„Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2020 17:39 Rýma þurfti bæinn í heild sinni á svipstundu eftir að stórhættuleg aurskriða féll í bæinn og hreif með sér flest sem varð á vegi hennar, meðal annars hús. Ljóst er að áfallið er mikið og að íbúar allir eiga um sárt að binda. Því var formaður svæðisdeildar Rauða krossins fyrir austan verið afar þakklát þegar liðsauki barst frá viðbragðsteymi Akureyrar. Vísir/Egill Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt. Rýma þurfti bæinn í heild sinni á svipstundu eftir að stórhættuleg aurskriða féll í bæinn og hreif með sér flest sem varð á vegi hennar, meðal annars hús. Ljóst sé að áfallið sé mikið og að íbúar allir eigi um sárt að binda. Því hafi hún verið afar þakklát þegar liðsauki barst frá viðbragðsteymi Akureyrar. „Þær [konurnar í áfallahjálparteyminu] eru hérna í báðum fjöldahjálparstöðum. Þær eru til staðar. Þetta úrræði hefur verið mikið nýtt sem segir okkur að áfallið er mjög mikið. Þetta er erfitt fyrir fólk. Við verðum hérna til taks áfram. Það er alltaf hægt að leita til okkar hjá Rauða krossinum og fá aðstoð, spjall og kaffisopa. Það er algjörlega nauðsynlegt.“ Berglind segir að þrátt fyrir hamfarir og eyðileggingu hafi íbúar Seyðisfjarðar staðið þétt saman og staðið sig með ólíkindum vel. Rýming bæjarins í heild sinni hafi gengið vonum framar. „Þetta er náttúrulega risastór pakki en ég segi nú bara í fúlustu alvöru að þetta fólk er stórkostlegt, þetta tók svo stuttan tíma.“ Hún segir fólk fullt þakklætis vegna hjálpseminnar sem landsmenn hafi sýnt í verki. Fjölmargir hafi boðið fram íbúðir sínar og verið til taks. „Landsmenn hafa sent okkur hitt og þetta, ýmislegt til að hafa í matinn, kaffibrauð og margt fleira. Við þökkum bara kærlega fyrir það. Svo hafa líka margir styrkt okkur sem er algjörlega frábært. Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur.“ Berglind hvetur alla íbúa Seyðisfjarðar til að leita til Rauða krossins ef þeir telji þörf á aðstoð, hvar sem þeir eru staddir á landinu. Alltaf sé hægt að hringja í 1717 eða leita til svæðisstjórnar viðkomandi. En sem formaður svæðisstjórnar, hefði þig einhvern tímann getað órað fyrir því að þú stæðir frammi fyrir svona stóru verkefni? „Nei, ég get alveg sagt þér það. Ég er mjög hreinskilin með það að þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við en þetta er gríðarlegur lærdómur fyrir okkur öll. Við erum búin að vera að ræða mikið saman núna á fundum og erum sammála um að þetta sé mikill reynslubanki sem við erum komin með núna“. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Félagasamtök Tengdar fréttir Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 „Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Rýma þurfti bæinn í heild sinni á svipstundu eftir að stórhættuleg aurskriða féll í bæinn og hreif með sér flest sem varð á vegi hennar, meðal annars hús. Ljóst sé að áfallið sé mikið og að íbúar allir eigi um sárt að binda. Því hafi hún verið afar þakklát þegar liðsauki barst frá viðbragðsteymi Akureyrar. „Þær [konurnar í áfallahjálparteyminu] eru hérna í báðum fjöldahjálparstöðum. Þær eru til staðar. Þetta úrræði hefur verið mikið nýtt sem segir okkur að áfallið er mjög mikið. Þetta er erfitt fyrir fólk. Við verðum hérna til taks áfram. Það er alltaf hægt að leita til okkar hjá Rauða krossinum og fá aðstoð, spjall og kaffisopa. Það er algjörlega nauðsynlegt.“ Berglind segir að þrátt fyrir hamfarir og eyðileggingu hafi íbúar Seyðisfjarðar staðið þétt saman og staðið sig með ólíkindum vel. Rýming bæjarins í heild sinni hafi gengið vonum framar. „Þetta er náttúrulega risastór pakki en ég segi nú bara í fúlustu alvöru að þetta fólk er stórkostlegt, þetta tók svo stuttan tíma.“ Hún segir fólk fullt þakklætis vegna hjálpseminnar sem landsmenn hafi sýnt í verki. Fjölmargir hafi boðið fram íbúðir sínar og verið til taks. „Landsmenn hafa sent okkur hitt og þetta, ýmislegt til að hafa í matinn, kaffibrauð og margt fleira. Við þökkum bara kærlega fyrir það. Svo hafa líka margir styrkt okkur sem er algjörlega frábært. Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur.“ Berglind hvetur alla íbúa Seyðisfjarðar til að leita til Rauða krossins ef þeir telji þörf á aðstoð, hvar sem þeir eru staddir á landinu. Alltaf sé hægt að hringja í 1717 eða leita til svæðisstjórnar viðkomandi. En sem formaður svæðisstjórnar, hefði þig einhvern tímann getað órað fyrir því að þú stæðir frammi fyrir svona stóru verkefni? „Nei, ég get alveg sagt þér það. Ég er mjög hreinskilin með það að þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við en þetta er gríðarlegur lærdómur fyrir okkur öll. Við erum búin að vera að ræða mikið saman núna á fundum og erum sammála um að þetta sé mikill reynslubanki sem við erum komin með núna“.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Félagasamtök Tengdar fréttir Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 „Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Seyðfirðingar sneru heim í dag: „Mann langar bara að vera heima hjá sér“ Íbúar utan hættusvæða á Seyðisfirði hafa fengið að snúa aftur til síns heima, tveimur sólarhringum eftir að bærinn var rýmdur. Þó er áfram hætta á frekari skriðuföllum. Íbúar segjast hlakka til að komast heim en kvíða því að sjá eyðilegginguna í bænum. 20. desember 2020 19:20
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28
„Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent