Þrír starfsmenn Háteigsskóla smitaðir og skólanum lokað Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 12:17 Tómlegt var um að litast við Háteigsskóla í dag þegar ljósmyndara Vísis bar að garði. Vísir/Vilhelm Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og verður skólinn því lokaður í dag. Um er að ræða tvo kennara og einn starfsmann félagsmiðstöðvar við skólann. Frá þessu er greint í tölvupóstum frá skólastjórnendum og Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkur staðfestir það einnig í samtali við Vísi. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri Háteigsskóla staðfesti við fréttastofu í morgun að skólanum yrði lokað í dag. Hún vildi annars ekki tjá sig um málið fyrir utan það að unnið væri að málum með almannavörnum. Hún kvað þetta vera mjög sérstaka tíma og að foreldrum skólabarna verði haldið upplýstum um framhaldið síðar í dag. Háteigsskóli í morgun.Vísir/vilhelm Um hundrað manns, bæði nemendur og starfsmenn Háteigsskóla, eru nú í sóttkví. Bjarni segir að á meðan verði skólanum lokað, staðan metin og smitrakningateymi almannavarna gefið svigrúm til að athafna sig. Í tölvupósti frá skólastjórnendum kemur fram að þeir sem þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirutilfellanna þriggja hafi þegar verið látnir vita. „Þetta gerist þannig að það kemur upp smit í félagsmiðstöð, starfsmaður greinist og fimmtán nemendur í sóttkví. Svo kemur upp smit í skólanum, kennari greinist og 26 nemendur og sjö kennarar í sóttkví. Svo aftur 16., þá kemur aftur upp annað smit og þá fara 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví,“ segir Bjarni. Bjarni segir að fyrsta smitið hafi verið staðfest 15. mars og seinni smitin tvö svo koll af kolli. Hann veit ekki til þess að fleiri skólum í Reykjavík hafi verið lokað vegna kórónuveirusmita. Tómar kennslustofur í Háteigsskóla.Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og verður skólinn því lokaður í dag. Um er að ræða tvo kennara og einn starfsmann félagsmiðstöðvar við skólann. Frá þessu er greint í tölvupóstum frá skólastjórnendum og Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkur staðfestir það einnig í samtali við Vísi. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri Háteigsskóla staðfesti við fréttastofu í morgun að skólanum yrði lokað í dag. Hún vildi annars ekki tjá sig um málið fyrir utan það að unnið væri að málum með almannavörnum. Hún kvað þetta vera mjög sérstaka tíma og að foreldrum skólabarna verði haldið upplýstum um framhaldið síðar í dag. Háteigsskóli í morgun.Vísir/vilhelm Um hundrað manns, bæði nemendur og starfsmenn Háteigsskóla, eru nú í sóttkví. Bjarni segir að á meðan verði skólanum lokað, staðan metin og smitrakningateymi almannavarna gefið svigrúm til að athafna sig. Í tölvupósti frá skólastjórnendum kemur fram að þeir sem þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirutilfellanna þriggja hafi þegar verið látnir vita. „Þetta gerist þannig að það kemur upp smit í félagsmiðstöð, starfsmaður greinist og fimmtán nemendur í sóttkví. Svo kemur upp smit í skólanum, kennari greinist og 26 nemendur og sjö kennarar í sóttkví. Svo aftur 16., þá kemur aftur upp annað smit og þá fara 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví,“ segir Bjarni. Bjarni segir að fyrsta smitið hafi verið staðfest 15. mars og seinni smitin tvö svo koll af kolli. Hann veit ekki til þess að fleiri skólum í Reykjavík hafi verið lokað vegna kórónuveirusmita. Tómar kennslustofur í Háteigsskóla.Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20