Hvern fjandann er maðurinn að fara; hver er glæpurinn!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. mars 2020 17:00 Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld. Það kann að eiga við í einhverjum tilvikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um. Það furðulega er, að margir ágætir fjölmiðla- og fréttamenn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítillega, fyrir birtingu eða umfjöllun. Síðasta upphlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ótuggið, er ásökun hans á hendur Persónuverndar, um það, að hún hafi ekki aðeins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafnvel á mannkyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í erlendu tímariti um skimun Íslenzkrar erfðagreiningar á þúsundum Íslendinga Í þessum 2-3 dögum var helgi innifalin. Erindið barst Persónuvernd kl. 12:45 föstudaginn 20. marz og var afgreitt með jákvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir afgreiðslu, vann Persónuvernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Kári gefur í skyn, að Íslensk erfðagreining hafi komizt að einhverjum niðurstöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu Kórónaveirunnar, en spurning er þá; hvaða merkilegu niðurstöður eru þetta? Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niðurstöður gætu hjálpað stjórnvöldum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldurins hér. Auðvitað eru allar viðbótarupplýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Íslenzkrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í erlendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra genabyggingu og aðra lifnaðarhætti, og hvað þá um alla heimsbyggðina. Var upphlaup Kára kannske fyrst og fremt út af því, að hann náði ekki aðstefndri birtingu í virtu alþjóðlegu tímariti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná? Í öllu falli sér undirritaður ekki, að nokkur grundvöllur sé fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Íslensk erfðagreining hefur framkvæmt, hafi leitt í ljós einhverja nýjar og byltingarkenndar upplýsingar, umfram það, sem vísindamenn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að. Varla er Kári að leyna þríeykið eða Íslendinga einhverri mikilvægri nýrri vitneskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skaðræðisvaldinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hagsmuni landsmanna hans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld. Það kann að eiga við í einhverjum tilvikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um. Það furðulega er, að margir ágætir fjölmiðla- og fréttamenn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítillega, fyrir birtingu eða umfjöllun. Síðasta upphlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ótuggið, er ásökun hans á hendur Persónuverndar, um það, að hún hafi ekki aðeins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafnvel á mannkyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í erlendu tímariti um skimun Íslenzkrar erfðagreiningar á þúsundum Íslendinga Í þessum 2-3 dögum var helgi innifalin. Erindið barst Persónuvernd kl. 12:45 föstudaginn 20. marz og var afgreitt með jákvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir afgreiðslu, vann Persónuvernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Kári gefur í skyn, að Íslensk erfðagreining hafi komizt að einhverjum niðurstöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu Kórónaveirunnar, en spurning er þá; hvaða merkilegu niðurstöður eru þetta? Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niðurstöður gætu hjálpað stjórnvöldum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldurins hér. Auðvitað eru allar viðbótarupplýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Íslenzkrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í erlendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra genabyggingu og aðra lifnaðarhætti, og hvað þá um alla heimsbyggðina. Var upphlaup Kára kannske fyrst og fremt út af því, að hann náði ekki aðstefndri birtingu í virtu alþjóðlegu tímariti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná? Í öllu falli sér undirritaður ekki, að nokkur grundvöllur sé fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Íslensk erfðagreining hefur framkvæmt, hafi leitt í ljós einhverja nýjar og byltingarkenndar upplýsingar, umfram það, sem vísindamenn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að. Varla er Kári að leyna þríeykið eða Íslendinga einhverri mikilvægri nýrri vitneskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skaðræðisvaldinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hagsmuni landsmanna hans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun