Japanir gefa Landspítalanum lyf sem sýnt hefur virkni gegn kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 21:00 Hér sést forstjóri japanska sýnaglasa-framleiðandans afhenda DHL hraðsendingaþjónustu fyrstu sendinguna af sýnaglösum. Á sendingunni er íslenski fáninn og skilaboð um að nú gerum við okkar besta. Aðsend Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir, sem einnig er þekkt undir nafninu Avigan. Lyfið er framleitt af japanska lyfjafyrirtækinu Fujifilm og hefur sýnt virkni gegn kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að gjöfin muni duga til meðferðar fyrir 100 sjúklinga sem veikst hafa illa af Covid-19. „Favipiravir er veirulyf sem þróað var í Japan og hefur verið notað þar til að meðhöndla inflúensu, en nú hefur komið í ljós að lyfið hefur einnig virkni gegn SARS-CoV-2 með því að hamla gegn eftirmyndun erfðaefnis veirunnar,“ er haft eftir Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Auk þess að nota lyfið við meðhöndlun Covid-sjúklinga mun Landspítalinn láta gera klíníska rannsókn á virkni Favipiravir. Lyfið er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Mörg ríki taka þátt í kapphlaupi um lyfið Bolli Thoroddsen og starfsmenn japansk-íslensks fyrirtækis hans, Takanawa, áttu stóran þátt í því að útvega lyfið frá Fujifilm. Að þeirra sögn er eftirspurn eftir lyfinu í ýmsum ríkjum svo mikil, að einna helst mætti líkja henni við kapphlaup fimmtíu ríkja um að verða sér úti um lyfið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi, Hitoshi Ozawa, beittu sér öll fyrir því að fá lyfið sent hingað til lands. Sextíu þúsund pinnar og sýnaglös í pakkanum Auk lyfsins útvegaði Takanawa Landspítalanum 60 þúsúnd pinna, sem hægt verður að nota við áframhaldandi sýnatöku þegar prófað verður fyrir kórónuveirunni í fólki. Pinnarnir verða stærsti hluti þeirra sýnatökupinna sem spítalinn notar. Þá merkti framleiðandi pinnanna sendinguna hingað til lands með íslenska fánanum og skilaboðunum „Gerum okkar besta.“ Landspítalinn Lyf Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir, sem einnig er þekkt undir nafninu Avigan. Lyfið er framleitt af japanska lyfjafyrirtækinu Fujifilm og hefur sýnt virkni gegn kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að gjöfin muni duga til meðferðar fyrir 100 sjúklinga sem veikst hafa illa af Covid-19. „Favipiravir er veirulyf sem þróað var í Japan og hefur verið notað þar til að meðhöndla inflúensu, en nú hefur komið í ljós að lyfið hefur einnig virkni gegn SARS-CoV-2 með því að hamla gegn eftirmyndun erfðaefnis veirunnar,“ er haft eftir Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Auk þess að nota lyfið við meðhöndlun Covid-sjúklinga mun Landspítalinn láta gera klíníska rannsókn á virkni Favipiravir. Lyfið er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Mörg ríki taka þátt í kapphlaupi um lyfið Bolli Thoroddsen og starfsmenn japansk-íslensks fyrirtækis hans, Takanawa, áttu stóran þátt í því að útvega lyfið frá Fujifilm. Að þeirra sögn er eftirspurn eftir lyfinu í ýmsum ríkjum svo mikil, að einna helst mætti líkja henni við kapphlaup fimmtíu ríkja um að verða sér úti um lyfið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi, Hitoshi Ozawa, beittu sér öll fyrir því að fá lyfið sent hingað til lands. Sextíu þúsund pinnar og sýnaglös í pakkanum Auk lyfsins útvegaði Takanawa Landspítalanum 60 þúsúnd pinna, sem hægt verður að nota við áframhaldandi sýnatöku þegar prófað verður fyrir kórónuveirunni í fólki. Pinnarnir verða stærsti hluti þeirra sýnatökupinna sem spítalinn notar. Þá merkti framleiðandi pinnanna sendinguna hingað til lands með íslenska fánanum og skilaboðunum „Gerum okkar besta.“
Landspítalinn Lyf Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira