Aðgerðapakkinn vonbrigði fyrir leiðsögumenn sem koma undan tekjulitlum vetri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. apríl 2020 12:26 Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna. Facebook Formaður stéttarfélags leiðsögumanna segir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Hann breyti engu fyrir leiðsögumenn. Leiðsögumenn séu mjög áhyggjufullir og sumir eigi engan pening eftir. Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Þeir eiga rétt á atvinnuleysisbótum en vandinn er að þær eru ekki í takti við tekjurnar þar sem starfshlutfall og verkefni eru árstíðabundin. Þá eru leiðsögumenn sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í fyrradag mikil vonbrigði. „Því við vorum búin að vekja athygli á okkar málstað og búin að fá skilning á því þannig ég varð fyrir vonbrigðum að það væri ekki neitt þarna sem gagnaðist okkur og í stærra samhengi hvorki ferðaþjónustunni né þeim sem eru sjálfstætt starfandi í ýmsum öðrum greinum. Aðgerðarpakkinn er fínn svo langt sem hann nær, sérstaklega með litlu fyrirtækin, og það eru einhverjir í okkar hópi sem geta nýtt sér það. En fyrir leiðsögumenn, strangt til tekið, gat ég ekki séð neitt sem breytir einhverju,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn hafa sent erindi til Vinnumálastofnunar og farið fram á að miðað sé við tekjur ársins 2019 og að menn fái í bætur hlutfall af því sem þeir höfðu að meðaltali í laun á mánuði það ár. Pétur Gauti segir hljóðið farið að þyngjast í leiðsögumönnum. „Við vorum fyrsta stéttin til að missa alla vinnu og verðum kannski með þeim síðustu til að fara mikið í vinnu aftur því ég get ekki séð að ferðatakmarkanir fari að breytast eitthvað á næstunni. Þessi vetur var erfiður út af veðrinu. Það var oft sem ferðum var aflýst vegna veðurs, þannig fólk var að missa vinnu út af því. Síðan kom faraldurinn og þá dró úr öllu og síðan í mars þá bara dró fyrir allt. Þannig fólk er búið að vera tekjulaust í einn og hálfan mánuð og við erum ekki búin að fá hrein svör frá Vinnumálastofnun og það lítur út fyrir að það sé mjög dimmt framundan þannig okkar fólk er bara mjög áhyggjufullt og sumir eiga bara ekki neinn pening eftir," segir Pétur Gauti. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 „Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Formaður stéttarfélags leiðsögumanna segir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Hann breyti engu fyrir leiðsögumenn. Leiðsögumenn séu mjög áhyggjufullir og sumir eigi engan pening eftir. Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Þeir eiga rétt á atvinnuleysisbótum en vandinn er að þær eru ekki í takti við tekjurnar þar sem starfshlutfall og verkefni eru árstíðabundin. Þá eru leiðsögumenn sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í fyrradag mikil vonbrigði. „Því við vorum búin að vekja athygli á okkar málstað og búin að fá skilning á því þannig ég varð fyrir vonbrigðum að það væri ekki neitt þarna sem gagnaðist okkur og í stærra samhengi hvorki ferðaþjónustunni né þeim sem eru sjálfstætt starfandi í ýmsum öðrum greinum. Aðgerðarpakkinn er fínn svo langt sem hann nær, sérstaklega með litlu fyrirtækin, og það eru einhverjir í okkar hópi sem geta nýtt sér það. En fyrir leiðsögumenn, strangt til tekið, gat ég ekki séð neitt sem breytir einhverju,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn hafa sent erindi til Vinnumálastofnunar og farið fram á að miðað sé við tekjur ársins 2019 og að menn fái í bætur hlutfall af því sem þeir höfðu að meðaltali í laun á mánuði það ár. Pétur Gauti segir hljóðið farið að þyngjast í leiðsögumönnum. „Við vorum fyrsta stéttin til að missa alla vinnu og verðum kannski með þeim síðustu til að fara mikið í vinnu aftur því ég get ekki séð að ferðatakmarkanir fari að breytast eitthvað á næstunni. Þessi vetur var erfiður út af veðrinu. Það var oft sem ferðum var aflýst vegna veðurs, þannig fólk var að missa vinnu út af því. Síðan kom faraldurinn og þá dró úr öllu og síðan í mars þá bara dró fyrir allt. Þannig fólk er búið að vera tekjulaust í einn og hálfan mánuð og við erum ekki búin að fá hrein svör frá Vinnumálastofnun og það lítur út fyrir að það sé mjög dimmt framundan þannig okkar fólk er bara mjög áhyggjufullt og sumir eiga bara ekki neinn pening eftir," segir Pétur Gauti.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 „Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar Umræður hófust á Alþingi í dag um fimm frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir upp á 60 milljarða króna vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldurins. Stjórnarandstaðan kallar eftir miklum breytingum á frumvörpunum og vill að meira verði gert strax tilað bregðast við stöðunni. 22. apríl 2020 19:20
Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37
„Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. 21. apríl 2020 20:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent