Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 08:50 Verslunarmiðstöðin Íshöllin í Hortaleza-hverfi í Madrid er nú notuð sem líkhús til að geyma lík fólks sem lætur lífið vegna COVID-19. Vísir/EPA Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Um 150 manns deyja nú í Madrid af völdum veirunnar á hverjum degi. José Luis Martínez Almeida, borgarstjóri Madridar, sagði að þörf væri á skjótum aðgerðum í bréfi sem hann sendi heilbrigðisyfirvöldum og ríkisstjórninni vegna ákvörðunar útfararstjóranna. Nú segir spænska dagblaðið El País að eigendur Íshallarinnar [sp. Palacio del hielo], verslunar- og afþreyingarmiðstöðvar með skautasvell, hafi boðið yfirvöldum að nota aðstöðuna þar til að geyma líkin. Heilbrigðisyfirvöld telja að þar sé nægilega kalt til að varðveita líkin. Yfirvöld í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid hafa þegar gefið því grænt ljós og byrjuðu hermenn að flytja fyrstu líkkisturnar þangað í gær. Hermenn gæta einnig líkanna þangað til hægt verður að brenna þau eða grafa. „Þetta er tímabundið og óvenjulegt úrræði sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr sársauka fjölskyldna fórnarlambanna og ástandinu á sjúkrahúsum Madridar,“ hefur blaðið eftir héraðsyfirvöldum. Rúmlega 35.000 manns hafa smitast af COVID-19 á Spáni og um 2.300 látist. Breiðist veiran nú hraðar og víðar út á Spáni en á Ítalíu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Um 150 manns deyja nú í Madrid af völdum veirunnar á hverjum degi. José Luis Martínez Almeida, borgarstjóri Madridar, sagði að þörf væri á skjótum aðgerðum í bréfi sem hann sendi heilbrigðisyfirvöldum og ríkisstjórninni vegna ákvörðunar útfararstjóranna. Nú segir spænska dagblaðið El País að eigendur Íshallarinnar [sp. Palacio del hielo], verslunar- og afþreyingarmiðstöðvar með skautasvell, hafi boðið yfirvöldum að nota aðstöðuna þar til að geyma líkin. Heilbrigðisyfirvöld telja að þar sé nægilega kalt til að varðveita líkin. Yfirvöld í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid hafa þegar gefið því grænt ljós og byrjuðu hermenn að flytja fyrstu líkkisturnar þangað í gær. Hermenn gæta einnig líkanna þangað til hægt verður að brenna þau eða grafa. „Þetta er tímabundið og óvenjulegt úrræði sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr sársauka fjölskyldna fórnarlambanna og ástandinu á sjúkrahúsum Madridar,“ hefur blaðið eftir héraðsyfirvöldum. Rúmlega 35.000 manns hafa smitast af COVID-19 á Spáni og um 2.300 látist. Breiðist veiran nú hraðar og víðar út á Spáni en á Ítalíu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira