Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Guðmundur Engilbertsson skrifar 23. apríl 2020 17:00 Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis snemma árs 2017 um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar í Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA) var sérstaklega bent á alvarlegar vísbendingar um yfirvofandi kennaraskort hér á landi. Háskólarnir næðu ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Ríkisendurskoðun hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða og háskólana til að leita leiða til að fjölga kennaranemum. Stjórnvöld hafa stigið mikilvæg skref til að bregðast við ákallinu. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda tóku gildi í ársbyrjun 2020. Þau liðka fyrir því að kennarar geti starfað þvert á skólastig ef hæfni þeirra leyfir og opna jafnframt fyrir starfsmiðað meistaranám til kennsluréttinda (MT nám) þar sem nemendur sérhæfa sig með því að velja námskeið í stað þess að skrifa meistaraprófsritgerð. Stjórnvöld hafa veitt nemendum styrki til að ljúka kennaranámi og starfandi kennurum styrki til náms í starfstengdri leiðsögn til þess að styðja betur við kennaranema á vettvangi og nýliða á fyrstu árum í starfi og vinna þannig markvisst gegn brotthvarfi. Þá má benda á launað starfsnám kennaranema – eins konar kandídatsár – sem komið var á síðastliðið haust. Skipuð var sérstök ráðgjafarnefnd til að fylgja aðgerðunum eftir. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að eflingu leikskólastigsins enda er skortur á kennurum mestur á leikskólastigi. Allt eru þetta áþreifanlegar og markvissar aðgerðir. Mikill hugur er í háskólunum að taka þátt í þessu mikilvæga átaki í menntamálum. Þeir eru hins vegar misvel í stakk búnir til þess. Fjárframlög til þeirra taka mið af greiðslulíkani sem var fryst fyrir nokkrum árum og endurspeglar ekki veruleikann eins og hann er í dag. Frá þeim tíma hefur t.d. aðsókn í nám við HA aukist verulega. Það hlaut því að koma að því að HA þyrfti að takmarka aðgengi að námi til að tryggja skólanum eðlilega rekstrarstöðu miðað við greiðslulíkan og þau gæði í námi og kennslu sem hann vill standa fyrir. Það setur hins vegar kennaranám við HA í stöðu sem er algerlega á skjön við aðgerðir í menntamálum. Staðan er einnig á skjön við aðstæður í dag sem væntanlega munu leiða til fjölgunar umsókna í nám næsta haust. Þótt kennaradeild HA hafi fjölbreytt námsframboð, faglega burði og vilja til þess að taka við fleiri nemum – í samræmi við þarfir samfélagsins – hamla ytri aðstæður því. Það getur ekki á neinn hátt talist viðunandi staða í ljósi yfirlýstra markmiða um að fjölga kennaranemum. Þessu þarf að koma í rétt horf og ég veit að menntamálaráðherra, sem hefur leitt aðgerðir í menntamálum til að tryggja eðlilega nýliðun í kennslu, getur það. Ljóst er af ofansögðu að tryggja þarf háskólum sem bjóða upp á kennaranám nægt fé til að standa straum af kostnaði sem fylgir fjölgun nema. Það er eðlilegt og fullkomlega í anda þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Ég treysti því að ráðafólk sjái að það er bæði augljóst og mikilvægt að gera sem allra fyrst. Jafnframt þarf að huga að stöðu HA almennt. Aðsókn í nám við skólann sýnir hversu mikið traust er borið til hans og hversu sterkan samfélagslegan stuðning hann hefur. Honum ætti að gefa gott svigrúm til að vaxa og dafna. Það er í þágu íslensks samfélags. Höfundur er formaður kennaradeildar HA og fulltrúi háskólastigsins í Ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis snemma árs 2017 um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar í Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA) var sérstaklega bent á alvarlegar vísbendingar um yfirvofandi kennaraskort hér á landi. Háskólarnir næðu ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Ríkisendurskoðun hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða og háskólana til að leita leiða til að fjölga kennaranemum. Stjórnvöld hafa stigið mikilvæg skref til að bregðast við ákallinu. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda tóku gildi í ársbyrjun 2020. Þau liðka fyrir því að kennarar geti starfað þvert á skólastig ef hæfni þeirra leyfir og opna jafnframt fyrir starfsmiðað meistaranám til kennsluréttinda (MT nám) þar sem nemendur sérhæfa sig með því að velja námskeið í stað þess að skrifa meistaraprófsritgerð. Stjórnvöld hafa veitt nemendum styrki til að ljúka kennaranámi og starfandi kennurum styrki til náms í starfstengdri leiðsögn til þess að styðja betur við kennaranema á vettvangi og nýliða á fyrstu árum í starfi og vinna þannig markvisst gegn brotthvarfi. Þá má benda á launað starfsnám kennaranema – eins konar kandídatsár – sem komið var á síðastliðið haust. Skipuð var sérstök ráðgjafarnefnd til að fylgja aðgerðunum eftir. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að eflingu leikskólastigsins enda er skortur á kennurum mestur á leikskólastigi. Allt eru þetta áþreifanlegar og markvissar aðgerðir. Mikill hugur er í háskólunum að taka þátt í þessu mikilvæga átaki í menntamálum. Þeir eru hins vegar misvel í stakk búnir til þess. Fjárframlög til þeirra taka mið af greiðslulíkani sem var fryst fyrir nokkrum árum og endurspeglar ekki veruleikann eins og hann er í dag. Frá þeim tíma hefur t.d. aðsókn í nám við HA aukist verulega. Það hlaut því að koma að því að HA þyrfti að takmarka aðgengi að námi til að tryggja skólanum eðlilega rekstrarstöðu miðað við greiðslulíkan og þau gæði í námi og kennslu sem hann vill standa fyrir. Það setur hins vegar kennaranám við HA í stöðu sem er algerlega á skjön við aðgerðir í menntamálum. Staðan er einnig á skjön við aðstæður í dag sem væntanlega munu leiða til fjölgunar umsókna í nám næsta haust. Þótt kennaradeild HA hafi fjölbreytt námsframboð, faglega burði og vilja til þess að taka við fleiri nemum – í samræmi við þarfir samfélagsins – hamla ytri aðstæður því. Það getur ekki á neinn hátt talist viðunandi staða í ljósi yfirlýstra markmiða um að fjölga kennaranemum. Þessu þarf að koma í rétt horf og ég veit að menntamálaráðherra, sem hefur leitt aðgerðir í menntamálum til að tryggja eðlilega nýliðun í kennslu, getur það. Ljóst er af ofansögðu að tryggja þarf háskólum sem bjóða upp á kennaranám nægt fé til að standa straum af kostnaði sem fylgir fjölgun nema. Það er eðlilegt og fullkomlega í anda þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Ég treysti því að ráðafólk sjái að það er bæði augljóst og mikilvægt að gera sem allra fyrst. Jafnframt þarf að huga að stöðu HA almennt. Aðsókn í nám við skólann sýnir hversu mikið traust er borið til hans og hversu sterkan samfélagslegan stuðning hann hefur. Honum ætti að gefa gott svigrúm til að vaxa og dafna. Það er í þágu íslensks samfélags. Höfundur er formaður kennaradeildar HA og fulltrúi háskólastigsins í Ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun