna og iðka jafnrétti þannig að börnin læra jafnréttishugsun.“ Þetta er góð hvatning fyrir okkur öll til að hugsa út í þessa hluti. Gerum við okkur grein fyrir þessu? Hvernig tölum við saman þegar kemur að kynjum, kynhlutverkum, kynhneigðum o.s.frv. Að sjálfsögðu er í lagi að klæðast öllum litum óháð því hver þú ert. Fullt af drengjum dýrka allt blátt og sömuleiðis er fullt af stúlkum sem dýrka allt bleikt, en er það í raun og veru þeirra val eða ólust þau upp við það að vera alltaf ómeðvitað beint í þá átt? Það er ef til vill mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir að gefa börnum strax frá upphafi fjölbreytta valkosti svo þau finni hver þau eru sem einstaklingar. Að þau hafi val um hverju þau klæðast, hvað þau gera og hafi möguleika á að rækta alla sína eiginleika óháð því af hvaða kyni þau eru og upplifa sig sem. Höfundur er háskólanemi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Greinin birtist í Stúdentablaðinu nú í apríl.
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun