Fjöldi rúma á gjörgæslu nú í takti við svartsýnustu spá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 15:34 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir mikla getu og sveigjanleika í íslensku heilbrigðiskerfi til að bregðast við aðstæðum. Vísir/Vilhelm Mesta álag á gjörgæsludeild Landspítalans verður í annarri viku í apríl samkvæmt nýju spálíkani. Þá gætu átján legið inni á gjörgæslu á sama tíma samkvæmt svartsýnustu spá. Forstjóri Landspítalans segir að þegar séu klár átján rúm á gjörgæslu til að mæta mögulegum fjölda. Niðurstöður nýs spálíkans voru birtar á Covid.hi.is í dag. Um er að ræða uppfærða spá miðað við gögn sem lágu fyrir þann 29. mars. Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað minnt á að um spálíkön sé að ræða, sem taka verði með fyrirvara. Almannavarnir miða aðgerðir sínar við svartsýnustu spá hverju sinni. 120-200 innlagnir Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1700 manns á Íslandi vera greind með COVID-19, en talan gæti náð nær 2800 manns miðað við svartsýnni spá. Stóru svörtu punktarnir svara til fjölda uppsafnaðra greindra smita á hverjum degi. Punktarnir falla nokkuð vel að líklegri spá. Svartsýna spá má sjá með brotalínunni fyrir ofan. Grafið með óheftum veldisvexti sýnir afleiðingar hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða.Covid.hi.is Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns. Viku seinna gæti fjöldinn náð 1800 manns samkvæmt svartsýnni spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 200 manns. Frekari hliðrun í aldursdreifingu myndi auka álag Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður samkvæmt spánni fyrir miðjan apríl. Þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 100 einstaklingar. Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 25 einstaklingar veikjast alvarlega og þurfa innlögn á gjörgæslu. Svartsýnni spá er 44 einstaklingar. Miðað við líklega spá verða mest tíu virkar gjörgæslulegur á hverjum degi. Þær eru í dag sjö. Þær gætu orðið átján samkvæmt svartsýnustu spá.Covid.hi.is Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl en þá er búist við því að tíu manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið átján manns. Smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert. Gjörgæsla snýst fyrst og fremst um mannskap Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minni á það sem hann kallaði gríðarlegan sveigjanleika og getu heilbrigðisþjónstunnar til að bregðast hratt við þegar á reyni. „Gjörgæslan í Fossvogi fer í dag upp í átján rúm. Venjulega er gjörgæslan í Fossvogi með sex rúm. Þannig að við erum að þrefalda rúmafjölda þar. Það er til að bregðast við. Við þurfum þau ekki öll núna fyrir Covid-faraldurinn en við erum að búa í haginn þar,“ sagði Páll. Alma Möller landlæknir hefur viðrað áhyggjur sínar af aukinni sölu á áfengi undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Alma Dagbjört Möller landlæknir ræddi gjörgæslumeðferð á fundinum. Minnti hún á að Covid-19 væri nýr sjúkdómur sem allur heimurinn væri að reyna að fá meiri upplýsingar um. Til dæmis var átta klukkustunda langur alþjóðlegur fjarfundur gjörgæslulækna á laugardaginn þar sem læknar réðu ráðum sínum og skiptust á skoðunum. „Þar kom fram að víðast hvar, eins og hér, er gríðarleg aukin þörf fyrir gjörgæslumeðferð og öll lönd að vinna í því að fjölga gjörgæsluplássum. Fyrst og fremst snýst það um mannskap þótt tæki og birgðir skipti máli líka.“ Líkanið verður stöðugra með tímanum Fram kemur á Covid.hi.is að greiningarvinnan haldi áfram og spálíkanið verði uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa beri í huga að vegna fámennis geti tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verði þó stöðugra eftir því sem á líður. Upptöku frá upplýsingafundinum í dag má sjá að neðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Mesta álag á gjörgæsludeild Landspítalans verður í annarri viku í apríl samkvæmt nýju spálíkani. Þá gætu átján legið inni á gjörgæslu á sama tíma samkvæmt svartsýnustu spá. Forstjóri Landspítalans segir að þegar séu klár átján rúm á gjörgæslu til að mæta mögulegum fjölda. Niðurstöður nýs spálíkans voru birtar á Covid.hi.is í dag. Um er að ræða uppfærða spá miðað við gögn sem lágu fyrir þann 29. mars. Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað minnt á að um spálíkön sé að ræða, sem taka verði með fyrirvara. Almannavarnir miða aðgerðir sínar við svartsýnustu spá hverju sinni. 120-200 innlagnir Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1700 manns á Íslandi vera greind með COVID-19, en talan gæti náð nær 2800 manns miðað við svartsýnni spá. Stóru svörtu punktarnir svara til fjölda uppsafnaðra greindra smita á hverjum degi. Punktarnir falla nokkuð vel að líklegri spá. Svartsýna spá má sjá með brotalínunni fyrir ofan. Grafið með óheftum veldisvexti sýnir afleiðingar hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða.Covid.hi.is Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns. Viku seinna gæti fjöldinn náð 1800 manns samkvæmt svartsýnni spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 200 manns. Frekari hliðrun í aldursdreifingu myndi auka álag Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður samkvæmt spánni fyrir miðjan apríl. Þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 100 einstaklingar. Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 25 einstaklingar veikjast alvarlega og þurfa innlögn á gjörgæslu. Svartsýnni spá er 44 einstaklingar. Miðað við líklega spá verða mest tíu virkar gjörgæslulegur á hverjum degi. Þær eru í dag sjö. Þær gætu orðið átján samkvæmt svartsýnustu spá.Covid.hi.is Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl en þá er búist við því að tíu manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið átján manns. Smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert. Gjörgæsla snýst fyrst og fremst um mannskap Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minni á það sem hann kallaði gríðarlegan sveigjanleika og getu heilbrigðisþjónstunnar til að bregðast hratt við þegar á reyni. „Gjörgæslan í Fossvogi fer í dag upp í átján rúm. Venjulega er gjörgæslan í Fossvogi með sex rúm. Þannig að við erum að þrefalda rúmafjölda þar. Það er til að bregðast við. Við þurfum þau ekki öll núna fyrir Covid-faraldurinn en við erum að búa í haginn þar,“ sagði Páll. Alma Möller landlæknir hefur viðrað áhyggjur sínar af aukinni sölu á áfengi undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Alma Dagbjört Möller landlæknir ræddi gjörgæslumeðferð á fundinum. Minnti hún á að Covid-19 væri nýr sjúkdómur sem allur heimurinn væri að reyna að fá meiri upplýsingar um. Til dæmis var átta klukkustunda langur alþjóðlegur fjarfundur gjörgæslulækna á laugardaginn þar sem læknar réðu ráðum sínum og skiptust á skoðunum. „Þar kom fram að víðast hvar, eins og hér, er gríðarleg aukin þörf fyrir gjörgæslumeðferð og öll lönd að vinna í því að fjölga gjörgæsluplássum. Fyrst og fremst snýst það um mannskap þótt tæki og birgðir skipti máli líka.“ Líkanið verður stöðugra með tímanum Fram kemur á Covid.hi.is að greiningarvinnan haldi áfram og spálíkanið verði uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa beri í huga að vegna fámennis geti tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verði þó stöðugra eftir því sem á líður. Upptöku frá upplýsingafundinum í dag má sjá að neðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira