Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 09:49 Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. Þetta kom fram í máli Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, og Vigdísar Arnardóttur, skurðhjúkrunarfræðings, sem mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun. Þau sögðu heilbrigðisstarfsmenn vera að undirbúa sig fyrir magar mögulegar sviðsmyndir. Tómas byrjaði á því að tala um að enn sem komið er hafi ekki margir þurft á gjörgæslu hér á landi og enginn þurft í öndunarvél. Tómas sagði þó að við erum eigum töluvert í land áður en það versta gengur yfir. Verið sé að gera ráðstafanir. „Meðferðin í þessum sjúkdóminn í Ítalíu og í Kína hefur aðallega verið hefðbundin öndunarvélameðferð,“ sagði Tómas. „Þetta er aðallega öndunarstuðningur í hefðbundinni öndunarvél. En það sem er vandamálið er að sjúklingarnir þurfa meðferð í tvær til þrjár vikur, hver.“ Einstaka sinnum er þó sérstök dæla notuð til að styðja lungu sem eru algerlega óstarfhæf. Sú reynsla hefur þó ekki verið mjög góð í Kína og á Ítalíu. „Þetta snýr líka að því að vernda starfsfólkið. Bæði að ef við fáum sýktan sjúkling, að við sýkjumst ekki þannig að við getum þá ekki hjálpað öðrum sjúklingum. Þetta eru svo stórar keðjur sem detta út í heilu lagi,“ sagði Tómas. Vigdís sagði að verulegar breytingar hafi átt sér stað á vaktafyrirkomulagi og álagi fólks. Þar að auki passa þau sig verulega á því að smitast ekki í frítíma þeirra. „Ég reyni að fara ekki neitt og ég passa mig sérstaklega, því að ég er þannig lagað heima í sóttkví svo ég smitist ekki,“ sagði Vigdís. Hún fær til að mynda ekki til sín gesti. Vigdís sagði að þegar mest yrði, yrði álagið mest á gjörgæslunni og þar sé undirmönnun. „Þess vegna höfum við til dæmis dregið mjög mikið úr öllum aðgerðum sem mega bíða. Því sumar þeirra lenda kannski inn á gjörgæslu og taka þar pláss.“ Tómas sagði mikilvægt að láta kvíða ekki heltaka sig. Hann vísaði einnig til ástandsins á Ítalíu þar sem töluverður fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur smitast. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álag Á Ítalíu á að útskrifa læknanema átta til níu mánuðum á undan áætlun svo þeir geti hlaupið undir bagga með starfsfólki sem hefur sýkst og létt undir í heilbrigðiskerfinu. Tómas segir umræðu hafa átt sér stað hér á landi um að virkja læknanema og sumir hafi viljað útiloka nema frá spítalanum. „Ég, persónulega, held að það sé ekki skynsamlegt því að þessir sömu nemar eru oft að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar og eru mjög mikilvægur hlekkur í keðjunni þar sem þessar deildir eru svo undirmannaðar nú þegar,“ sagði Tómas. „Ef þetta fer illa, þá verða mjög margir sem þurfa meðferð og þá gætu þessir aðilar orðið aukahjól undir vagninn. Ég hef verið talsmaður þess að hafa nemana inni.“ Hann sagði líka að um námstækifæri væri að ræða, þó það vægi ekki eins þungt og hitt. Heilbrigðismál Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02 Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. Þetta kom fram í máli Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, og Vigdísar Arnardóttur, skurðhjúkrunarfræðings, sem mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun. Þau sögðu heilbrigðisstarfsmenn vera að undirbúa sig fyrir magar mögulegar sviðsmyndir. Tómas byrjaði á því að tala um að enn sem komið er hafi ekki margir þurft á gjörgæslu hér á landi og enginn þurft í öndunarvél. Tómas sagði þó að við erum eigum töluvert í land áður en það versta gengur yfir. Verið sé að gera ráðstafanir. „Meðferðin í þessum sjúkdóminn í Ítalíu og í Kína hefur aðallega verið hefðbundin öndunarvélameðferð,“ sagði Tómas. „Þetta er aðallega öndunarstuðningur í hefðbundinni öndunarvél. En það sem er vandamálið er að sjúklingarnir þurfa meðferð í tvær til þrjár vikur, hver.“ Einstaka sinnum er þó sérstök dæla notuð til að styðja lungu sem eru algerlega óstarfhæf. Sú reynsla hefur þó ekki verið mjög góð í Kína og á Ítalíu. „Þetta snýr líka að því að vernda starfsfólkið. Bæði að ef við fáum sýktan sjúkling, að við sýkjumst ekki þannig að við getum þá ekki hjálpað öðrum sjúklingum. Þetta eru svo stórar keðjur sem detta út í heilu lagi,“ sagði Tómas. Vigdís sagði að verulegar breytingar hafi átt sér stað á vaktafyrirkomulagi og álagi fólks. Þar að auki passa þau sig verulega á því að smitast ekki í frítíma þeirra. „Ég reyni að fara ekki neitt og ég passa mig sérstaklega, því að ég er þannig lagað heima í sóttkví svo ég smitist ekki,“ sagði Vigdís. Hún fær til að mynda ekki til sín gesti. Vigdís sagði að þegar mest yrði, yrði álagið mest á gjörgæslunni og þar sé undirmönnun. „Þess vegna höfum við til dæmis dregið mjög mikið úr öllum aðgerðum sem mega bíða. Því sumar þeirra lenda kannski inn á gjörgæslu og taka þar pláss.“ Tómas sagði mikilvægt að láta kvíða ekki heltaka sig. Hann vísaði einnig til ástandsins á Ítalíu þar sem töluverður fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur smitast. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álag Á Ítalíu á að útskrifa læknanema átta til níu mánuðum á undan áætlun svo þeir geti hlaupið undir bagga með starfsfólki sem hefur sýkst og létt undir í heilbrigðiskerfinu. Tómas segir umræðu hafa átt sér stað hér á landi um að virkja læknanema og sumir hafi viljað útiloka nema frá spítalanum. „Ég, persónulega, held að það sé ekki skynsamlegt því að þessir sömu nemar eru oft að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar og eru mjög mikilvægur hlekkur í keðjunni þar sem þessar deildir eru svo undirmannaðar nú þegar,“ sagði Tómas. „Ef þetta fer illa, þá verða mjög margir sem þurfa meðferð og þá gætu þessir aðilar orðið aukahjól undir vagninn. Ég hef verið talsmaður þess að hafa nemana inni.“ Hann sagði líka að um námstækifæri væri að ræða, þó það vægi ekki eins þungt og hitt.
Heilbrigðismál Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02 Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02
Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31
Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57