„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2020 18:36 Gjaldeyristekjur þjóðarinnar gætu lækkað um allt að fjórðung á þessu ári vegna samdráttar í ferðaþjónustu samkvæmt skýrslu KPMG um áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála . Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur kallað eftir sértækum aðgerðum stjórnvalda vegna stöðu greinarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor telur að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði ekki lögum um endurgreiðslu breytt. Hann segir sértækar aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar. „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt. Við erum að tala um framtíð íslensks hagkerfis. Það þyrfti að gera fyrirtækjum kleift að leggjast í dvala meðan aðgerðir vara. Það þyrfti að vera mögulegt að setja starfsfólk á fullar atvinnuleysisbætur. Það þyrfti að frysta lán til lengri tíma. Í einhverjum tilfellum þyrfti að styrkja fyrirtækin beint með greiðslum. Þá þyrfti að fara að fordæmi margra Evrópuþjóða um að ferþajónustufyrirtækjum verði gert leyfilegt að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneign,“ segir Ásberg. Ásberg segir að langflest fyrirtæki í greininni noti hlutabótaleiðina en eigi erfitt með að segja upp fólki. Það er engin á ferli við Hallgrímskirkjuna sem um árabil hefur verið einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.Vísir/Egill „Fyrirtækin í greininni hafa ekki efni á að segja upp fólki því þá þarf að greiða uppsagnafrest og ef þau gera það þá eru þau orðin gjaldþrota“ segir hann. Hann segir að Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir afar íþyngjandi þar sem oft sé fyrirtækið sjálft búið að greiða fyrir þjónustu sem það fær ekki endurgreitt á móti. Mörg lönd hafi hins vegar breytt þessu. „Þess vegna hafa margar Evrópuþjóðir viðurkennt þetta vandamál að ljóst sé að ferðaskrifstofur geti ekki endurgreitt og hafa heimilað þeim að endurgreiða í formi inneignar.Það er alveg ljóst að ef fyrirtækin þurfa að endurgreiða samkvæmt reglugerðinni þá fara þau flest á hausinn,“ segir Ásberg. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Sjá meira
Gjaldeyristekjur þjóðarinnar gætu lækkað um allt að fjórðung á þessu ári vegna samdráttar í ferðaþjónustu samkvæmt skýrslu KPMG um áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála . Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur kallað eftir sértækum aðgerðum stjórnvalda vegna stöðu greinarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor telur að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði ekki lögum um endurgreiðslu breytt. Hann segir sértækar aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar. „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt. Við erum að tala um framtíð íslensks hagkerfis. Það þyrfti að gera fyrirtækjum kleift að leggjast í dvala meðan aðgerðir vara. Það þyrfti að vera mögulegt að setja starfsfólk á fullar atvinnuleysisbætur. Það þyrfti að frysta lán til lengri tíma. Í einhverjum tilfellum þyrfti að styrkja fyrirtækin beint með greiðslum. Þá þyrfti að fara að fordæmi margra Evrópuþjóða um að ferþajónustufyrirtækjum verði gert leyfilegt að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneign,“ segir Ásberg. Ásberg segir að langflest fyrirtæki í greininni noti hlutabótaleiðina en eigi erfitt með að segja upp fólki. Það er engin á ferli við Hallgrímskirkjuna sem um árabil hefur verið einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.Vísir/Egill „Fyrirtækin í greininni hafa ekki efni á að segja upp fólki því þá þarf að greiða uppsagnafrest og ef þau gera það þá eru þau orðin gjaldþrota“ segir hann. Hann segir að Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir afar íþyngjandi þar sem oft sé fyrirtækið sjálft búið að greiða fyrir þjónustu sem það fær ekki endurgreitt á móti. Mörg lönd hafi hins vegar breytt þessu. „Þess vegna hafa margar Evrópuþjóðir viðurkennt þetta vandamál að ljóst sé að ferðaskrifstofur geti ekki endurgreitt og hafa heimilað þeim að endurgreiða í formi inneignar.Það er alveg ljóst að ef fyrirtækin þurfa að endurgreiða samkvæmt reglugerðinni þá fara þau flest á hausinn,“ segir Ásberg.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Sjá meira
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02
Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35