Verjum störfin Drífa Snædal skrifar 27. mars 2020 15:06 Það líður vika á milli föstudagspistla en framvindan er slík að það gæti allt eins verið heilt ár. Áhyggjur og viðbrögð við ástandinu eru aðrar en fyrir viku og barátta okkar í verkalýðshreyfingunni breytist frá degi til dags. Ljósið í myrkrinu er að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda skila árangri í að hægja á útbreiðslu veirunnar. Því skal þó haldið til haga að einn lykillinn að því er að gera fólki kleift að vera heima og fá tekjur. Frumvarpið um laun í sóttkví sem var samþykkt fyrir sléttri viku var þungt lóð á vogaskálar þess að vernda fólk fyrir veikindum. Lögin um hlutabætur er annar lykill. Það sýnir sig á fjölda umsókna að þetta úrræði hægir á atvinnuleysi og viðheldur ráðningarsambandi. Öll okkar verkefni þessa dagana snúa einmitt að því að miðla upplýsingum til vinnandi fólks, halda fólki í ráðningarsamböndum og tryggja að fólk haldi tekjum. Síðasta atriðið er sérstaklega mikilvægt því að til að við náum viðspyrnu með sumrinu og hjól atvinnulífsins fari að snúast þarf fólk að hafa tekjur. Alþýðusambandið er í stöðugum viðræðum við stjórnvöld og atvinnurekendur um frekari aðgerðir. Það eru ákveðnir hópar sem falla á milli skips og bryggju sem þarf að tryggja framfærslu. Það er líka mikilvægt að tryggja að við komumst út úr þessu ástandi með sanngjarnt og réttlátt samfélag þar sem enginn getur skotið sér undan ábyrgð á okkar samfélagslegu verkefnum - að tryggja heilsu og velferð og verja kjörin. Farið vel með ykkur! Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það líður vika á milli föstudagspistla en framvindan er slík að það gæti allt eins verið heilt ár. Áhyggjur og viðbrögð við ástandinu eru aðrar en fyrir viku og barátta okkar í verkalýðshreyfingunni breytist frá degi til dags. Ljósið í myrkrinu er að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda skila árangri í að hægja á útbreiðslu veirunnar. Því skal þó haldið til haga að einn lykillinn að því er að gera fólki kleift að vera heima og fá tekjur. Frumvarpið um laun í sóttkví sem var samþykkt fyrir sléttri viku var þungt lóð á vogaskálar þess að vernda fólk fyrir veikindum. Lögin um hlutabætur er annar lykill. Það sýnir sig á fjölda umsókna að þetta úrræði hægir á atvinnuleysi og viðheldur ráðningarsambandi. Öll okkar verkefni þessa dagana snúa einmitt að því að miðla upplýsingum til vinnandi fólks, halda fólki í ráðningarsamböndum og tryggja að fólk haldi tekjum. Síðasta atriðið er sérstaklega mikilvægt því að til að við náum viðspyrnu með sumrinu og hjól atvinnulífsins fari að snúast þarf fólk að hafa tekjur. Alþýðusambandið er í stöðugum viðræðum við stjórnvöld og atvinnurekendur um frekari aðgerðir. Það eru ákveðnir hópar sem falla á milli skips og bryggju sem þarf að tryggja framfærslu. Það er líka mikilvægt að tryggja að við komumst út úr þessu ástandi með sanngjarnt og réttlátt samfélag þar sem enginn getur skotið sér undan ábyrgð á okkar samfélagslegu verkefnum - að tryggja heilsu og velferð og verja kjörin. Farið vel með ykkur! Drífa
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar