„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 13:59 Ragnar segir daginn í dag mikinn gleðidag. Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. „Þetta eru aðallega sérnámslæknarnir, hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir sem eru í mikilli nálægð við sjúklingana sem ættu að vera fyrstir,“ segir Ragnar. Hann tilheyrir forgangshópi 2 en í hópum 1 og 2 eru starfsmenn bráðamóttaka og gjörgæsludeilda, starfsmenn sem sinna Covid-19 sjúklingum, þeir sem annast sýnatökur vegna Covid-19 og starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila. Ragnar segist afar ánægður með þær línur sem hafa verið lagðar í reglugerð um bólusetningarnar gegn Covid-19, þar sem framlínustarfsmenn og aldraðir eru í forgangi. „Við vitum það að dánartíðnin eykst eftir sjötugt og er mjög há hjá þeim sem eru í elstu aldurshópunum og ég held að við eigum að beina sjónum okkar að þeim hóp fyrst.“ Mikilvægast að sinna fólkinu Ragnar segir ástandið á göngudeild Covid-19 hafa verið gott í desember. Verið sé að beita lyfjum sem hafa sannað gildi sitt og þá skipti sköpum að verið sé að „grípa“ fólk snemma. „Við erum alltaf að uppgötva einhverjar nýjungar en það hefur sýnt sig að það að sinna fólki er besta meðalið,“ segir hann og vísar þar til hins góða eftirlits sem haft er með þeim sem hafa greinst. „Við erum að kalla fólk inn og meta og meðhöndla. Og þetta hefur gert það að verkum að innlagnar- og dánartíðnin er minni en ella hefði verið.“ Spurður segist Ragnar ekki vita til þess að nokkur heilbrigðisstarfsmaður hyggist afþakka bólusetningu. „Við ætlum öll að láta bólusetja okkur,“ segir hann. „Ég hef ekki heyrt um nokkurn mann sem ætlar ekki að taka þátt. Það væri þá ekki nema viðkomandi væri óléttur eða með bráðaofnæmi.“ Dagurinn í dag sé mikill gleðidagur. „Ég treysti yfirvöldum og þríeykinu til að forgangsraða rétt og þigg bólusetningu þegar kemur að mér,“ segir Ragnar. „En mér liggur ekkert á.“ Reglugerð um forgangsröðun í bólusetningu vegna Covid-19. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
„Þetta eru aðallega sérnámslæknarnir, hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir sem eru í mikilli nálægð við sjúklingana sem ættu að vera fyrstir,“ segir Ragnar. Hann tilheyrir forgangshópi 2 en í hópum 1 og 2 eru starfsmenn bráðamóttaka og gjörgæsludeilda, starfsmenn sem sinna Covid-19 sjúklingum, þeir sem annast sýnatökur vegna Covid-19 og starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila. Ragnar segist afar ánægður með þær línur sem hafa verið lagðar í reglugerð um bólusetningarnar gegn Covid-19, þar sem framlínustarfsmenn og aldraðir eru í forgangi. „Við vitum það að dánartíðnin eykst eftir sjötugt og er mjög há hjá þeim sem eru í elstu aldurshópunum og ég held að við eigum að beina sjónum okkar að þeim hóp fyrst.“ Mikilvægast að sinna fólkinu Ragnar segir ástandið á göngudeild Covid-19 hafa verið gott í desember. Verið sé að beita lyfjum sem hafa sannað gildi sitt og þá skipti sköpum að verið sé að „grípa“ fólk snemma. „Við erum alltaf að uppgötva einhverjar nýjungar en það hefur sýnt sig að það að sinna fólki er besta meðalið,“ segir hann og vísar þar til hins góða eftirlits sem haft er með þeim sem hafa greinst. „Við erum að kalla fólk inn og meta og meðhöndla. Og þetta hefur gert það að verkum að innlagnar- og dánartíðnin er minni en ella hefði verið.“ Spurður segist Ragnar ekki vita til þess að nokkur heilbrigðisstarfsmaður hyggist afþakka bólusetningu. „Við ætlum öll að láta bólusetja okkur,“ segir hann. „Ég hef ekki heyrt um nokkurn mann sem ætlar ekki að taka þátt. Það væri þá ekki nema viðkomandi væri óléttur eða með bráðaofnæmi.“ Dagurinn í dag sé mikill gleðidagur. „Ég treysti yfirvöldum og þríeykinu til að forgangsraða rétt og þigg bólusetningu þegar kemur að mér,“ segir Ragnar. „En mér liggur ekkert á.“ Reglugerð um forgangsröðun í bólusetningu vegna Covid-19.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19
Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57
Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00