Skiptar skoðanir meðal grunnskólakennara Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 3. apríl 2020 09:30 Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni“ innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni“ til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta. Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari. Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu. Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar. Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga. Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við. Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna. Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörun um framhald skólahalds. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Viljanum kom fram að grunnskólakennarar vilji láta loka skólum. Haft var eftir ,,áhrifamanni“ innan skólasamfélagsins að það væri ósk kennara sem hlaupi hræddir og óttaslegnir eftir göngum skólanna. Mér þykir aumt ef kennaraforystan teflir fram nafnlausum ,,áhrifamanni“ til að tala fyrir stéttina. Sjálfskipaður málssvari? Kennarasambandið ætti að leiðréttið það hið snarasta. Mjög skiptar skoðanir eru meðal kennara, rétt eins og í samfélaginu, um hvort loka eigi leik- og grunnskólum. Rök eru með og á móti. Það sem þarf að setja í forgang er hvernig hvor aðgerð fer með börnin. Þau eru fórnarkostnaðurinn í stöðu sem þessari. Formlegt og óformlegt nám á sér stað í grunnskólanum á meðan veiran herjar á heimsbyggðina. Skiptir þá engu hvort talað sé í vikum eða mánuðum. Kennarar geta ekki og eiga ekki að fylgja kennslu og námsskrá til hins ýtrasta eins og var fyrir vána. Gerir það nokkuð til? Nemendur fá annars konar nám í bland við hið hefðbundna. Ef við lítum á skólann sem m.a. stað þar sem börn eiga að þroskast, læra, mæta hlýu, fá stuðning og mat svo fátt eitt sé nefnt eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda skólunum opnum. Margir nemendur eiga ekki það bakland sem börn þurfa á að halda svo a.m.k. hálfur skóladagur veitir öryggi, býr til ramma og hlúir að þeim á erfiðum stundum. Skólinn og kennarinn verður kletturinn í hafinu. Jafnréttisnefnd KÍ ályktaði um aukið ofbeldi á tímum sem þessum sem ýtir undir þá staðreynd að skólum skuli haldið opið. Barnaverndir fá færri tilkynningar vegna barna og segja skert skólastarf valda því. Almenningur er beðinn að vera á varðbergi þegar börn eru annars vegar og fók hvatt til að fylgjast með nágrannabörnum og sér í lagi ef vitað er að aðstæður eru ekki góðar. Ég skil vel áhyggjur kennara sem hafa undirliggjandi sjúkdóma og treysta sér ekki til að vinna í því álagi sem myndast í samfélaginu þegar váin er annars vegar. Þeir hinir sömu verða að gera ráðstafanir í samvinnu við stjórnendur. Leyfi mér að efast að stjórnendur séu svo ferkantaðir að þeir sýni því ekki skilning. Þurfi kennari á sóttkví að halda á að sýna því skilning án málalenginga. Margir kennarar hafa tekið áskorun um fjarnám. Eitthvað sem nú er gert í meira mæli en áður og sér í lagi á unglingastigi. Af hverju ættu kennarar á mið- og yngsta stigi ekki að taka áskorun sem fylgir þessu ástandi innan veggja skólanna. Sagt með þeim fyrirvara að stjórnendur manni stöðurnar vel. Hlaupandi, hræddir kennarar er ekki lýsing sem ég kannast við frá kennurum sem ég ræði við. Ólafur Loftsson, fyrrverandi formaður Félags grunnskólakennara benti ráðherra menntamála á nauðsyn þess að búa til bakvarðasveit kennara líkt og gert er fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hjartanlega sammála honum. Grunnskólakennarar eru mikilvægir í þessum ólgusjó og verða að hafa bakvarðasveit. Enn hefur ráðherra ekki svarað því kalli eftir því sem ég best veit. Margir kennarar eru í samfélaginu, kannski atvinnulausir nú, og hefðu hug á að leggja skólunum lið og hlaupa undir bagga þar sem vantar mannskap. Annað tveggja gæti verið ástæðan, breytt skólahald kallar á aukinn mannafla eða mikil veikindi starfsmanna skólanna. Stutt er í páskafrí. Sóttvarna- og landlæknir mega ekki láta það koma fyrir aftur að þeir tali ekki skýrt um skólahald. Í einn stað eiga foreldrar að halda börnum sínum heima og hinn stað að senda þau í skóla. Nota þarf páskahátíðina til að taka ákvörun um framhald skólahalds. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar