Bjóða 85 ára og eldri sem búa einir að fá símavin í ljósi ástandsins Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 10:25 Verkefninu var komið á fót í Reykjavík vegna faraldurs kórónuveiru. Vísir/vilhelm Hringt verður í allt fólk á aldrinum 85 ára og eldri sem býr einsamalt í Reykjavík og hefur notið þjónustu borgarinnar. Í símtalinu verður líðan þeirra og aðstæður kannaðar ásamt því að fólki verður boðið að eignast símaspjallvin. Verkefnið hefur fengið heitið Spjöllum saman og er ætlað að draga úr félagslegri einangrun eldri borgara nú þegar minna er um nánd og samskipti vegna faraldurs kórónuveiru. Um er að ræða nýtt samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Landssambands eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að starfsfólk félagsmiðstöðva fullorðinna í Reykjavík muni hringja fyrsta símtalið til þeirra sem falla í umræddan hóp. „Með símtalinu á að veita félagslegan stuðning í formi spjalls á forsendum hvers og eins. Starfsmenn segja frá verkefninu og frá sjálfboðaliðum í hverfinu sem langi til þess að sýna náungakærleika á meðan þetta ástand vari.“ Í kjölfarið verði fólki boðið að fá símtal frá sjálfboðaliða á næstu dögum. Sjálfboðaliðar munu koma frá Landssambandi eldri borgara og Félagi eldri borgara í Reykjavík en auk þeirra er leitað að fleiri sjálfboðaliðum. Símaspjallið er viðbót við aðra þjónustu Reykjavíkurborgar á borð við heimaþjónustu og heimahjúkrun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Hringt verður í allt fólk á aldrinum 85 ára og eldri sem býr einsamalt í Reykjavík og hefur notið þjónustu borgarinnar. Í símtalinu verður líðan þeirra og aðstæður kannaðar ásamt því að fólki verður boðið að eignast símaspjallvin. Verkefnið hefur fengið heitið Spjöllum saman og er ætlað að draga úr félagslegri einangrun eldri borgara nú þegar minna er um nánd og samskipti vegna faraldurs kórónuveiru. Um er að ræða nýtt samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Landssambands eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að starfsfólk félagsmiðstöðva fullorðinna í Reykjavík muni hringja fyrsta símtalið til þeirra sem falla í umræddan hóp. „Með símtalinu á að veita félagslegan stuðning í formi spjalls á forsendum hvers og eins. Starfsmenn segja frá verkefninu og frá sjálfboðaliðum í hverfinu sem langi til þess að sýna náungakærleika á meðan þetta ástand vari.“ Í kjölfarið verði fólki boðið að fá símtal frá sjálfboðaliða á næstu dögum. Sjálfboðaliðar munu koma frá Landssambandi eldri borgara og Félagi eldri borgara í Reykjavík en auk þeirra er leitað að fleiri sjálfboðaliðum. Símaspjallið er viðbót við aðra þjónustu Reykjavíkurborgar á borð við heimaþjónustu og heimahjúkrun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira