Gjöf sem heldur áfram að gefa - 5.000 króna gjafabréf ríkisstjórnarinnar Bárður Örn Gunnarsson skrifar 21. apríl 2020 16:00 Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er góð hugmynd sem mun klárlega hvetja Íslendinga til að njóta þeirra stórkostlegu upplifanna sem okkur hefur tekist að byggja upp á undraskömmum tíma til handa erlendum ferðamönnum. Jöklagöngur, hestaferðir, fjallahjólaferðir, söfn og sýningar, hótelgistingar eða heilsulindir. Ísland hefur upp á svo margt stórfenglegt að bjóða. Hvernig ætlum við að gefa þessa gjöf? Þá kemur að útfærslunni, hvernig ætlum við að afhenda þessa gjöf? Auðveldasta og andlausasta hugmyndin væri einfaldlega að láta bankana senda öllum gjafakort í formi fyrirframgreidds debetkorts. Þegar sú hugmynd er skoðuð nánar er hún kannski ekki svo góð. Í fyrsta lagi fá bankar og greiðslumiðlanir þóknun af færslunum og jafnvel fjármagnstekjur ef peningurinn situr vaxtalaus í kerfum þeirra. Það sem er öllu verra er að erlendar stafrænar ferðaheildsölur fá stóra sneið af kökunni. Fyrirtæki eins og Booking.com, Hotels.com, GetYourGuide.com, TripAdvisor.com og fleiri þjónustur taka 5-30% þjónustugjald af öllum kaupum. Þannig að ef hjón myndu nýta gjafabréfið sitt til að bóka gistingu fyrir 20.000kr. var íslenska ríkið að greiða alla þóknunina til Booking.com. Prentun og sendingarkostnaður af þessum gjafabréfum væri einnig þvílík sóun, svo ég tali nú ekki um mengun. Gjöf sem heldur áfram að gefa Það jákvæða sem COVID-19 hefur gert fyrir okkur er að flýta stafrænni þróun, hver vissi t.d. hvað ZOOM var fyrir mánuði síðan? Eða eins og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, orðaði svo skemmtilega: “Tæknivæðing í skólum sem hefði auðveldlega tekið 20 ár með hefðbundinni stefnumörkun hefur orðið á 20 dögum.” Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa lyft grettistaki á undraveðum tíma til að hjálpa við lausn ýmissa mála sem annars hefði verið bæði dýrara og seinvirkara að leysa. Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur t.d. boðið sína lausn til að halda utan um líðan og eftirfylgni við sjúklinga. Á rúmri viku kláruðu íslensku fyrirtækin Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn, forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og Syndis smitrakningarappið Rakning C-19. Bretum hefur t.d. ekki enn tekist að koma sambærilegri lausn í loftið. Það er eins með þessa ávísun, við eigum að nýta hana til að styðja við íslenska nýsköpun og stafræna innleiðingu. Við eigum fjöldann allan af framúrskarandi frumkvöðlafyrirtækjum sem öll ættu miklu frekar skilið að fá sneið af kökunni en alþjóðleg stórfyrirtæki. Íslenski Fjártækniklasinn og Íslenski ferðaklasinn eru fullir af frábærum fyrirtækjum. Við eigum fjölda sterkra fjártæknifyrirtækja og ferðaþjónustusprota sem gætu leyst þessa áskorun, sem dæmi má nefna: Meniga, Monerium, Memento; TourDesk, Bókun, TravelAid, GetLocal og GoDo. Lausnir sem flýta innleiðingu nýrrar tækni eða tæknilæsis eins og Aur, Kass og Síminn Pay gætu jafnvel verið svarið. Við eigum meira að segja frumkvöðlafyrirtækið YAY! sem þróar rafræn gjafakort sem mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nota nú þegar. Látum hæfasta fyrirtækið eða samstarf þeirra njóta sviðsljóssins í þessu verkefni eins og þeim sem nefnd eru hér að framan úr heilbrigðistækni. Gefum okkar frábæru frumkvöðlum þá gjöf að takast á við þessar áskoranir og njóta ávaxtanna. Leyfið okkur, eigendum gjafabréfanna, að sigrast á þeirri áskorun að tileinka okkur nýja tækni og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri LAVA Centre og Svartatinds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er góð hugmynd sem mun klárlega hvetja Íslendinga til að njóta þeirra stórkostlegu upplifanna sem okkur hefur tekist að byggja upp á undraskömmum tíma til handa erlendum ferðamönnum. Jöklagöngur, hestaferðir, fjallahjólaferðir, söfn og sýningar, hótelgistingar eða heilsulindir. Ísland hefur upp á svo margt stórfenglegt að bjóða. Hvernig ætlum við að gefa þessa gjöf? Þá kemur að útfærslunni, hvernig ætlum við að afhenda þessa gjöf? Auðveldasta og andlausasta hugmyndin væri einfaldlega að láta bankana senda öllum gjafakort í formi fyrirframgreidds debetkorts. Þegar sú hugmynd er skoðuð nánar er hún kannski ekki svo góð. Í fyrsta lagi fá bankar og greiðslumiðlanir þóknun af færslunum og jafnvel fjármagnstekjur ef peningurinn situr vaxtalaus í kerfum þeirra. Það sem er öllu verra er að erlendar stafrænar ferðaheildsölur fá stóra sneið af kökunni. Fyrirtæki eins og Booking.com, Hotels.com, GetYourGuide.com, TripAdvisor.com og fleiri þjónustur taka 5-30% þjónustugjald af öllum kaupum. Þannig að ef hjón myndu nýta gjafabréfið sitt til að bóka gistingu fyrir 20.000kr. var íslenska ríkið að greiða alla þóknunina til Booking.com. Prentun og sendingarkostnaður af þessum gjafabréfum væri einnig þvílík sóun, svo ég tali nú ekki um mengun. Gjöf sem heldur áfram að gefa Það jákvæða sem COVID-19 hefur gert fyrir okkur er að flýta stafrænni þróun, hver vissi t.d. hvað ZOOM var fyrir mánuði síðan? Eða eins og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, orðaði svo skemmtilega: “Tæknivæðing í skólum sem hefði auðveldlega tekið 20 ár með hefðbundinni stefnumörkun hefur orðið á 20 dögum.” Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa lyft grettistaki á undraveðum tíma til að hjálpa við lausn ýmissa mála sem annars hefði verið bæði dýrara og seinvirkara að leysa. Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur t.d. boðið sína lausn til að halda utan um líðan og eftirfylgni við sjúklinga. Á rúmri viku kláruðu íslensku fyrirtækin Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn, forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og Syndis smitrakningarappið Rakning C-19. Bretum hefur t.d. ekki enn tekist að koma sambærilegri lausn í loftið. Það er eins með þessa ávísun, við eigum að nýta hana til að styðja við íslenska nýsköpun og stafræna innleiðingu. Við eigum fjöldann allan af framúrskarandi frumkvöðlafyrirtækjum sem öll ættu miklu frekar skilið að fá sneið af kökunni en alþjóðleg stórfyrirtæki. Íslenski Fjártækniklasinn og Íslenski ferðaklasinn eru fullir af frábærum fyrirtækjum. Við eigum fjölda sterkra fjártæknifyrirtækja og ferðaþjónustusprota sem gætu leyst þessa áskorun, sem dæmi má nefna: Meniga, Monerium, Memento; TourDesk, Bókun, TravelAid, GetLocal og GoDo. Lausnir sem flýta innleiðingu nýrrar tækni eða tæknilæsis eins og Aur, Kass og Síminn Pay gætu jafnvel verið svarið. Við eigum meira að segja frumkvöðlafyrirtækið YAY! sem þróar rafræn gjafakort sem mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nota nú þegar. Látum hæfasta fyrirtækið eða samstarf þeirra njóta sviðsljóssins í þessu verkefni eins og þeim sem nefnd eru hér að framan úr heilbrigðistækni. Gefum okkar frábæru frumkvöðlum þá gjöf að takast á við þessar áskoranir og njóta ávaxtanna. Leyfið okkur, eigendum gjafabréfanna, að sigrast á þeirri áskorun að tileinka okkur nýja tækni og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri LAVA Centre og Svartatinds.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar