Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 10:37 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni með 21 árs landsliðinu. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú áðan þar sem kemur líka fram að Eiður Smári Guðjohnsen muni aðstoða Arnar alveg eins og hann gerði hjá 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson mun hætta með 21 ára landsliðið en mun hins vegar starfa áfram sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Arnar tekur við starfi Svíans Erik Hamrén og mun stýra íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2022 sem hefst strax í mars á næsta ári. Arnar er 42 ára gamall en hann er fæddur árið 1978. Hann er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu og er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Í janúar 2019 var Arnar ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og lætur hann nú af því starfi, en mun starfa áfram tímabundið sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, eins og hann hefur gert síðan í apríl 2019, þar til ráðið verður í þá stöðu. Aðstoðarþjálfari Arnars verður Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir Arnar og Eiður störfuðu einnig saman með U21 landsliðið. Eiður Smári, sem er fæddur 1978 og hefur lokið UEFA B þjálfaragráðu, lék með 15 félagsliðum í 9 löndum frá árinu 1994 til 2016. Hann hefur leikið 88 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk, auk fjölmargra leikja og marka fyrir yngri landslið Íslands. Arnór Þór og Eiður Smári hafa spilað samtals 140 A-landsleiki og marga þeirra hlið við hlið. Samvinna þeirra hjá 21 árs landsliðinu var einnig mjög farsæl. U21 landslið karla leikur í úrslitakeppni EM á árinu 2021 og mun KSÍ tilkynna um ráðningu nýs þjálfarateymis liðsins innan skamms. Fyrstu leikir A landsliðs karla undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs verða leikir í undankeppni HM 2022 – þrír útileikir í mars 2021. Þá hafa verið staðfestir tveir vináttuleikir í júní – útileikir gegn Færeyjum og Póllandi. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú áðan þar sem kemur líka fram að Eiður Smári Guðjohnsen muni aðstoða Arnar alveg eins og hann gerði hjá 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson mun hætta með 21 ára landsliðið en mun hins vegar starfa áfram sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Arnar tekur við starfi Svíans Erik Hamrén og mun stýra íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2022 sem hefst strax í mars á næsta ári. Arnar er 42 ára gamall en hann er fæddur árið 1978. Hann er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu og er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Í janúar 2019 var Arnar ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og lætur hann nú af því starfi, en mun starfa áfram tímabundið sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, eins og hann hefur gert síðan í apríl 2019, þar til ráðið verður í þá stöðu. Aðstoðarþjálfari Arnars verður Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir Arnar og Eiður störfuðu einnig saman með U21 landsliðið. Eiður Smári, sem er fæddur 1978 og hefur lokið UEFA B þjálfaragráðu, lék með 15 félagsliðum í 9 löndum frá árinu 1994 til 2016. Hann hefur leikið 88 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk, auk fjölmargra leikja og marka fyrir yngri landslið Íslands. Arnór Þór og Eiður Smári hafa spilað samtals 140 A-landsleiki og marga þeirra hlið við hlið. Samvinna þeirra hjá 21 árs landsliðinu var einnig mjög farsæl. U21 landslið karla leikur í úrslitakeppni EM á árinu 2021 og mun KSÍ tilkynna um ráðningu nýs þjálfarateymis liðsins innan skamms. Fyrstu leikir A landsliðs karla undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs verða leikir í undankeppni HM 2022 – þrír útileikir í mars 2021. Þá hafa verið staðfestir tveir vináttuleikir í júní – útileikir gegn Færeyjum og Póllandi.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira