Að þora – Ísland í Mannréttindaráði S.þ. Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 10:30 Þátttaka Íslands í starfi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2018-2019 er fyrir margra hluta sakir stórmerkileg. Talað er um tímamót í íslenskri utanríkisþjónustu enda er það rétt að Ísland hefur ekki áður tekið að sér svo stórt hlutverk á alþjóðavettvangi. Það sem meira máli skiptir er hins vegar það hvernig íslenska utanríkisþjónustan nýtti þau tækifæri sem gáfust með setu í ráðinu til fulls, tók forystu og þorði að beita sér af krafti gegn stjórnvöldum einhverra harðsvíruðustu ríkja heims, fordæma mannréttindabrot þeirra og krefjast aðgerða. Því fer fjarri að slíkur kraftur hafi einkennt Mannréttindaráðið, eða fyrirrennara þess, í gegnum tíðina. Mannréttindastofnanir Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindanefndin frá 1946-2006 og Mannréttindaráðið frá 2006 til dagsins í dag, hafa alla tíð verið harðlega gagnrýndar fyrir getuleysi og ótrúverðugleika í baráttunni fyrir mannréttindum á heimsvísu. Tvískinnungurinn hefur oft á tíðum varpað skugga á orðspor Sameinuðu þjóðanna í heild sinni. Þau ríki sem standa sig hvað verst í vernd mannréttinda hafa sóst stíft eftir aðild að þessum stofnunum til að geta varist gagnrýni í sinn garð. Reglur og skipulag Mannréttindaráðsins gera þessum ríkjum kleift að tryggja sér aðild að ráðinu og hópa sig saman til varnar aðgerðum gegn sér. Það skal því engan undra að ríki á borð við Sádi-Arabíu, Kúbu, Venesúela, Kína, Egyptaland, Rússland, Pakistan, Kenía, Filippseyjar, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kongó, Katar, Bangladesh, Indland og El Salvador hafi átt aðild að ráðinu á síðastliðnum áratug. Þó svo að þær breytingar sem gerðar voru þegar Mannréttindaráðið tók við af Mannréttindanefndinni árið 2006 hafi skilað töluverðum árangri eru ríki sem hafa orðið uppvís af stórvægilegum mannréttindabrotum heima fyrir enn fyrirferðamikil í starfi ráðsins. Skortur hefur verið á að þau ríki sem hafa mannréttindi í hávegum taki forystu og sýni vilja og þor til að beita sér af krafti á vettvangi ráðsins, fordæma alvarleg mannréttindabrot og krefjast aðgerða. Pólitískir og efnahagslegir hagsmunir virðast einfaldlega hafa verið mannréttindavernd yfirsterkari. Í sinni stuttu aðildartíð tók Ísland einmitt þá forystu og sýndi þann vilja og þor sem skortur hefur verið á í starfi ráðsins þegar íslenska sendinefndin leiddi aðgerðir gegn stjórnvöldum í Sádi-Arabíu og á Filippseyjum. Aldrei áður í sögu Mannréttindaráðsins höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu verið tekin sérstaklega fyrir. Það segir allt sem segja þarf. Í yfirlýsingu meirihluta ríkja ráðsins, undir forystu Íslands, var framganga stjórnvalda í Sádi-Arabíu harðlega gagnrýnd. Lýst var yfir miklum áhyggjum af handtökum og fangelsun baráttufólks fyrir mannréttindum án dóms og laga og kallað sérstaklega eftir því að níu nafngreindar baráttukonur fyrir réttindum kvenna yrðu leystar úr haldi. Þá fordæmdu ríkin morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og kröfðust þess að fram færi sjálfstæð og óhlutdræg rannsókn á morðinu og hinir ábyrgu dregnir til ábyrgðar. Líkt og í tilfelli Sádi-Arabíu hafði aldrei áður verið fjallað sérstaklega um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum í Mannréttindaráðinu. Ástand mannréttindamála í landinu hefur farið síversnandi frá árinu 2016 í forsetatíð Rodrigo Duterte með aftökum á þúsundum borgara án dóms og laga sem stjórnvöld hafa réttlætt á grundvelli svokallaðs stríðs gegn eiturlyfjum. Í ályktun um ástandið á Filippseyjum, undir forystu Íslands, voru stjórnvöld í landinu hvött til að stöðva aftökur án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Enn fremur var farið fram á að stjórnvöld á Filippseyjum sýndu stofnunum Sameinuðu þjóðanna fullan samstarfsvilja og var mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna falin skýrslugerð um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum fyrir fund Mannréttindaráðsins í júní nk. Þessu til viðbótar beitti Ísland sér sérstaklega fyrir jafnrétti kynjanna, réttindum hinsegin fólks, málefnum barna, tengslum umhverfismála og mannréttinda og nauðsynlegum umbótum á starfsemi Mannréttindaráðsins. Ekki var síður full þörf á því. Það er ekki sjálfgefið að smáríki eins og Ísland setji á þennan hátt sitt mark á starf stofnunar á borð við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Hvað þá á helmingi styttri tíma en aðildarríki hafa almennt til umráða þar sem Ísland tók sæti Bandaríkjanna á miðju þriggja ára kjörtímabili. Eins mikilvægt og það er að veita íslenskum stjórnvöldum ríkt aðhald í störfum sínum í hvívetna er einnig vert að hrósa þeim fyrir vel unnin störf þegar svo á við. Þegar kemur að aðild Íslands að Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eiga utanríkisráðherra og utanríkisþjónustan tvímælalaust hrós skilið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Utanríkismál Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þátttaka Íslands í starfi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2018-2019 er fyrir margra hluta sakir stórmerkileg. Talað er um tímamót í íslenskri utanríkisþjónustu enda er það rétt að Ísland hefur ekki áður tekið að sér svo stórt hlutverk á alþjóðavettvangi. Það sem meira máli skiptir er hins vegar það hvernig íslenska utanríkisþjónustan nýtti þau tækifæri sem gáfust með setu í ráðinu til fulls, tók forystu og þorði að beita sér af krafti gegn stjórnvöldum einhverra harðsvíruðustu ríkja heims, fordæma mannréttindabrot þeirra og krefjast aðgerða. Því fer fjarri að slíkur kraftur hafi einkennt Mannréttindaráðið, eða fyrirrennara þess, í gegnum tíðina. Mannréttindastofnanir Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindanefndin frá 1946-2006 og Mannréttindaráðið frá 2006 til dagsins í dag, hafa alla tíð verið harðlega gagnrýndar fyrir getuleysi og ótrúverðugleika í baráttunni fyrir mannréttindum á heimsvísu. Tvískinnungurinn hefur oft á tíðum varpað skugga á orðspor Sameinuðu þjóðanna í heild sinni. Þau ríki sem standa sig hvað verst í vernd mannréttinda hafa sóst stíft eftir aðild að þessum stofnunum til að geta varist gagnrýni í sinn garð. Reglur og skipulag Mannréttindaráðsins gera þessum ríkjum kleift að tryggja sér aðild að ráðinu og hópa sig saman til varnar aðgerðum gegn sér. Það skal því engan undra að ríki á borð við Sádi-Arabíu, Kúbu, Venesúela, Kína, Egyptaland, Rússland, Pakistan, Kenía, Filippseyjar, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kongó, Katar, Bangladesh, Indland og El Salvador hafi átt aðild að ráðinu á síðastliðnum áratug. Þó svo að þær breytingar sem gerðar voru þegar Mannréttindaráðið tók við af Mannréttindanefndinni árið 2006 hafi skilað töluverðum árangri eru ríki sem hafa orðið uppvís af stórvægilegum mannréttindabrotum heima fyrir enn fyrirferðamikil í starfi ráðsins. Skortur hefur verið á að þau ríki sem hafa mannréttindi í hávegum taki forystu og sýni vilja og þor til að beita sér af krafti á vettvangi ráðsins, fordæma alvarleg mannréttindabrot og krefjast aðgerða. Pólitískir og efnahagslegir hagsmunir virðast einfaldlega hafa verið mannréttindavernd yfirsterkari. Í sinni stuttu aðildartíð tók Ísland einmitt þá forystu og sýndi þann vilja og þor sem skortur hefur verið á í starfi ráðsins þegar íslenska sendinefndin leiddi aðgerðir gegn stjórnvöldum í Sádi-Arabíu og á Filippseyjum. Aldrei áður í sögu Mannréttindaráðsins höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu verið tekin sérstaklega fyrir. Það segir allt sem segja þarf. Í yfirlýsingu meirihluta ríkja ráðsins, undir forystu Íslands, var framganga stjórnvalda í Sádi-Arabíu harðlega gagnrýnd. Lýst var yfir miklum áhyggjum af handtökum og fangelsun baráttufólks fyrir mannréttindum án dóms og laga og kallað sérstaklega eftir því að níu nafngreindar baráttukonur fyrir réttindum kvenna yrðu leystar úr haldi. Þá fordæmdu ríkin morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og kröfðust þess að fram færi sjálfstæð og óhlutdræg rannsókn á morðinu og hinir ábyrgu dregnir til ábyrgðar. Líkt og í tilfelli Sádi-Arabíu hafði aldrei áður verið fjallað sérstaklega um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum í Mannréttindaráðinu. Ástand mannréttindamála í landinu hefur farið síversnandi frá árinu 2016 í forsetatíð Rodrigo Duterte með aftökum á þúsundum borgara án dóms og laga sem stjórnvöld hafa réttlætt á grundvelli svokallaðs stríðs gegn eiturlyfjum. Í ályktun um ástandið á Filippseyjum, undir forystu Íslands, voru stjórnvöld í landinu hvött til að stöðva aftökur án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Enn fremur var farið fram á að stjórnvöld á Filippseyjum sýndu stofnunum Sameinuðu þjóðanna fullan samstarfsvilja og var mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna falin skýrslugerð um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum fyrir fund Mannréttindaráðsins í júní nk. Þessu til viðbótar beitti Ísland sér sérstaklega fyrir jafnrétti kynjanna, réttindum hinsegin fólks, málefnum barna, tengslum umhverfismála og mannréttinda og nauðsynlegum umbótum á starfsemi Mannréttindaráðsins. Ekki var síður full þörf á því. Það er ekki sjálfgefið að smáríki eins og Ísland setji á þennan hátt sitt mark á starf stofnunar á borð við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Hvað þá á helmingi styttri tíma en aðildarríki hafa almennt til umráða þar sem Ísland tók sæti Bandaríkjanna á miðju þriggja ára kjörtímabili. Eins mikilvægt og það er að veita íslenskum stjórnvöldum ríkt aðhald í störfum sínum í hvívetna er einnig vert að hrósa þeim fyrir vel unnin störf þegar svo á við. Þegar kemur að aðild Íslands að Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eiga utanríkisráðherra og utanríkisþjónustan tvímælalaust hrós skilið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar