Vona að breskur almenningur geti byrjað að prófa sig sjálfur fyrir veirunni á næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 17:38 Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum prófa hér einstakling fyrir kórónuveirunni. Vísir/Getty Þúsundir einfaldra heimaprófa fyrir kórónuveirunni verða brátt til sölu, og jafnvel sendar heim að dyrum til Breta sem nú sitja heima í einangrun eða sóttkví með einkenni COVID-19 sjúkdómsins. Þetta hefur Guardian eftir Lýðheilsustofnun Englands (PHE). Í frétt Guardian kemur fram að Sharon Peacock hjá PHE hafi lýst því yfir að fjöldaprófanir fyrir veirunni verði í boði í síðasta lagi í næstu viku. Áður hafði ríkisstjórn Bretlands fest kaup á þremur og hálfri milljón prófa, en Matt Hancock heilbrigðisráðherra hafði ekki lýst því yfir að þau yrðu aðgengileg almenningi. Tækið sem notað er til prófunar, sem sagt er líkjast óléttuprófi í útliti, er notað með því að stinga smárri nál í fingur þess sem prófaður er og er blóðið síðan greint af tækinu. Vísindamenn við Oxford-háskóla munu, áður en prófið verður sett á markað, prófa það til þess að tryggja að virkni þess sé jafn góð og vonir standa til. Þegar því er lokið vonast Peacock til að prófið verði hægt að nota til þess að prófa heilbrigðisstarfsfólk og almenning fyrir kórónuveirunni. „Nokkrar milljónir prófa hafa verið keyptar. Þetta eru glænýjar vörur, og við verðum að tryggja að þær virki jafn vel og sagt er að þær geri. Um leið og gæði þeirra hafa verið prófuð og meirihluti prófana ná áfangastað sínum, verður þeim dreift um samfélagið,“ segir Peacock. Stórfyrirtækið Amazon hefur samþykkt að dreifa prófunum, auk þess sem þau verða líklega til sölu í apótekum víðs vegar um Bretland. Þá gerir Peacock ráð fyrir að prófin verði mjög ódyr, ef rukkað verður fyrir þau yfir höfuð. Eins og stendur hafa á rúmlega 8200 manns greinst með veiruna í Bretlandi en þar af hafa 433 látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amazon Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Þúsundir einfaldra heimaprófa fyrir kórónuveirunni verða brátt til sölu, og jafnvel sendar heim að dyrum til Breta sem nú sitja heima í einangrun eða sóttkví með einkenni COVID-19 sjúkdómsins. Þetta hefur Guardian eftir Lýðheilsustofnun Englands (PHE). Í frétt Guardian kemur fram að Sharon Peacock hjá PHE hafi lýst því yfir að fjöldaprófanir fyrir veirunni verði í boði í síðasta lagi í næstu viku. Áður hafði ríkisstjórn Bretlands fest kaup á þremur og hálfri milljón prófa, en Matt Hancock heilbrigðisráðherra hafði ekki lýst því yfir að þau yrðu aðgengileg almenningi. Tækið sem notað er til prófunar, sem sagt er líkjast óléttuprófi í útliti, er notað með því að stinga smárri nál í fingur þess sem prófaður er og er blóðið síðan greint af tækinu. Vísindamenn við Oxford-háskóla munu, áður en prófið verður sett á markað, prófa það til þess að tryggja að virkni þess sé jafn góð og vonir standa til. Þegar því er lokið vonast Peacock til að prófið verði hægt að nota til þess að prófa heilbrigðisstarfsfólk og almenning fyrir kórónuveirunni. „Nokkrar milljónir prófa hafa verið keyptar. Þetta eru glænýjar vörur, og við verðum að tryggja að þær virki jafn vel og sagt er að þær geri. Um leið og gæði þeirra hafa verið prófuð og meirihluti prófana ná áfangastað sínum, verður þeim dreift um samfélagið,“ segir Peacock. Stórfyrirtækið Amazon hefur samþykkt að dreifa prófunum, auk þess sem þau verða líklega til sölu í apótekum víðs vegar um Bretland. Þá gerir Peacock ráð fyrir að prófin verði mjög ódyr, ef rukkað verður fyrir þau yfir höfuð. Eins og stendur hafa á rúmlega 8200 manns greinst með veiruna í Bretlandi en þar af hafa 433 látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Amazon Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira