Covid-19 var fyrirsjáanlegur faraldur Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 30. mars 2020 13:00 Þegar Trump Bandaríkjaforseti sagði Covid-19 vera „ófyrirséð vandamál… enginn átti von á þessu,“ ranghvolfdu margir augunum því þetta er einfaldlega ekki rétt. Hefði einhver getaðspáð fyrir hvenær nákvæmlega næsti alþjóðafaraldur myndi eiga sér stað? Nei. Hefði einhver getað spáð fyrir hvar hann myndi byrja og hvert hann myndi dreifast og hvernig? Nei, líklega ekki. En smitsjúkdómafræðingar, þjóðaröryggisráðgjafar, sérfræðingar í heilbrigðis- og þróunarmálum hafa varað við því að það væri bara spurning um hvenær, ekki hvort slíkt gerist, - og hafa sagt að heimurinn væri ekki reiðubúinn til að takast á við þá stöðu. Með puttann á púlsinum „Við heiminum blasir bráð hætta á alvarlegum svæðisbundnum eða alþjóðlegum faraldri sem mun ekki einungis valda mörgum dauðsföllum, heldur setja hagkerfin í uppnám og skapa samfélagslega óreiðu." Þetta voru feitletruð varnarorð í skýrslunni Heimur í hættu, sem kom út í september síðastliðnum hjá Global Perparedness Monitoring Board (GPMB), sem er samstarfsverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Alþjóðabankastofnana (e. World Bank Group). Þetta var líka umræðuefni Bill Gates í www.ted.com fyrirlestri frá 2015. Í október 2019 unnu svo Bill & Melinda Gates stofnunin og John Hopkins háskólinn með Alþjóðaefnahagsráðinu (e. World Economic Forum) að því að undirbúa viðbrögð leiðtoga víða um heim við heimsfaraldri. Sett var á svið æfing fyrir slíkt neyðarástand og hægt var að fylgjast með á netinu. Á svipuðum tíma stóð Miðstöð um strategíu og alþjóðafræði fyrir hermiæfingu sem sýndi svipaðar niðurstöður. Svona mætti áfram telja. Tæki og aðferðir eru til staðar „Heimurinn er í hættu," segir í ofangreindri skýrslu, "en, sem heild, búum við yfir tækjunum og aðferðunum til að bjarga okkur og hagkerfum okkar. Það sem þarf er forysta og vilji til að taka afgerandi og samstíga ákvarðanir." Fleiri alþjóðlegar áskoranir eru á sjóndeilarhringnum. Skoðum stöðuna. Loftslagsváin, hröð hlýnun, bæði á Norður- og Suðurskautinu og súrnun hafs. Hvernig erum við að undirbúa íslenskt menntakerfi, atvinnulíf og samfélag fyrir það? Hverjir hafa þar leiðandi hlutverk? Netöryggismál eru annað dæmi sem þarfnast sérstakrar athygli núna þegar hagkerfi og tæknikerfi eru viðkvæmari en ella, vegna lamandi áhrifa Covid-19. Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir og forysta úr opinberum og einkageira víða um heim vekja athygli á stórvægilegri rýrnun á líffræðilegum fjölbreytileika í vistkerfum heims, sem veldur því að geta jarðar til að endurnýja sig er að minnka, með ófyrirséðum afleiðingum. Heilbrigðiskerfi um allan heim eru í vanda stödd af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að þau standa ekki undir kostnaði eða ná ekki til allra íbúa. Svona mætti áfram telja. Global Risk Report 2020 sem Alþjóðaefnahagsráðið gaf út í janúar sl., stiklar á stóru í þessum efnum. Frjósamur jarðvegur Tilgangurinn með þessum skrifum er ekki að skapa vanmáttarkennd, heldur miklu frekar hvetja okkur til stórkostlegra verka. Heimurinn er breyttur og er að breytast. Það er staðreynd. Að finna okkur frjósaman farveg í nýjum heimi kallar á nýja hugsun, breytt viðskiptamódel og hagkerfi, markvisst samstarf þvert á ríki, geira og sérgreinar. Líkt og kemur fram í skýrslunni Heimur í hættu, sem ég vísa í hér í byrjun greinarinnar, búum við (heimurinn samanlagður) yfir tækni, aðferðum og þekkingu sem gerir það að verkum að við erum miklu undirbúnari fyrir þessar breytingar en við kannski ímyndum okkur. Til fyrirmyndar Það hvernig íslensk yfirvöld hafa haldið á spöðunum vegna Covid-19 er til fyrirmyndar. Almannavarnir og heilbrigðisþjónustan voru með plan. Ríkisstjórnin setti sérfræðingana við stýrið. Í samstarfi einka- og opinbers geira, er Ísland að leggja fram gögn og nýja þekkingu sem aðrar þjóðir geta nýtt sér. Ég finn það í samtölum við erlenda kollega að eftir þessu er tekið. Og mér finnst eflandi að sjá okkur úr fjarlægð, á öðru tungumáli, með gestsauga. Að leggja sitt fram í þágu heildarinnar, setja egóin til hliðar til að ná heildarmarkmiðum, er málið. Hugsum lengra fram í tímann Til þess að geta undirbúið okkur og skapað okkur bestu mögulegu framtíð í ljósi alþjóðlegra áskorana, þurfum við að innleiða langtímahugsun í ákvarðanir okkar í stjórn landsins, fjárfestingum og öllu þar á milli. Í heimi alþjóðlegra og landamæralausra áskorana, og í samkeppni í heimi tækni- og nýsköpunar, er það akkilesarhæll lýðræðisríkja að plana í mesta lagi 4 ár fram í tímann. Verkefnið er að hugsa okkur inn í framtíðina saman, með breiðri þátttöku, út frá sameiginlegri sýn og sviðsmyndum um hvernig við viljum búa og staðsetja okkur í heimi alþjóðlegra áskorana. Þetta væri ígrunduð vinna og hönnun sviðsmynda (e. future foresight) um það hvernig Ísland getur siglt inn í næstu 10, 30 eða 50 árin. Með því að vinna skynsamlega með alþjóðlegar áskoranir, ekki síður en tækifæri, er hægt að undirbúa okkur mun betur fyrir breyttan heim. Í því líkt og öðru, er mikilvægt að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Viðbrögð okkar á Íslandi við Covid-19 gefa ástæðu til bjartsýni um að þetta sé sannarlega mögulegt. Höfundur er þróunar- og átakafræðingur og í sérfræðingahópi World Economic Forum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Þegar Trump Bandaríkjaforseti sagði Covid-19 vera „ófyrirséð vandamál… enginn átti von á þessu,“ ranghvolfdu margir augunum því þetta er einfaldlega ekki rétt. Hefði einhver getaðspáð fyrir hvenær nákvæmlega næsti alþjóðafaraldur myndi eiga sér stað? Nei. Hefði einhver getað spáð fyrir hvar hann myndi byrja og hvert hann myndi dreifast og hvernig? Nei, líklega ekki. En smitsjúkdómafræðingar, þjóðaröryggisráðgjafar, sérfræðingar í heilbrigðis- og þróunarmálum hafa varað við því að það væri bara spurning um hvenær, ekki hvort slíkt gerist, - og hafa sagt að heimurinn væri ekki reiðubúinn til að takast á við þá stöðu. Með puttann á púlsinum „Við heiminum blasir bráð hætta á alvarlegum svæðisbundnum eða alþjóðlegum faraldri sem mun ekki einungis valda mörgum dauðsföllum, heldur setja hagkerfin í uppnám og skapa samfélagslega óreiðu." Þetta voru feitletruð varnarorð í skýrslunni Heimur í hættu, sem kom út í september síðastliðnum hjá Global Perparedness Monitoring Board (GPMB), sem er samstarfsverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Alþjóðabankastofnana (e. World Bank Group). Þetta var líka umræðuefni Bill Gates í www.ted.com fyrirlestri frá 2015. Í október 2019 unnu svo Bill & Melinda Gates stofnunin og John Hopkins háskólinn með Alþjóðaefnahagsráðinu (e. World Economic Forum) að því að undirbúa viðbrögð leiðtoga víða um heim við heimsfaraldri. Sett var á svið æfing fyrir slíkt neyðarástand og hægt var að fylgjast með á netinu. Á svipuðum tíma stóð Miðstöð um strategíu og alþjóðafræði fyrir hermiæfingu sem sýndi svipaðar niðurstöður. Svona mætti áfram telja. Tæki og aðferðir eru til staðar „Heimurinn er í hættu," segir í ofangreindri skýrslu, "en, sem heild, búum við yfir tækjunum og aðferðunum til að bjarga okkur og hagkerfum okkar. Það sem þarf er forysta og vilji til að taka afgerandi og samstíga ákvarðanir." Fleiri alþjóðlegar áskoranir eru á sjóndeilarhringnum. Skoðum stöðuna. Loftslagsváin, hröð hlýnun, bæði á Norður- og Suðurskautinu og súrnun hafs. Hvernig erum við að undirbúa íslenskt menntakerfi, atvinnulíf og samfélag fyrir það? Hverjir hafa þar leiðandi hlutverk? Netöryggismál eru annað dæmi sem þarfnast sérstakrar athygli núna þegar hagkerfi og tæknikerfi eru viðkvæmari en ella, vegna lamandi áhrifa Covid-19. Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir og forysta úr opinberum og einkageira víða um heim vekja athygli á stórvægilegri rýrnun á líffræðilegum fjölbreytileika í vistkerfum heims, sem veldur því að geta jarðar til að endurnýja sig er að minnka, með ófyrirséðum afleiðingum. Heilbrigðiskerfi um allan heim eru í vanda stödd af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að þau standa ekki undir kostnaði eða ná ekki til allra íbúa. Svona mætti áfram telja. Global Risk Report 2020 sem Alþjóðaefnahagsráðið gaf út í janúar sl., stiklar á stóru í þessum efnum. Frjósamur jarðvegur Tilgangurinn með þessum skrifum er ekki að skapa vanmáttarkennd, heldur miklu frekar hvetja okkur til stórkostlegra verka. Heimurinn er breyttur og er að breytast. Það er staðreynd. Að finna okkur frjósaman farveg í nýjum heimi kallar á nýja hugsun, breytt viðskiptamódel og hagkerfi, markvisst samstarf þvert á ríki, geira og sérgreinar. Líkt og kemur fram í skýrslunni Heimur í hættu, sem ég vísa í hér í byrjun greinarinnar, búum við (heimurinn samanlagður) yfir tækni, aðferðum og þekkingu sem gerir það að verkum að við erum miklu undirbúnari fyrir þessar breytingar en við kannski ímyndum okkur. Til fyrirmyndar Það hvernig íslensk yfirvöld hafa haldið á spöðunum vegna Covid-19 er til fyrirmyndar. Almannavarnir og heilbrigðisþjónustan voru með plan. Ríkisstjórnin setti sérfræðingana við stýrið. Í samstarfi einka- og opinbers geira, er Ísland að leggja fram gögn og nýja þekkingu sem aðrar þjóðir geta nýtt sér. Ég finn það í samtölum við erlenda kollega að eftir þessu er tekið. Og mér finnst eflandi að sjá okkur úr fjarlægð, á öðru tungumáli, með gestsauga. Að leggja sitt fram í þágu heildarinnar, setja egóin til hliðar til að ná heildarmarkmiðum, er málið. Hugsum lengra fram í tímann Til þess að geta undirbúið okkur og skapað okkur bestu mögulegu framtíð í ljósi alþjóðlegra áskorana, þurfum við að innleiða langtímahugsun í ákvarðanir okkar í stjórn landsins, fjárfestingum og öllu þar á milli. Í heimi alþjóðlegra og landamæralausra áskorana, og í samkeppni í heimi tækni- og nýsköpunar, er það akkilesarhæll lýðræðisríkja að plana í mesta lagi 4 ár fram í tímann. Verkefnið er að hugsa okkur inn í framtíðina saman, með breiðri þátttöku, út frá sameiginlegri sýn og sviðsmyndum um hvernig við viljum búa og staðsetja okkur í heimi alþjóðlegra áskorana. Þetta væri ígrunduð vinna og hönnun sviðsmynda (e. future foresight) um það hvernig Ísland getur siglt inn í næstu 10, 30 eða 50 árin. Með því að vinna skynsamlega með alþjóðlegar áskoranir, ekki síður en tækifæri, er hægt að undirbúa okkur mun betur fyrir breyttan heim. Í því líkt og öðru, er mikilvægt að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Viðbrögð okkar á Íslandi við Covid-19 gefa ástæðu til bjartsýni um að þetta sé sannarlega mögulegt. Höfundur er þróunar- og átakafræðingur og í sérfræðingahópi World Economic Forum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar