Tróð sér inn á liðsmynd Man United fyrir stórleik | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 18:30 Liðsmyndin fyrir leikinn gegn Bayern. Eins og sjá má var Roy Keane ekki par sáttur með uppátæki Power. Vísir/The Guardian Í dag eru 19 ár síðan Karl Power, sem er og var alls ekki atvinnumaður í knattspyrnu, tróð sér á liðsmynd Manchester United fyrir leik liðsins gegn Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Árið var 2001 og liðin mættust í 8-liða úrslitum eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina, það voru milliriðlar í þá daga. Fyrri leikur liðanna fór fram á Old Trafford og þar unnu gestirnir frá Þýskalandi 0-1 útisigur þökk sé marki Paulo Sergio á 86. mínútu. Það var því mikið undir þegar leikmenn Man Utd stilltu sér upp fyrir liðsmynd fyrir leikinn í Þýskalandi. Á myndinni voru hins vegar tólf manns frekar en ellefu eins og venjan er. Ástæðan var sú að Karl Power, stuðningsmaður liðsins, tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér úr stúkunni, fram hjá öryggisgæslu Bayern og inn á völlinn. Eflaust hefur það hjálpað Power að hann var í fullum skrúða. Sokkar, stuttbuxur og treyja. Leikmenn Man Utd vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og ef lesa má í andlitsdrætti Roy Keane, fyrirliða liðsins, þá langaði honum helst að ræða við Power í yfirgefnu húsasundi. Hvort þessi uppákoma hafði áhrif á spilamennsku Man Utd í leiknum er óvíst en heimamenn komust yfir með marki Giovane Élber strax á 5. mínútu og Mehmet Scholl tvöfaldaði forystu þeirra áður en fyrri hálfleikur var úti. Bayern vann leikinn á endanum 2-1 og einvígið þar með 3-1. Fór það svo að þeir unnu Meistaradeildina þetta tímabil eftir að hafa lagt Valencia í úrslitum. On this day in 2001, Karl Power managed to sneak into Manchester United's team photo before their clash with Bayern MunichRoy Keane was ready to kill him pic.twitter.com/NGmoJ3BDKl— Metro Sport (@Metro_Sport) April 18, 2020 Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Í dag eru 19 ár síðan Karl Power, sem er og var alls ekki atvinnumaður í knattspyrnu, tróð sér á liðsmynd Manchester United fyrir leik liðsins gegn Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Árið var 2001 og liðin mættust í 8-liða úrslitum eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina, það voru milliriðlar í þá daga. Fyrri leikur liðanna fór fram á Old Trafford og þar unnu gestirnir frá Þýskalandi 0-1 útisigur þökk sé marki Paulo Sergio á 86. mínútu. Það var því mikið undir þegar leikmenn Man Utd stilltu sér upp fyrir liðsmynd fyrir leikinn í Þýskalandi. Á myndinni voru hins vegar tólf manns frekar en ellefu eins og venjan er. Ástæðan var sú að Karl Power, stuðningsmaður liðsins, tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér úr stúkunni, fram hjá öryggisgæslu Bayern og inn á völlinn. Eflaust hefur það hjálpað Power að hann var í fullum skrúða. Sokkar, stuttbuxur og treyja. Leikmenn Man Utd vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og ef lesa má í andlitsdrætti Roy Keane, fyrirliða liðsins, þá langaði honum helst að ræða við Power í yfirgefnu húsasundi. Hvort þessi uppákoma hafði áhrif á spilamennsku Man Utd í leiknum er óvíst en heimamenn komust yfir með marki Giovane Élber strax á 5. mínútu og Mehmet Scholl tvöfaldaði forystu þeirra áður en fyrri hálfleikur var úti. Bayern vann leikinn á endanum 2-1 og einvígið þar með 3-1. Fór það svo að þeir unnu Meistaradeildina þetta tímabil eftir að hafa lagt Valencia í úrslitum. On this day in 2001, Karl Power managed to sneak into Manchester United's team photo before their clash with Bayern MunichRoy Keane was ready to kill him pic.twitter.com/NGmoJ3BDKl— Metro Sport (@Metro_Sport) April 18, 2020
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn