Vona að breskur almenningur geti byrjað að prófa sig sjálfur fyrir veirunni á næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 17:38 Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum prófa hér einstakling fyrir kórónuveirunni. Vísir/Getty Þúsundir einfaldra heimaprófa fyrir kórónuveirunni verða brátt til sölu, og jafnvel sendar heim að dyrum til Breta sem nú sitja heima í einangrun eða sóttkví með einkenni COVID-19 sjúkdómsins. Þetta hefur Guardian eftir Lýðheilsustofnun Englands (PHE). Í frétt Guardian kemur fram að Sharon Peacock hjá PHE hafi lýst því yfir að fjöldaprófanir fyrir veirunni verði í boði í síðasta lagi í næstu viku. Áður hafði ríkisstjórn Bretlands fest kaup á þremur og hálfri milljón prófa, en Matt Hancock heilbrigðisráðherra hafði ekki lýst því yfir að þau yrðu aðgengileg almenningi. Tækið sem notað er til prófunar, sem sagt er líkjast óléttuprófi í útliti, er notað með því að stinga smárri nál í fingur þess sem prófaður er og er blóðið síðan greint af tækinu. Vísindamenn við Oxford-háskóla munu, áður en prófið verður sett á markað, prófa það til þess að tryggja að virkni þess sé jafn góð og vonir standa til. Þegar því er lokið vonast Peacock til að prófið verði hægt að nota til þess að prófa heilbrigðisstarfsfólk og almenning fyrir kórónuveirunni. „Nokkrar milljónir prófa hafa verið keyptar. Þetta eru glænýjar vörur, og við verðum að tryggja að þær virki jafn vel og sagt er að þær geri. Um leið og gæði þeirra hafa verið prófuð og meirihluti prófana ná áfangastað sínum, verður þeim dreift um samfélagið,“ segir Peacock. Stórfyrirtækið Amazon hefur samþykkt að dreifa prófunum, auk þess sem þau verða líklega til sölu í apótekum víðs vegar um Bretland. Þá gerir Peacock ráð fyrir að prófin verði mjög ódyr, ef rukkað verður fyrir þau yfir höfuð. Eins og stendur hafa á rúmlega 8200 manns greinst með veiruna í Bretlandi en þar af hafa 433 látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amazon Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Þúsundir einfaldra heimaprófa fyrir kórónuveirunni verða brátt til sölu, og jafnvel sendar heim að dyrum til Breta sem nú sitja heima í einangrun eða sóttkví með einkenni COVID-19 sjúkdómsins. Þetta hefur Guardian eftir Lýðheilsustofnun Englands (PHE). Í frétt Guardian kemur fram að Sharon Peacock hjá PHE hafi lýst því yfir að fjöldaprófanir fyrir veirunni verði í boði í síðasta lagi í næstu viku. Áður hafði ríkisstjórn Bretlands fest kaup á þremur og hálfri milljón prófa, en Matt Hancock heilbrigðisráðherra hafði ekki lýst því yfir að þau yrðu aðgengileg almenningi. Tækið sem notað er til prófunar, sem sagt er líkjast óléttuprófi í útliti, er notað með því að stinga smárri nál í fingur þess sem prófaður er og er blóðið síðan greint af tækinu. Vísindamenn við Oxford-háskóla munu, áður en prófið verður sett á markað, prófa það til þess að tryggja að virkni þess sé jafn góð og vonir standa til. Þegar því er lokið vonast Peacock til að prófið verði hægt að nota til þess að prófa heilbrigðisstarfsfólk og almenning fyrir kórónuveirunni. „Nokkrar milljónir prófa hafa verið keyptar. Þetta eru glænýjar vörur, og við verðum að tryggja að þær virki jafn vel og sagt er að þær geri. Um leið og gæði þeirra hafa verið prófuð og meirihluti prófana ná áfangastað sínum, verður þeim dreift um samfélagið,“ segir Peacock. Stórfyrirtækið Amazon hefur samþykkt að dreifa prófunum, auk þess sem þau verða líklega til sölu í apótekum víðs vegar um Bretland. Þá gerir Peacock ráð fyrir að prófin verði mjög ódyr, ef rukkað verður fyrir þau yfir höfuð. Eins og stendur hafa á rúmlega 8200 manns greinst með veiruna í Bretlandi en þar af hafa 433 látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amazon Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira