Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2020 18:35 Páll telur að fasteignaverð muni halda áfram að hækka á næsta ári. Vísir/Vilhelm Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði í ár þrátt fyrir svartsýnar spár um að heimsfaraldurinn myndi höggva skarð í söluna. Þannig má sem dæmi nefna að frá september fram í nóvember voru þrjú þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu teknar af sölulista, en Páli Pálssyni fasteignasala reiknast til að þetta sé tæplega tíu prósent meiri sala í ár en í fyrra. Hann segir söluna ekki hafa verið meiri í fimm ár. „Menn sáu það til dæmis í aprílmánuði að þá droppaði salan niður í 54 prósent á milli ára en var mjög fljót að jafna sig. Við erum að sjá sirka tíu prósent meiri sölu á þessu ári heldur en árin í fyrra. Þetta er líklega sölumesta árið síðustu fimm ár,” segir Páll. Páll bendir á að mikill skortur sé á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi leitt af sér hærra fasteignaverð, en samkvæmt Þjóðskrá hefur fasteignaverð hækkað um 7,2 prósent síðustu tólf mánuði og fimm prósent síðustu sex mánuði. Alls voru 7596 eignir seldar á höfuðborgarsvæðinu í ár, borið saman við 6926 á síðasta ári. Hann telur að að öllu óbreyttu muni verð halda áfram að hækka. „Það þarf klárlega að auka lóðaframboð í sveitarfélögunum og það þurfa að koma inn fleiri nýbyggingar. Ég sé fyrir mér að það vanti bara núna ekki undir 1000 íbúðir.” Þá hafi mikið verið um fyrstu kaup, sem sé meðal annars vegna hagstæðari húsnæðislána. „Stýrivextir hafa lækkað um 75 prósent á þessu ári og það er klárlega að hjálpa ungu fólki eða fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn, en á móti kemur að þetta sama fólk þarf meira eigið fé vegna þess að verð hefur verið að hækka,” segir Páll. Húsnæðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði í ár þrátt fyrir svartsýnar spár um að heimsfaraldurinn myndi höggva skarð í söluna. Þannig má sem dæmi nefna að frá september fram í nóvember voru þrjú þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu teknar af sölulista, en Páli Pálssyni fasteignasala reiknast til að þetta sé tæplega tíu prósent meiri sala í ár en í fyrra. Hann segir söluna ekki hafa verið meiri í fimm ár. „Menn sáu það til dæmis í aprílmánuði að þá droppaði salan niður í 54 prósent á milli ára en var mjög fljót að jafna sig. Við erum að sjá sirka tíu prósent meiri sölu á þessu ári heldur en árin í fyrra. Þetta er líklega sölumesta árið síðustu fimm ár,” segir Páll. Páll bendir á að mikill skortur sé á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi leitt af sér hærra fasteignaverð, en samkvæmt Þjóðskrá hefur fasteignaverð hækkað um 7,2 prósent síðustu tólf mánuði og fimm prósent síðustu sex mánuði. Alls voru 7596 eignir seldar á höfuðborgarsvæðinu í ár, borið saman við 6926 á síðasta ári. Hann telur að að öllu óbreyttu muni verð halda áfram að hækka. „Það þarf klárlega að auka lóðaframboð í sveitarfélögunum og það þurfa að koma inn fleiri nýbyggingar. Ég sé fyrir mér að það vanti bara núna ekki undir 1000 íbúðir.” Þá hafi mikið verið um fyrstu kaup, sem sé meðal annars vegna hagstæðari húsnæðislána. „Stýrivextir hafa lækkað um 75 prósent á þessu ári og það er klárlega að hjálpa ungu fólki eða fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn, en á móti kemur að þetta sama fólk þarf meira eigið fé vegna þess að verð hefur verið að hækka,” segir Páll.
Húsnæðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira