Snúum bökum saman Jin Zhijian skrifar 23. apríl 2020 11:30 Faraldurinn af völdum COVID-19 æðir nú yfir heimsbyggðina og ekkert land getur tekist einsamalt á við þessa alvarlegu áskorun. Í þessari yfirstandandi baráttu hafa ríkisstjórnir og almenningur í bæði Kína og á Íslandi sýnt skilning og veitt hvort öðru stuðning, og hafa með því tekið ný skref í tvíhliða samskiptum landanna. Faraldurinn lét fyrst til skarar skríða í borginni Wuhan í Hubei héraði í Kína í kringum áramótin. Kínverska ríkisstjórnin hefur leitt alla þjóðina með ákveðnum hætti í baráttunni við faraldurinn, og náði með því að byggja öfluga varnarlínu fyrir heimsbyggðina með gríðarlegum fórnarkostnaði. Þessar ákveðnu aðferðir hafa náð að vinna heimsbyggðinni tíma, og hefur verið mikilvægt framlag í baráttu heimsins gegn faraldrinum. Þrátt fyrir langar vegalengdir hefur Íslenska ríkistjórnin og almenningur allur fylgst með þróun faraldursins í Kína. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir hafa bæði ritað kínverskum leiðtogum bréf þar sem þau lýsa yfir samúð og senda kínverskum almenningi sem hefur verið grátt leikin sínar bestu kveðjur. Hinn almenni stuðningur á Íslandi við Kína hefur yljað okkur um hjartarætur. Kínversk Íslenska Menningarfélagið og Kópavogur, sem er vinabær Wuhan, hafa farið fremst í flokki þeirra aðila sem hafa sent kveðjur. Íslenski tónlistarmaðurinn Doctor Victor hefur sent út þau skilaboð með tónlist sinni að “vírusinn sé sameiginlegur óvinur okkar allra, og að við verðum að berjast við faraldurinn saman”, fyrirtæki og félagasamtök hafa útbúið stutt myndskeið þar sem baráttukveðjur eru sendar til Kína. Félag kínverja á Íslandi brást skjótt við með framlögum til Tongji spítalans í Wuhan og bauð fram hjúkrunarvörur. Þessar hjartnæmu kveðjur vöktu mikla athygli á Kínverskum netmiðlum og fengu skjóta útbreiðslu. Á Íslandi, sem er eitt hreinasta land veraldar, greindist fyrsta smit af völdum kórónavírussins þann 28. Febrúar. Kína deildi áhyggjum Íslands vegna þessa og sendu bæði Xi Jinping, Forseti og Li Keqiang Forsætisráðherra Kína íslenskum starfsbræðrum sínum innilegar samúðarkveðjur. Báðir lýstu yfir einlægum vilja Kína til að vinna með Íslandi og veita alla þá aðstoð sem þeir gætu í baráttunni gegn COVID-19. Kínverskir sérfræðingar voru í miklum samskiptum við íslensk heilbrigðisyfirvöld, og veittu þeim tímanlega dýrmætar upplýsingar og reynslu af baráttuinni við veiruna. Landlækni og sóttvarnalækni Íslands var boðið að sitja Kínversk-Evrópska fjarráðstefnu um COVID-19 sem var skipulögð af Kína, þar sem heilbrigðissérfræðingar frá Kína og Evrópu ræddu viðbrögð við veirunni. Þegar Kínverska sendiráðið á Íslandi frétti af yfirvofandi skorti á hjúkrunar og hlífðarbúnaði, brást það skjótt við og aðstoðaði Ísland við að finna, festa kaup á og aðstoða við flutning á þessum varningi frá Kína. Við aðstoðuðum líka við að hafa uppi á 6 kínverskum fyrirtækjum og félagasamtökum sem gáfu 322.000 andlitsgrímur, 2080 einnota hlífðarbúninga og 2000 andlitsskildi og var heildarverðmæti þessara gjafa um 35 milljónir ISK. Ég afhenti Landspítalanum lista yfir fyrrnefndar hjúkrunarvörur þann 22. Apríl og vona innilega að þessar vörur komi til með að nýtast Íslendingum vel í baráttunni við faraldurinn og að baráttunni ljúki fljótt. Á meðan á þessu stóð gerðu nemar í íslenskum fræðum við Háskólann í Beijing myndband þar sem þeir senda íslendingum hlýjar kveðjur á íslensku sem hafa hlotið jákvæð viðbrögð í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir mikla fjarlægð milli sín og mismunandi aðstæður í löndunum tveimur, hafa íslendingar og kínverjar alltaf náð að tengjast saman. Hvort sem um er að ræða fjárhagsaðstoð Kína við íslendinga í Heimaeyjargosinu 1973 og í fjármálakreppunni 2008, eða þegar íslendingar sendu kínverjum hjálp eftir jarðskjálftann í Wenchuan 2008, höfum við alltaf staðið saman og stutt hvort annað. Hið sameiginlega átak í baráttunni við faraldurinn sýnir enn og aftur hin vinsamlegu samskipti milli landanna beggja og staðfestu við að yfirbuga erfiðleikana á þessum dimmu tímum. Við skulum leyfa okkur að hlakka til betri tíma þegar hið blómstrandi vor birtist og faraldurinn dvínar. Ég hef fulla trú á að samskipti Kína og Íslands muni einnig blómstra þegar við komum til með að fagna 50 ára afmælis stjórnmálasambands milli landanna okkar beggja á næsta ári. Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Faraldurinn af völdum COVID-19 æðir nú yfir heimsbyggðina og ekkert land getur tekist einsamalt á við þessa alvarlegu áskorun. Í þessari yfirstandandi baráttu hafa ríkisstjórnir og almenningur í bæði Kína og á Íslandi sýnt skilning og veitt hvort öðru stuðning, og hafa með því tekið ný skref í tvíhliða samskiptum landanna. Faraldurinn lét fyrst til skarar skríða í borginni Wuhan í Hubei héraði í Kína í kringum áramótin. Kínverska ríkisstjórnin hefur leitt alla þjóðina með ákveðnum hætti í baráttunni við faraldurinn, og náði með því að byggja öfluga varnarlínu fyrir heimsbyggðina með gríðarlegum fórnarkostnaði. Þessar ákveðnu aðferðir hafa náð að vinna heimsbyggðinni tíma, og hefur verið mikilvægt framlag í baráttu heimsins gegn faraldrinum. Þrátt fyrir langar vegalengdir hefur Íslenska ríkistjórnin og almenningur allur fylgst með þróun faraldursins í Kína. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir hafa bæði ritað kínverskum leiðtogum bréf þar sem þau lýsa yfir samúð og senda kínverskum almenningi sem hefur verið grátt leikin sínar bestu kveðjur. Hinn almenni stuðningur á Íslandi við Kína hefur yljað okkur um hjartarætur. Kínversk Íslenska Menningarfélagið og Kópavogur, sem er vinabær Wuhan, hafa farið fremst í flokki þeirra aðila sem hafa sent kveðjur. Íslenski tónlistarmaðurinn Doctor Victor hefur sent út þau skilaboð með tónlist sinni að “vírusinn sé sameiginlegur óvinur okkar allra, og að við verðum að berjast við faraldurinn saman”, fyrirtæki og félagasamtök hafa útbúið stutt myndskeið þar sem baráttukveðjur eru sendar til Kína. Félag kínverja á Íslandi brást skjótt við með framlögum til Tongji spítalans í Wuhan og bauð fram hjúkrunarvörur. Þessar hjartnæmu kveðjur vöktu mikla athygli á Kínverskum netmiðlum og fengu skjóta útbreiðslu. Á Íslandi, sem er eitt hreinasta land veraldar, greindist fyrsta smit af völdum kórónavírussins þann 28. Febrúar. Kína deildi áhyggjum Íslands vegna þessa og sendu bæði Xi Jinping, Forseti og Li Keqiang Forsætisráðherra Kína íslenskum starfsbræðrum sínum innilegar samúðarkveðjur. Báðir lýstu yfir einlægum vilja Kína til að vinna með Íslandi og veita alla þá aðstoð sem þeir gætu í baráttunni gegn COVID-19. Kínverskir sérfræðingar voru í miklum samskiptum við íslensk heilbrigðisyfirvöld, og veittu þeim tímanlega dýrmætar upplýsingar og reynslu af baráttuinni við veiruna. Landlækni og sóttvarnalækni Íslands var boðið að sitja Kínversk-Evrópska fjarráðstefnu um COVID-19 sem var skipulögð af Kína, þar sem heilbrigðissérfræðingar frá Kína og Evrópu ræddu viðbrögð við veirunni. Þegar Kínverska sendiráðið á Íslandi frétti af yfirvofandi skorti á hjúkrunar og hlífðarbúnaði, brást það skjótt við og aðstoðaði Ísland við að finna, festa kaup á og aðstoða við flutning á þessum varningi frá Kína. Við aðstoðuðum líka við að hafa uppi á 6 kínverskum fyrirtækjum og félagasamtökum sem gáfu 322.000 andlitsgrímur, 2080 einnota hlífðarbúninga og 2000 andlitsskildi og var heildarverðmæti þessara gjafa um 35 milljónir ISK. Ég afhenti Landspítalanum lista yfir fyrrnefndar hjúkrunarvörur þann 22. Apríl og vona innilega að þessar vörur komi til með að nýtast Íslendingum vel í baráttunni við faraldurinn og að baráttunni ljúki fljótt. Á meðan á þessu stóð gerðu nemar í íslenskum fræðum við Háskólann í Beijing myndband þar sem þeir senda íslendingum hlýjar kveðjur á íslensku sem hafa hlotið jákvæð viðbrögð í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir mikla fjarlægð milli sín og mismunandi aðstæður í löndunum tveimur, hafa íslendingar og kínverjar alltaf náð að tengjast saman. Hvort sem um er að ræða fjárhagsaðstoð Kína við íslendinga í Heimaeyjargosinu 1973 og í fjármálakreppunni 2008, eða þegar íslendingar sendu kínverjum hjálp eftir jarðskjálftann í Wenchuan 2008, höfum við alltaf staðið saman og stutt hvort annað. Hið sameiginlega átak í baráttunni við faraldurinn sýnir enn og aftur hin vinsamlegu samskipti milli landanna beggja og staðfestu við að yfirbuga erfiðleikana á þessum dimmu tímum. Við skulum leyfa okkur að hlakka til betri tíma þegar hið blómstrandi vor birtist og faraldurinn dvínar. Ég hef fulla trú á að samskipti Kína og Íslands muni einnig blómstra þegar við komum til með að fagna 50 ára afmælis stjórnmálasambands milli landanna okkar beggja á næsta ári. Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun