Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 08:22 Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var í samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi. Vísir/Friðrik Þór Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. Lögreglu barst tilkynning um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, og brot á reglum um fjöldasamkomu klukkan 22:25 í gærkvöldi. „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ segir í dagbók lögreglu. Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gerir ráð fyrir mega fleiri en tíu ekki koma saman án sérstakrar undanþágu. Þar segir jafnframt að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestir hafi haft áfengi um hönd. Þá hafi enginn gesta verið með andlitsgrímu og að fjarlægðartakmörk hafi „nánast hvergi“ verið virt. Eins hafi lögreglumenn aðeins komið auga á þrjá sprittbrúsa í salnum. „Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu,“ segir jafnframt í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að margir gesta hafi kvaðst með faðmlögum og jafnvel kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir að lokum um atvikið í dagbók lögreglu. Flestir ráðherrar þegar tjáð sig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa verið í samkvæminu. Hún hafi rölt um miðbæinn í gærkvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gærkvöldi. Þá segist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson kveðst þá vera í Skaftártungum. Hann hafi verið þar síðan í fyrrakvöld. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekki hafa vitneskju um málið. Samkvæmt frétt RÚV af málinu var Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gærkvöldi og Sigurður Ingi Jóhannsson í sveitinni, samkvæmt aðstoðarmönnum þeirra. Ásmundur Einar Daðason segist þá hafa verið að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kveðst vera uppi í sveit líkt og Sigurður Ingi. Eins sagðist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ekki hafa verið í samkvæminu. RÚV hefur þá einnig fengið þær upplýsingar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið viðstödd gleðskapinn. Þeir ráðherrar sem ekki hefur náðst í eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar um málið berast. Fréttin var uppfærð klukkan 09:38. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, og brot á reglum um fjöldasamkomu klukkan 22:25 í gærkvöldi. „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ segir í dagbók lögreglu. Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gerir ráð fyrir mega fleiri en tíu ekki koma saman án sérstakrar undanþágu. Þar segir jafnframt að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestir hafi haft áfengi um hönd. Þá hafi enginn gesta verið með andlitsgrímu og að fjarlægðartakmörk hafi „nánast hvergi“ verið virt. Eins hafi lögreglumenn aðeins komið auga á þrjá sprittbrúsa í salnum. „Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu,“ segir jafnframt í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að margir gesta hafi kvaðst með faðmlögum og jafnvel kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir að lokum um atvikið í dagbók lögreglu. Flestir ráðherrar þegar tjáð sig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa verið í samkvæminu. Hún hafi rölt um miðbæinn í gærkvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gærkvöldi. Þá segist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson kveðst þá vera í Skaftártungum. Hann hafi verið þar síðan í fyrrakvöld. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekki hafa vitneskju um málið. Samkvæmt frétt RÚV af málinu var Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gærkvöldi og Sigurður Ingi Jóhannsson í sveitinni, samkvæmt aðstoðarmönnum þeirra. Ásmundur Einar Daðason segist þá hafa verið að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kveðst vera uppi í sveit líkt og Sigurður Ingi. Eins sagðist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ekki hafa verið í samkvæminu. RÚV hefur þá einnig fengið þær upplýsingar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið viðstödd gleðskapinn. Þeir ráðherrar sem ekki hefur náðst í eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar um málið berast. Fréttin var uppfærð klukkan 09:38. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira