Verum undirbúin fyrir langhlaup Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 17. mars 2020 17:12 Við erum núna á fyrstu dögum Covid-faraldursins á Íslandi. Líkt og einn af okkar helstu mönnum þessa dagana, Víðir Reynisson sagði í Bítinu í gær, verður þetta vonandi þannig að við „tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land.“ Það er því ljóst að við erum stödd í miðju langhlaupi sem mun taka á fólk og fyrirtæki með víðtækum efnahagslegum afleiðingum. Reykjavíkurborg þarf fyrst og fremst að tryggja, eins og hægt er, að halda samfélaginu gangandi. Að velferðarsvið haldi órofinni þjónustu fyrir viðkvæma hópa; börn, aldraða og fatlaða. Að börn og ungmenni geti sótt skóla og leikskóla. Neyðarstjórn borgarinnar hefur unnið að því að tryggja þessu órofnu þjónustu, í samvinnu við sóttvarnarlækni og almannavörnum og mun halda því áfram. Fyrst í stað munu efnahagslegu áhrifin birtast fyrirtækjum í ferðaþjónustu og tengdum greinum, svo sem verslun og þjónustu vegna þess að lönd eru að lokast og ferðamönnum að fækka. Fljótlega munum við einnig sjá neikvæðar efnahagslegar afleiðingar vegna nauðsynlegra tímabundinna sóttvarnaraðgerða, svo sem vegna víðtækra sóttkvía. Þetta áfall á hagkerfið kemur í kjölfar kólnunar síðustu mánaða. Neyðarstjórn Reykjavíkur setti strax af stað teymi, undir forystu fjármálastjóra, til að hefja nauðsynlega greiningu til að undirbúa ákvarðanir og áætlanagerð. Áætlanagerðin þarf að vera vel undirbúin, því hættan er að í krísuástandi sé stokkið á töfralausnir, frekar en að finna vel ígrundaðar lausnir. Í borgarstjórn í dag töluðu fulltrúar allra flokka um mikilvægi samstöðu á tímum sem þessum. Undir það tek ég. Við þurfum öll að standa saman og vera jákvæð gagnvart góðum hugmyndum. Borgarráð mun skipa starfshóp til að skipuleggja frekari viðbrögð Reykjavíkurborgar við efnahagslegum afleiðingu á grunni þeirrar niðurstöðu sem teymi neyðarstjórnar hefur unnið að. Það þarf að meta efnahagsáhrif faraldursins á rekstur og fjárhag borgarinnar, bæði til skamms og langs tíma. Það þarf að lista upp og greina mögulegar mótvægisaðgerðir til að til verði efnahagsleg viðbragðsáætlun sem styðji við fólk og fyrirtæki í borginni. Þau viðbrögð mega ekki vera handahófskennd. Sveitarfélögin þurfa líka að vinna saman að viðbrögðum. Því eru unnið að samstilltum viðbrögðum bæði viðbragða allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og að samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ríkisstjórn og starfshóp ráðuneytisstjóra um efnahagsleg og fjárhagsleg viðbrögð við Covid-19. Næstu vikurnar þurfum við að vinna saman að góðum lausnum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Við erum núna á fyrstu dögum Covid-faraldursins á Íslandi. Líkt og einn af okkar helstu mönnum þessa dagana, Víðir Reynisson sagði í Bítinu í gær, verður þetta vonandi þannig að við „tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land.“ Það er því ljóst að við erum stödd í miðju langhlaupi sem mun taka á fólk og fyrirtæki með víðtækum efnahagslegum afleiðingum. Reykjavíkurborg þarf fyrst og fremst að tryggja, eins og hægt er, að halda samfélaginu gangandi. Að velferðarsvið haldi órofinni þjónustu fyrir viðkvæma hópa; börn, aldraða og fatlaða. Að börn og ungmenni geti sótt skóla og leikskóla. Neyðarstjórn borgarinnar hefur unnið að því að tryggja þessu órofnu þjónustu, í samvinnu við sóttvarnarlækni og almannavörnum og mun halda því áfram. Fyrst í stað munu efnahagslegu áhrifin birtast fyrirtækjum í ferðaþjónustu og tengdum greinum, svo sem verslun og þjónustu vegna þess að lönd eru að lokast og ferðamönnum að fækka. Fljótlega munum við einnig sjá neikvæðar efnahagslegar afleiðingar vegna nauðsynlegra tímabundinna sóttvarnaraðgerða, svo sem vegna víðtækra sóttkvía. Þetta áfall á hagkerfið kemur í kjölfar kólnunar síðustu mánaða. Neyðarstjórn Reykjavíkur setti strax af stað teymi, undir forystu fjármálastjóra, til að hefja nauðsynlega greiningu til að undirbúa ákvarðanir og áætlanagerð. Áætlanagerðin þarf að vera vel undirbúin, því hættan er að í krísuástandi sé stokkið á töfralausnir, frekar en að finna vel ígrundaðar lausnir. Í borgarstjórn í dag töluðu fulltrúar allra flokka um mikilvægi samstöðu á tímum sem þessum. Undir það tek ég. Við þurfum öll að standa saman og vera jákvæð gagnvart góðum hugmyndum. Borgarráð mun skipa starfshóp til að skipuleggja frekari viðbrögð Reykjavíkurborgar við efnahagslegum afleiðingu á grunni þeirrar niðurstöðu sem teymi neyðarstjórnar hefur unnið að. Það þarf að meta efnahagsáhrif faraldursins á rekstur og fjárhag borgarinnar, bæði til skamms og langs tíma. Það þarf að lista upp og greina mögulegar mótvægisaðgerðir til að til verði efnahagsleg viðbragðsáætlun sem styðji við fólk og fyrirtæki í borginni. Þau viðbrögð mega ekki vera handahófskennd. Sveitarfélögin þurfa líka að vinna saman að viðbrögðum. Því eru unnið að samstilltum viðbrögðum bæði viðbragða allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og að samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ríkisstjórn og starfshóp ráðuneytisstjóra um efnahagsleg og fjárhagsleg viðbrögð við Covid-19. Næstu vikurnar þurfum við að vinna saman að góðum lausnum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar