Kirkja Sigmundar Davíðs Bjarni Karlsson skrifar 28. desember 2020 08:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði áhugaverða grein í enska miðilinn The Spectator nýlega sem hlotið hefur nokkra umfjöllun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af kirkju og kristni hér á landi sem á vesturlöndum. Hann snýr gagnrýni sinni að leiðtogum kirkjustofnana sem vilji sættast við tíðarandann með fylgispekt við róttækar hreyfingar umhverfis- og mannréttindasinna. Frekar en að standa í fæturna og boða hefðbundin gildi sé nú Greta Thunberg jafnvel oftar nefnd á nafn í ræðum sumra presta en Jesús sjálfur. Sigmundur aðvarar kirkjuna; ætli hún að hoppa upp á vinsældarvagna tíðarandans muni henni mistakast hrapalega. Í því sambandi rifjar hann upp hvernig kristnin hafi mótað söguna á öldum áður fremur en að lúta straumum samtímans. Hann nefnir forystu kirkjunnar í mennta- og velferðarmálum á liðnum öldum, aðild kristinna leiðtoga að afnámi þrælahalds og andóf þeirra gegn kynþáttahyggju. Þá rifjar hann upp framgöngu kristinnar kirkju í Póllandi og Austur-Þýskalandi sem ekki beygði sig fyrir hinu kommúníska valdi á dögum múrsins. Í þessu ljósi hvetur hann til þess að kristin kirkja leiti nú róta sinna. Frekar en að endurhanna sig í ljósi vinsælda skuli hún endurvinna raunverulega sjálfsmynd sína og hætta að biðjast afsökunar á sjálfri sér með átakanlegum æfingum líkt og sjá mátti þegar íslenska Þjóðkirkjan telfldi fram trans-Jesú umliðið haust. Engum þarf að leiðast að lesa skrif Sigmundar Davíðs og ég er viss um að velvild hans í garð kristni og kirkju er heil af hans hálfu. Það breytir þó ekki því að hann er svo einarður nýtingarsinni að kristin kirkja er þar ekki undan skilin frekar en náttúran sjálf. Kemur afstaða hans skýrt fram í því að hann telur daður kirkjunnar við náttúruverndarhreyfingar óþarfar þar eð kristin trúarhugsun tileinki manninum þá sérstöðu í náttúrunni að hann hafi umboð til að nota umhverfið og vernda sjálfum sér til handa. Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar. Opinber hnattræn orðræða, veraldleg jafnt sem trúarleg, hefur færst frá mannmiðlægni til lífmiðlægni síðustu áratugi. Það gerðist ekki óvart. Sigmundur Davíð lyftir fram samleið kristinnar kirkju og vestrænnar menningar og nefnir kristni og verstræn gildi hiklaust í sama orði. Það er raunhæft. Einmitt á þeim forsendum vil ég, vegna ástar minnar á Jesú og kirkju hans, endurskoða kirkjuna af sömu óvægnu ákefð og við hljótum nú að endurskoða vestrænan nútíma. Hvernig gat það gerst að kristin kirkja yrði meðhöfundur að því menningarástandi sem við köllum nútíma? Menningarástandi sem einkennist af öfgafullri mannmiðlægni og einstaklingshyggju, gengur þvert á grunngildi kristinnar trúar og stendur nú gjaldþrota í svimandi vistkerfisskuld sem enginn veit hvernig greiða skal en öll óttast hvar muni lenda. Já, kæri Sigmundur Davíð, andstæðingum kirkjunnar hættir til að gleyma þeim fræjum mildi, mannúðar og mennta sem kristnin vissulega hefur sáð um aldir. En við sem trúum á Jesú verðum jafnframt að horfast í augu við afglöp kirkjunnar í sögunni. Líklega rís þar hæst þrjúhundruðára bandalag hennar við hagkerfi og ríkisvald í vestrænum nútíma þar sem hinum náttúrulega heimi var vikið til hliðar og hann skilgreindur sem hráefni en maðurinn skilgreindur eigandi og einyrki. Tillögur Sigmundar Davíðs til kirkjunnar í nefndri grein eru sannarlega áhugaverðar og ekki unnt að reifa þær hér, nema að því leyti að hann biður um samtal á forsendum lýðræðis. Það tek ég undir. Að öðru leyti virðast mér tillögur hans allar vera um það að kirkjan komi aftur „heim“ til liðs við ríkisvald og hagkerfi með því að hún láti af þátttöku sinni í gagnrýninni og greinandi þjóðfélagsumræðu. Það getur hún ekki í Jesú nafni. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði áhugaverða grein í enska miðilinn The Spectator nýlega sem hlotið hefur nokkra umfjöllun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af kirkju og kristni hér á landi sem á vesturlöndum. Hann snýr gagnrýni sinni að leiðtogum kirkjustofnana sem vilji sættast við tíðarandann með fylgispekt við róttækar hreyfingar umhverfis- og mannréttindasinna. Frekar en að standa í fæturna og boða hefðbundin gildi sé nú Greta Thunberg jafnvel oftar nefnd á nafn í ræðum sumra presta en Jesús sjálfur. Sigmundur aðvarar kirkjuna; ætli hún að hoppa upp á vinsældarvagna tíðarandans muni henni mistakast hrapalega. Í því sambandi rifjar hann upp hvernig kristnin hafi mótað söguna á öldum áður fremur en að lúta straumum samtímans. Hann nefnir forystu kirkjunnar í mennta- og velferðarmálum á liðnum öldum, aðild kristinna leiðtoga að afnámi þrælahalds og andóf þeirra gegn kynþáttahyggju. Þá rifjar hann upp framgöngu kristinnar kirkju í Póllandi og Austur-Þýskalandi sem ekki beygði sig fyrir hinu kommúníska valdi á dögum múrsins. Í þessu ljósi hvetur hann til þess að kristin kirkja leiti nú róta sinna. Frekar en að endurhanna sig í ljósi vinsælda skuli hún endurvinna raunverulega sjálfsmynd sína og hætta að biðjast afsökunar á sjálfri sér með átakanlegum æfingum líkt og sjá mátti þegar íslenska Þjóðkirkjan telfldi fram trans-Jesú umliðið haust. Engum þarf að leiðast að lesa skrif Sigmundar Davíðs og ég er viss um að velvild hans í garð kristni og kirkju er heil af hans hálfu. Það breytir þó ekki því að hann er svo einarður nýtingarsinni að kristin kirkja er þar ekki undan skilin frekar en náttúran sjálf. Kemur afstaða hans skýrt fram í því að hann telur daður kirkjunnar við náttúruverndarhreyfingar óþarfar þar eð kristin trúarhugsun tileinki manninum þá sérstöðu í náttúrunni að hann hafi umboð til að nota umhverfið og vernda sjálfum sér til handa. Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar. Opinber hnattræn orðræða, veraldleg jafnt sem trúarleg, hefur færst frá mannmiðlægni til lífmiðlægni síðustu áratugi. Það gerðist ekki óvart. Sigmundur Davíð lyftir fram samleið kristinnar kirkju og vestrænnar menningar og nefnir kristni og verstræn gildi hiklaust í sama orði. Það er raunhæft. Einmitt á þeim forsendum vil ég, vegna ástar minnar á Jesú og kirkju hans, endurskoða kirkjuna af sömu óvægnu ákefð og við hljótum nú að endurskoða vestrænan nútíma. Hvernig gat það gerst að kristin kirkja yrði meðhöfundur að því menningarástandi sem við köllum nútíma? Menningarástandi sem einkennist af öfgafullri mannmiðlægni og einstaklingshyggju, gengur þvert á grunngildi kristinnar trúar og stendur nú gjaldþrota í svimandi vistkerfisskuld sem enginn veit hvernig greiða skal en öll óttast hvar muni lenda. Já, kæri Sigmundur Davíð, andstæðingum kirkjunnar hættir til að gleyma þeim fræjum mildi, mannúðar og mennta sem kristnin vissulega hefur sáð um aldir. En við sem trúum á Jesú verðum jafnframt að horfast í augu við afglöp kirkjunnar í sögunni. Líklega rís þar hæst þrjúhundruðára bandalag hennar við hagkerfi og ríkisvald í vestrænum nútíma þar sem hinum náttúrulega heimi var vikið til hliðar og hann skilgreindur sem hráefni en maðurinn skilgreindur eigandi og einyrki. Tillögur Sigmundar Davíðs til kirkjunnar í nefndri grein eru sannarlega áhugaverðar og ekki unnt að reifa þær hér, nema að því leyti að hann biður um samtal á forsendum lýðræðis. Það tek ég undir. Að öðru leyti virðast mér tillögur hans allar vera um það að kirkjan komi aftur „heim“ til liðs við ríkisvald og hagkerfi með því að hún láti af þátttöku sinni í gagnrýninni og greinandi þjóðfélagsumræðu. Það getur hún ekki í Jesú nafni. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun