Ekkert Reykjavíkurbarn veikst alvarlega af Covid-19 að sögn sviðsstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2020 13:34 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. Helgi Grímsson, sviðsstjóri, segir sviðið hafa sloppið tiltölulega vel í faraldrinum í ljósi þess mikla fjölda sem starfar hjá skóla-og frístundasviði, sem eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð manns. Samkvæmt tölum frá Gagnaþjónustu Reykjavíkurborgar hafa tæplega 400 starfsmenn sviðsins ýmist þurft að sæta sóttkví eða einangrun frá því faraldurinn kom upp. Flestir sem hafa þurft að fara í sóttkví eða eingangrun starfa hjá skóla-eða frístundasviði samanborið við önnur svið borginnar enda starfa þar flestir. Fjörutíu grunnskólabörn hafa veikst í faraldrinum og níu leikskólabörn að sögn Helga. Ekkert þeirra hefur þó veikst alvarlega. Tuttugu starfsmenn í grunnskólum borgarinnar hafa smitast af Covid-19 en þrjátíu og fimm í leikskólunum. Helgi segir að flest smitanna hefðu átt sér stað áður en heilbrigðisráðherra setti, að beiðni sóttvarnalæknis, á takmarkanir á borð við öryggisfjarlægð og samkomubann. „Þessar tölur lýsa því kannski númer eitt, tvö og þrjú hvað skóla-og frístundasvið er stórt svið og hversu margir starfsmenn vinna á sviðinu í hlutfalli við önnur svið Reykjavíkurborgar. Ef við skoðum sögu smitanna þá sjáum við að flest þeirra komu upp á þeim tíma þegar menn voru enn að faðmast í vinnunni og voru ekki komin með þessa smitgát nægilega vel. Smitum eftir takmarkanirnar á skólastarfinu hefur fækkað mjög mikið en þau voru heldur ekki svo mörg fyrir.“ Helgi segist afar stoltur af því hvernig starfsfólk skóla-og frístundasviðs hefur tekist til í sóttvörnum og að tryggja öryggi. „Ég tel að við höfum staðið okkur alveg frábærlega, bæði í leikskóla og grunnskóla, sérstaklega þegar smitið var sem mest, að ná að temja það, þannig að öryggi starfs í leik-og grunnskólum sé með þessum öfluga hætti og raun ber vitni á seinustu dögum.“ Helgi segir góðan árangur starfsfólks sviðsins hafa vakið athygli erlendis. Fjölmiðlar hafi á síðustu vikum óskað eftir upplýsingum um aðferðir Íslendinganna. „Ég fékk til dæmis fyrirspurn frá dagblaðinu í Bergen í Noregi spurninguna, „hversu margir hafa smitast alvarlega af börnum og starfsmönnum?“ Í þeirra skilgreiningu var það að smitast alvarlega að leggjast inn á spítala, fara í öndunarvél eða að einhver hafi látist. Við könnun hjá okkur kom í ljós að ekkert barn í leik-og grunnskóla veiktist alvarlega og af þessum 5.100 starfsmönnum sem málið varðar voru tveir sem veiktust alvarlega, það er að segja tveir sem fóru inn á sjúkrahús, lögðust þar inn og annar af þeim þurfti öndunaraðstoð, ekki öndunarvél, heldur súrefni. Þeim þótti þetta nokkuð merkilegt hversu lítil áhrif vírusinn hefði á skólaumhverfið hjá okkur.“ Þrátt fyrir að Íslendingar hafi náð ágætis tökum á faraldrinum greinast þó enn þó nokkur smit daglega. Aflétting á takmörkunum blasir við starfsfólki 4. maí og hefur sóttvarnateymið sagt að skólahald ætti að vera með „eðlilegum hætti“ eftir þann dag. Helgi var spurður hvort starfsfólk í leik- og grunnskólum hefði áhyggjur eða fyndist óþægilegt að þurfa að mæta til vinnu við þessar kringumstæður. „Alveg örugglega, og ég held það eigi við um alla Íslendinga. Ef menn upplifa að þeir eigi á hættu að veikjast þá er það alltaf óþægileg staða. Hið óþekkta er alltaf erfitt. Fyrir marga sem hafa undirliggjandi sjúkdóma, eða búa á heimili þar sem fólk er með undirliggjandi sjúkdóma, þá er þetta eðlilega erfitt. En þess vegna segi ég að við munum áfram passa okkur, við munum áfram gæta að smitgát miðað við það umhverfi sem við erum í og það verður á komandi vikum sem við þurfum öll að standa saman um að gera eins vel og við getum til að minnka líkur á útbreiðslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Sjá meira
Af þeim fimmtíu og fimm starfsmönnum skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur sem sýkst hafa af Covid-19 hafa tveir veikst alvarlega og þurft á innlögn á sjúkrahús að halda. Helgi Grímsson, sviðsstjóri, segir sviðið hafa sloppið tiltölulega vel í faraldrinum í ljósi þess mikla fjölda sem starfar hjá skóla-og frístundasviði, sem eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð manns. Samkvæmt tölum frá Gagnaþjónustu Reykjavíkurborgar hafa tæplega 400 starfsmenn sviðsins ýmist þurft að sæta sóttkví eða einangrun frá því faraldurinn kom upp. Flestir sem hafa þurft að fara í sóttkví eða eingangrun starfa hjá skóla-eða frístundasviði samanborið við önnur svið borginnar enda starfa þar flestir. Fjörutíu grunnskólabörn hafa veikst í faraldrinum og níu leikskólabörn að sögn Helga. Ekkert þeirra hefur þó veikst alvarlega. Tuttugu starfsmenn í grunnskólum borgarinnar hafa smitast af Covid-19 en þrjátíu og fimm í leikskólunum. Helgi segir að flest smitanna hefðu átt sér stað áður en heilbrigðisráðherra setti, að beiðni sóttvarnalæknis, á takmarkanir á borð við öryggisfjarlægð og samkomubann. „Þessar tölur lýsa því kannski númer eitt, tvö og þrjú hvað skóla-og frístundasvið er stórt svið og hversu margir starfsmenn vinna á sviðinu í hlutfalli við önnur svið Reykjavíkurborgar. Ef við skoðum sögu smitanna þá sjáum við að flest þeirra komu upp á þeim tíma þegar menn voru enn að faðmast í vinnunni og voru ekki komin með þessa smitgát nægilega vel. Smitum eftir takmarkanirnar á skólastarfinu hefur fækkað mjög mikið en þau voru heldur ekki svo mörg fyrir.“ Helgi segist afar stoltur af því hvernig starfsfólk skóla-og frístundasviðs hefur tekist til í sóttvörnum og að tryggja öryggi. „Ég tel að við höfum staðið okkur alveg frábærlega, bæði í leikskóla og grunnskóla, sérstaklega þegar smitið var sem mest, að ná að temja það, þannig að öryggi starfs í leik-og grunnskólum sé með þessum öfluga hætti og raun ber vitni á seinustu dögum.“ Helgi segir góðan árangur starfsfólks sviðsins hafa vakið athygli erlendis. Fjölmiðlar hafi á síðustu vikum óskað eftir upplýsingum um aðferðir Íslendinganna. „Ég fékk til dæmis fyrirspurn frá dagblaðinu í Bergen í Noregi spurninguna, „hversu margir hafa smitast alvarlega af börnum og starfsmönnum?“ Í þeirra skilgreiningu var það að smitast alvarlega að leggjast inn á spítala, fara í öndunarvél eða að einhver hafi látist. Við könnun hjá okkur kom í ljós að ekkert barn í leik-og grunnskóla veiktist alvarlega og af þessum 5.100 starfsmönnum sem málið varðar voru tveir sem veiktust alvarlega, það er að segja tveir sem fóru inn á sjúkrahús, lögðust þar inn og annar af þeim þurfti öndunaraðstoð, ekki öndunarvél, heldur súrefni. Þeim þótti þetta nokkuð merkilegt hversu lítil áhrif vírusinn hefði á skólaumhverfið hjá okkur.“ Þrátt fyrir að Íslendingar hafi náð ágætis tökum á faraldrinum greinast þó enn þó nokkur smit daglega. Aflétting á takmörkunum blasir við starfsfólki 4. maí og hefur sóttvarnateymið sagt að skólahald ætti að vera með „eðlilegum hætti“ eftir þann dag. Helgi var spurður hvort starfsfólk í leik- og grunnskólum hefði áhyggjur eða fyndist óþægilegt að þurfa að mæta til vinnu við þessar kringumstæður. „Alveg örugglega, og ég held það eigi við um alla Íslendinga. Ef menn upplifa að þeir eigi á hættu að veikjast þá er það alltaf óþægileg staða. Hið óþekkta er alltaf erfitt. Fyrir marga sem hafa undirliggjandi sjúkdóma, eða búa á heimili þar sem fólk er með undirliggjandi sjúkdóma, þá er þetta eðlilega erfitt. En þess vegna segi ég að við munum áfram passa okkur, við munum áfram gæta að smitgát miðað við það umhverfi sem við erum í og það verður á komandi vikum sem við þurfum öll að standa saman um að gera eins vel og við getum til að minnka líkur á útbreiðslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Sjá meira