Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2020 18:35 Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson áttu pantaða dýra ferð með Úrval útsýn um páskana. Ferðin var aldrei farin. Nú er þeim boðin inneignarnóta fyrir ferðinni. Vísir/Einar Á. Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. Neytendastofa gaf út í síðasta mánuði leiðbeiningar um inneignarnótur og breytinga pakkaferða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið beinir því til ferðamanna sem ferðast með íslenskum ferðaskrifstofum að huga vel að því hvort þeir geti tekið við inneignarnótu fyrir pakkaferð í stað endurgreiðslu. Sjá einnig: „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Hjón sem hafa safnað í marga mánuði fyrir tíu daga draumferð til Egyptalands á vegum Úrval útsýn áttu að fara um páskana. Ferðina borguðu hjónin í október, um eina milljón króna. Ljóst var að ferðin yrði ekki farin og enn hefur engin endurgreiðsla hefur borist frá ferðaskrifstofunni. Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Fráhrindandi að taka við inneignarnót frá ferðaskrifstofu á þessum tímum „Þetta er fyrirtæki sem við vitum ekki hversu stöndugt er og þetta er mikill peningur fyrir okkur og á meðan er peningurinn ekki að vinna fyrir okkur. Hann er að vinna fyrir þá,“ segja Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson. Sjá einnig: „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Þau telja marga vera í þeirra sporum en í þeirra hópi voru tuttugu manns. Þau segja erfitt að leggja traust sitt á ferðaskrifstofur á tímum sem þessum. „Það er mjög óvíst hvernig staðan verður seinna meir hvort að það sé hægt að stóla á það og hvort þær verði við lýði enn þá,“ segir Hreinn. Þá finnst þeim galið að ábyrgðin sé lögð á herðar viðskiptavina. „Ég er eiginlega orðin það fúl að ég fæ mér þá bara lögfræðing. Þó við þurfum að borga rándýran lögfræðing til að fá þá málinu hengt og fá einhvern pening til baka,“ segir Kolbrún. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. 23. apríl 2020 18:25 Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. 22. apríl 2020 13:16 „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. Neytendastofa gaf út í síðasta mánuði leiðbeiningar um inneignarnótur og breytinga pakkaferða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið beinir því til ferðamanna sem ferðast með íslenskum ferðaskrifstofum að huga vel að því hvort þeir geti tekið við inneignarnótu fyrir pakkaferð í stað endurgreiðslu. Sjá einnig: „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Hjón sem hafa safnað í marga mánuði fyrir tíu daga draumferð til Egyptalands á vegum Úrval útsýn áttu að fara um páskana. Ferðina borguðu hjónin í október, um eina milljón króna. Ljóst var að ferðin yrði ekki farin og enn hefur engin endurgreiðsla hefur borist frá ferðaskrifstofunni. Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Fráhrindandi að taka við inneignarnót frá ferðaskrifstofu á þessum tímum „Þetta er fyrirtæki sem við vitum ekki hversu stöndugt er og þetta er mikill peningur fyrir okkur og á meðan er peningurinn ekki að vinna fyrir okkur. Hann er að vinna fyrir þá,“ segja Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson. Sjá einnig: „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Þau telja marga vera í þeirra sporum en í þeirra hópi voru tuttugu manns. Þau segja erfitt að leggja traust sitt á ferðaskrifstofur á tímum sem þessum. „Það er mjög óvíst hvernig staðan verður seinna meir hvort að það sé hægt að stóla á það og hvort þær verði við lýði enn þá,“ segir Hreinn. Þá finnst þeim galið að ábyrgðin sé lögð á herðar viðskiptavina. „Ég er eiginlega orðin það fúl að ég fæ mér þá bara lögfræðing. Þó við þurfum að borga rándýran lögfræðing til að fá þá málinu hengt og fá einhvern pening til baka,“ segir Kolbrún.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. 23. apríl 2020 18:25 Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. 22. apríl 2020 13:16 „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00
Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. 23. apríl 2020 18:25
Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. 22. apríl 2020 13:16
„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51